Hvaða kælikrem mælið þið með? Ég hélt að Arctic Silver 3 væri besta stuffið sem er til á landinu en svo var ég að heyra að það leiddi rafmagn sem væri ekki gott? Hvað segið þið um það?
Ég hef AS3 á mínum AMD XP. Svoldið sull í kringum core en það virðist vera allt í lagi. Og já, Artic silver leiðir rafmagn, sem er ekkert endilega vont. Bara passa sig á að sulla ekki á móurborð eða neitt svoleisðis
Ég keypti mér Artic Silver 3 fyrir P4 2.4 800FSB örrann minn, (á eftir að setja það á).
Þeir segja að þetta sé úrvals hitaleiðandi krem, ef ekki eitt það besta.
Pæling: ég var að skoða örrann minn og í neðra horninu á járnplötunni er lítið gat.
Má setja krem yfir gatið? Eða þarf ég að passa að það gerist ekki?
Damien skrifaði:
Pæling: ég var að skoða örrann minn og í neðra horninu á járnplötunni er lítið gat.
Má setja krem yfir gatið? Eða þarf ég að passa að það gerist ekki?
Á ekki að skipta máli, undir járnplötunni er core eins og á AMD.
Menn eru að græða 2-5C á milli kælikrema, stundum meira