Tegund á nýjum móðurborðum?

Svara

Höfundur
sse87
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 20. Feb 2007 14:25
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Tegund á nýjum móðurborðum?

Póstur af sse87 »

Ég er að fara kaupa mér nýja tölvu og er svolítið vandræðum hvernig móðuborð ég á að fá mér, ég hef heyrt að það er mikilvægt að eiga gott móðurborð og þar á leiðandi ætti ég ekki að vera pæla í peningum þegar ég kaupi það.

Sko ég ætla að fá mér intel örgjörva, ég er anti-AMD þannig að ég ætla að taka Intel S-775 móðuborð, en hvað finnst ykkur um að sé besta tengund, eða skiptir það ekki svo miklu máli?

att.is er bara með MSI móðurborð
computer.is er með aðalega MSI og ASUS og reyndar með nokkur Gigabyte og Abit
og tölvulistinn er aðalega með MSI

Hvaða tegund eru þið með og hvað finnst ykkur?

Þannig er MSI málið eða mæliði með ASUS kanski? Hvað finnst ykkur?

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af dadik »

Hvort finnst þér fallegri litur - grænn eða blár?

Þetta með móðurborðin er ægilegt smekksatriði. Þú færð líklega ansi mörg og mismunandi svör við þessari spurningu. Persónulega held ég að þú sért að nálgast þetta frá vitlausu sjónarhorni. Reyndu frekar að spá í hvaða fídusa þú kemur til með að nota. Þarftu td. WiFi, Raid, FireWire, 1Gb Lan, 2x slot fyrir skjákort, etc?

Nú en ef þú átt nógan pening þá kaupirðu bara það besta sem er til. Topp-of-the-line borð kostar ca. 30k þessa dagana sem er svosem ekki mikill peningur. Ég hef t.d. góða reynslu af Abit og Asus. DFI þótt góð í yfirklukk, sumir hafa góða reynslu af MSI. Þú ættir auðveldlega að geta minnkað hópinn niður í 5-6 borð sem eru fáanleg hérna heima. Googlaðu svo bara review á þessum borðum og taktu ákvörðun í framhaldi af því ..

- dk
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Póstur af ManiO »

Með nýju socketunum, bæði AMD og Intel, þá er Asus að rústa öllum öðrum.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Frikkasoft
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Staðsetning: USA
Staða: Ótengdur

Póstur af Frikkasoft »

Ég get mælt með Gigabyte 965P-DS3
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=538

Það hefur fengið góða dóma, og býður uppá góða overclocking möguleika.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tegund á nýjum móðurborðum?

Póstur af GuðjónR »

sse87 skrifaði:ég ætla að fá mér intel örgjörva, ég er anti-AMD
Þú ert efni í stjórnanda hérna á vaktinni.

Annars er þetta móbóið sem þú ert að leita að.
Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tegund á nýjum móðurborðum?

Póstur af OverClocker »

sse87 skrifaði:
att.is er bara með MSI móðurborð
computer.is er með aðalega MSI og ASUS og reyndar með nokkur Gigabyte og Abit
og tölvulistinn er aðalega með MSI

Hvaða tegund eru þið með og hvað finnst ykkur?

Þannig er MSI málið eða mæliði með ASUS kanski? Hvað finnst ykkur?
Endilega skoða fleiri verslanir eins og Kísildal, Start og tölvuvirkni

Sevo Natura
Staða: Ótengdur

Foxiconn frá Tölvuvirkni!

Póstur af Sevo Natura »

Hvað upp topp móðurborðið Foxiconn..úps nei það er AMD en það er samt klikk flott!

Höfundur
sse87
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 20. Feb 2007 14:25
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af sse87 »

Ég þakka kærlega fyrir góð viðbrögð og svör og endilega commentið á þessa uppfærslu: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=13441
AOpen AX45-4D Max - Pentium 4 2.4 GHz - DDR1 1024 MB @ 133 MHz - NVIDIA GeForce 6800 GT 256 MB
Svara