Ég var að velta fyrir mér hvað það eru margir hér með fastar IP tölur. Og er ég aðallega að því vegna þess að jú netveitur hér á Íslandi virðast komast upp með það að taka okkur í þurrt taðgatið. Hvað er ég nú tala um? Jú eins og margir netnotendur vita þá kosta fastar IP tölur og erum við að tala um 500kr á mánuði fyrir svoleiðis "lúxus". En það sem ég skil ekki alveg er sú staðreynd að þessar netveitur eru að fá þessar IP tölur FRÍTT! Þær þurfa ekki að borga krónu fyrir þær!
Þetta getur svosem verið smámunasemi í mér að þurfa borga auka 500kr á mánuði fyrir þjónustu sem ætti að vera frí. En þetta er kannski bara ég

Svo ef að við hugsum út í það.. þá er 500 í 12 mánuði ágætis peningur eða 6000 kall sem myndi nægja mér til að borga einn mánuð á netinu

Fastar IP tölur eru t.d. nauðsynlegar fyrir þá sem notast mikið við Remote Desktop Connection (eða svipuð forrit), vefþjón, ftpþjón o.s.frv..
Í sumum tilvikum þarf maður að hafa fasta IP eins og t.d. í Counter-Strike þar sem ýmis Communication-forrit virðast ekki virka án þess.
En eins og ég sagði áðan þá er þetta kannski smánöldur í mér en mig langaði bara aðeins til að deila þessu með ykkur