Þráðlaust net

Svara

Höfundur
ibs
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Mið 11. Des 2002 14:03
Staða: Ótengdur

Þráðlaust net

Póstur af ibs »

Ég fékk mér svona Þráðlaust ADSL tilboð hjá Símanum og er ekki ánægður með búnaðinn.

Tölva (A) er tengt routernum sem ég fékk frá Símanum, þetta er Alcatel SpeedTouch 570 router.
Eitt enn, línan þar sem tölva (A) er tengd hjá mér er eina tengda ADSL línan. Það er engin önnur símadós sem tengist á þetta númer.

Tölva (B) er önnur Borðtölva sem er á fyrstu hæð. Ég fékk USB Wireless Adapter fyrir þessa tölvu.

Allar tölvunar eru með Win XP Pro SP1

Þeir hjá símanum sögðu að þetta ætti að drífa 100+ metra innanhús, en tölva (B) nær engu sambandi. Ég setti þetta allt upp eins og sagt var í leiðbeiningum.

Síðan ákvað ég að kíkja á síðuna hjá SpeedTouch og þar sá ég að þessi router drífur ekki nema 60 m.

Ég ætla að fara að kvarta yfir þessu. En ég þarf að vita hvaða router/aðgangspunktur á að ráða við þetta.

Mér var sagt að ég gæti keypt þennan
Wireless Ethernet Bridge frá Linksys:
http://www.linksys.com/products/product ... 32&scid=36

Ætti ég þá að geta notað áfram router draslið frá Símanum og þessi Wireless Ethernet Bridge væri þá einskonar magnari?

Ég var þá að spá í að setja þennan Wireless Ethernet Bridge annaðhvort í herbergi a eða b (litlir grænir stafir á mynd)

Þyrfti ég að tengja þetta Wireless Bridge í símalínu, ethernet tengi við tölvu eða bæði?
Viðhengi
hus.JPG
hus.JPG (14.34 KiB) Skoðað 1787 sinnum
Last edited by ibs on Mið 22. Okt 2003 21:34, edited 1 time in total.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Þú þarft að fá þér Þráðlausan access punct með router ef þú ert ekki með adsl módem á borðtölvunni.

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af dadik »

Þú hefur 2 möguleika:

1 - Að fá sé auka access punkt og setja hann á neðri hæðina. Þetta er þó háð því að þú getir lagt TP snúru milli þráðlausa routersins og access punktsins. Reyndar er hægt að linka suma punkta saman gegnum þráðlausa netið. Tomshardware var með grein um þetta um daginn - mig minnir að það hafi verið DLink sem bauð upp á þetta.

2 - Fá sér router sem getur tengst utanáliggjandi loftneti. Loftnetið í þessum Speedtouch 570 er innbyggt og ekki hægt að tengja hann við utanáliggjandi - að ég held. Linksys er með útfvær loftnet sem ætti að gera þetta auðveldara. Tölvulistinn er með ágætis úrval af loftnetum - frá 5db til 12db sem ættu að duga til að halda góðu signali um allt húsið.

- dk
Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

ég veit ekki með aðra framleiðendur en Linksys er með svo kallaðar brýr sem framlengja signalið. annas hefði ég aldrei keypt mér svona tilboð því ég hef komist að því að eiginlega öll tilboð, með eiginlega allar tölvuvörur innihalda ekki góð merki.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

mælið þið með einhverjum sérstökum loftnetum fyrir lynksis?
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

f

Póstur af ICM »

btw ibs flott teikning :)

En mæli með að þú notir amk mspaint næst það er auvðeldara fyrir þig, save as jpg þá geturðu sent það hér.

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Póstur af Hlynzi »

Ég sá þetta tilboð og hélt að þetta væri loftlína.

En nei, þetta er bara þráðlaus router drusla.

En segið mér eitt. Get ég ekki fengið mér þráðlausan "2 porta" höbb/switch og notað með lappa sem ég fæ mér bráðlega. ÉG vil þá uplinka hann í switchinn sem er fyrir, til að komast á heima-lanið mitt og internetið án þess að þurfa að plögga í (þótt ég eigi eina 23 metra snúru nenni ég ekki að þvælast með hana um allt.
Hlynur

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Þráðlausir access punktar nota ekki port, það er hægt að tengja eins margar tölvur við þá þangað til punkturinn ræður ekki við meira.
Skjámynd

B31N1R
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2003 19:09
Staðsetning: 00:0E:2D:AA:43:01
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Þráðlaust net og drægni þeirra.

Póstur af B31N1R »

Þú nærð tæpa 60 metra með alcatel 570 og voða svipað með linksys (hef sett upp báðar gerðir) úti í sjónlínu. Þegar þú ert að nota þetta innanhúss, þá geta veggir, steyputeinar og annað svoleiðis dregið verulega úr merkinu.
Ég veit bara um 2 gerðir af sendum sem drífa þetta, en þar sem þú ert að leita að adsl samhæfðu þá er bara ein græja sem kemur til greina.
Það er dreytek adsl með bæði switch og wireless. Kostur þess er stórt loftnet sem merkir góður sendistyrkur ásamt því að í því tilfelli sem ég prófaði það dreyf það í gegnum steypta þykka gólfplötu skáhallt frá einum enda steynsteypts einbýlishúss niður í hinn endan á 80% signal strenght. Veit að það er hægt að kaupa þessa græju í kt tölvum og icecom. Linksys og thomson (alcatel) eru báðar með pcmcia eða innbyggð loftnet sem drífa ca. 20 metra í besta lagi innanhúss. Það sem gleymist að athuga oft þegar verið er að selja þennan búnað hérlendis er að byggingastaðlar eru aðrir en í heitari og jarðskjálftavænni löndum :-)
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Lífið er of stutt til að leggja stund á eitthvað leiðinlegt.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Þú virðist vita mjög mikið um þetta svo geturu bennt mér á eitthvað gott loftnet fyrir Linksys þrá´lausann access punkt (b staðall)

JÞA
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Þri 18. Feb 2003 10:45
Staða: Ótengdur

Póstur af JÞA »

Var að kaupa svona þráðlaust thompson alcatel 570. og er með eina spurningu. 10/100 portið á þessum router virkt og er hægt að tengja það við switc. þannig inn að það sé hægt að vera með 2-3 tolvur á netinu í gegnum kapal enn ekki þráðlaust.
Skjámynd

bizz
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 23:19
Staða: Ótengdur

Póstur af bizz »

Það er ekkert mál að tengja þetta við switch. Hef gert það oft.
En það eru nú líka til aðrar tegundir en linksys og alcatel sem eru að virka mun betur.
Allavega betur en 60m í sjónlínu.
Ég hef verið að setja upp D-Link sem dregur u.þ.b 500m í sjónlínu.

Buddy
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 22:11
Staða: Ótengdur

Póstur af Buddy »

Það er ekki það að 570 beinirinn sé eitthvað slappur. Það fer svo mikið eftir því sem er fyrir hvað hann drífur mikið. Mikið járn í sandinum í steypuveggjum getur étið merkið algjörlega á einhverjum 20cm kafla. Í Kanadískum húsum næst hinsvegar merkið á milli húsa.
Skjámynd

Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Póstur af Mal3 »

Ég er einmitt að leita mér að græju "to go wireless" þar sem bæði ég og konan munum verða með þráðlausa skólalappa bráðlega. Betra ef ég þarf ekki að kveikja á borðvélinni frekar en mig langar (hún er í dag með innvært ADSL).

Það eru auðvitað mörg atriði til að skoða í svona en 4 held ég að séu mikilvægust:

1) Öryggi - óviðkomandi séu ekki að misnota mitt net.
2) Verð - blankur skólamaður sem er að kaupa sér laptop :?
3) Drægi - ég er ekki í stórri íbúð, en vildi helst hafa sendinn í stofunni og getað notað lappana í eldhúsinu, en þessi svæði eru aðskilin með (nokkuð löngum) steinvegg.
4) Einfaldleiki - plís, sem minnst vesen við uppsetningu o.s.frv.!

Ég er ekki að sjá mikið af þráðlausum routerum með innbyggðu ADSL á vefsíðum tölvuverslana og sérstaklega ekki á verði sem mér hugnast.

Önnur fartölvan verður með 802.11g en hin b, en hraði er aukaatriði hjá verði og öryggi, enda ADSL tengingin 1 Mb/s.

Einhverjar góðar lausnir á þessu, helst "one-box" lausnir?

Ég sá að t.d. Gumol benti á þennan router í öðru svari. Ég hef heyrt góð meðmæli með Linksys, en líst illa á að hann noti þetta netkort til að verða þráðlaus.

JÞA
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Þri 18. Feb 2003 10:45
Staða: Ótengdur

Póstur af JÞA »

sælir fékk mér þráðlaust hjá símanum. með að uppfæra tenginguna.borgaði fyrir það 3400.+1000 extrá á mánuði í 1ár.

þessi router er með eitt 10/100 út tengi sem ég tengdi við 5porta switch og það virkar allvega að tengja 3 tolvur inn á það þannigin með snúru.(hef ekki prufað fleirri). og svo er hægt að vera með einhvern slatta afþráðlausum tölvum inni á þessu líka.
hef ekki prufað langdrægnina enn held að hun sé góð fyrir mig.

er ánægður með þetta eins og er.
Skjámynd

Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Póstur af Mal3 »

Mánaðargjaldið fyrir tenginguna skiptir mig miklu máli og að halda gamla póstfanginu. Því hélt ég áfram hjá Og Vodafone. Svo finnst mér ágætt að vera ekki bundinn við þónustuaðila og langar því að ná mér í netbúnaðinn upp á eigin spítur.
Svara