Hefur einhver lent í því að þegar maður opnar geisladrifið þá restartar tölvan sér. Mjög skrítið því tölvan er nokkuð stöðug í annan tíma. Er með Asus P4P800 Deluxe.
Tvennt sem mér datt í hug.
1. Minnið, ég er ekki með certified minni eða hvað það kallast, semsagt Asus mælir ekki sérstakleg með þessu minni á heimasíðu sinni en mælir með minni frá sama framleiðanda sem er CL2 en mitt er CL3. Er með þetta stillt í dual 400 stillingu, er með tvo PC3200 256Mbæt kubba serial nr. Samsung M368L3223ETM-CC4 Asus mælir með M368L3223ETM-CCC. Ég klikkaði á að taka þetta í staðin en of seint núna.
2. Powersupplyið er keypt í Tölvuvirkni, dýrasta hjá þeim 5000 kall, 400Wött. Kannski ekki það besta en ég hélt að það yrði nógu gott. Hef heyrt að ef tölvan restartar sér þá geti það verið Power supplyið.
Er þetta rétt greining hjá mér eða er mér að yfirsjást eitthvað.
ég myndi skjóta á supply-ið. annars skaltu prófa líka annað geisladrif í tölvunni og prófa þitt geisladrif í annari tölvu. mér fynnst tilgátan þín um minni harla ólíkleg. minnið og geisladrifið eru of lítið tengd.
prófaðu að setja disk æi drifið og kveikja svo á henni, opans íðan diskinn í My Computer, ef hún restartar sér ekki þá, þá eru líklega einhverjir vírar sem slá saman í geisladrifinu þegar skúffan rennur út.