Ég er með Abit an7 móðurborð og amd xp3000 örgjörva og ég var að formata vélina og updataði biosinn og þá keyrði vélin bara á 1.04 ghz þannig að ég fór í biosinn og stillti multiplayerinn í 10,5 úr 7 eða 7,5 þannig að hún keyrði á 2,1ghz og hún fór eðlilega í windosið og síðan restartaði hún sér og nuna fæ ég bara ekkert á skjáinn ég er búinn að reyna að reseta bios en ekkert virkar.. hvað er til bragðs?
Það var í 200 síðan gæti ég ekki breytt því vegna þess að það kemur ekkert á skjáinn ekkert signal og það er í læi með skjákortið og ég get ekki prófað örgjafan í öðru móðurborði.
gulligu skrifaði:Það var í 200 síðan gæti ég ekki breytt því vegna þess að það kemur ekkert á skjáinn ekkert signal og það er í læi með skjákortið og ég get ekki prófað örgjafan í öðru móðurborði.
Þýðing:
FSB var í 200, nú get ég ekki breytt því því ég fæ enga mynd á skjáinn. Skjákortið er í lagi og ég hef ekki aðgang að öðrum örgjörva.
athugaðu hvort að pci tíðnin sé að rísa með FSB tíðninni. líklega þarftu að finna einhvern PCI divider eða læsa PCI til að þetta gangi hjá þér. Passaðu líka að fara ekki uppfyrir specca á minninu.