ADSL og útlenskt p2p

Svara

Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

ADSL og útlenskt p2p

Póstur af Cascade »

Sælir, afsakið ef þetta hefur komið einhversstaðar fram áður, en ég vil fá þetta á hreint áður en ég skipti um þjónustuaðila.

En málið er að þangað til í seinasta mánuði var ég að fá 500-800kb/s gegnum útlenskt p2p (fullt af open source forritum maður!) og auðvitað var maður þvílíkt ánægður. Svo allt í einu í oktober datt þetta niður í sirka 40kb/s! Eins og ykkur er kunnugt um fór Hive að cappa útlenskt p2p download.
Þetta þykir mér með öllu óásættanlegt og vil því skipta um þjónustuaðila.


Svo ég spyr, er einhver þjónustuaðili með 10-12Mbits/s ADSL tengingu sem cappar EKKI útlenskt p2p download, einhver sem veit það af eigin reynslu?



Með fyrirfram þökkum
Arnar

corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Póstur af corflame »

Allar netveiturnar takmarka bandvídd í p2p forritum, en flestar gera það skynsamlega, þ.e.a.s. forgangsraða. Þannig að t.d. símsamband yfir internet (VOIP, ein útfærsla er Skype) fær hærri forgang og þar af leiðandi betri svartíma.

P2P umferð fær alltaf afganginn af bandvíddinni sem er til skiptanna hverju sinni eftir að öll önnur umferð hefur fengið sitt.

Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Póstur af Cascade »

Væri þá ekki gott að fara bara til símans?

Þá gæti ég alveg fengið 500+ kB/s stundum, allavega aldrei 40kb/s eins ognuna hja hive

corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Póstur af corflame »

Vodafone eða Símans held ég. Hef ekki haft reynslu af öðrum netveitum síðan á dögum modemsins :)
Skjámynd

OrkO
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af OrkO »

Ég er hjá símanum og þeir eru pottþétt farnir að cappa, og alveg brútal capp. Var iðulega að ná 800k/sec á torrentum, svo bara einn góðan veðurdag fer ég ekki yfir 40-60k/sec SAMTALS fyrir marga torrenta.

Einn starfsmaður innan símans sagði mér að hann gæti ekki lengur neitað því að þeir væru að cappa og að "stórnotendur" væru cappaðir, en það er sennilega auðvelt að verða "stórnotandi".

Mér finnst þetta furðulegt í ljósi þess að þeir eru ekki einusinni að ná upp í 40% notkun af útlandatengingum sínum skv. þessu http://traffic.simnet.is/public/utlond/ ... mtals.html (virkar bara fyrir símnet viðskiptavini).

:x
Skjámynd

OrkO
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af OrkO »

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Staða: Ótengdur

Póstur af daremo »

Starfsmaður Hive sagði mér að lélegur hraði á bittorrent þessa dagana væri vegna þess að allir nýjustu sjónvarpsþættirnir voru að byrja í USA.

Alltaf jafn gaman að heyra þessar lygar sem spretta upp úr starfsmönnum þjónustuvers Hive..
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

daremo skrifaði:Starfsmaður Hive sagði mér að lélegur hraði á bittorrent þessa dagana væri vegna þess að allir nýjustu sjónvarpsþættirnir voru að byrja í USA.

Alltaf jafn gaman að heyra þessar lygar sem spretta upp úr starfsmönnum þjónustuvers Hive..


Það ætti þá nú að auka hraðan frekar.. fullt af fólki sem situr fyrir þessum þáttum um leið og þeir koma online!

Sprettur
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 01. Nóv 2006 20:25
Staða: Ótengdur

Póstur af Sprettur »

Cascade skrifaði:Væri þá ekki gott að fara bara til símans?

Þá gæti ég alveg fengið 500+ kB/s stundum, allavega aldrei 40kb/s eins ognuna hja hive


Ó jú.... færð sko bara alveg jafn mikið 40kB á símanum... var að skipta, og lagaðist ekkert :(

Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Póstur af Cascade »

Sprettur skrifaði:
Cascade skrifaði:Væri þá ekki gott að fara bara til símans?

Þá gæti ég alveg fengið 500+ kB/s stundum, allavega aldrei 40kb/s eins ognuna hja hive


Ó jú.... færð sko bara alveg jafn mikið 40kB á símanum... var að skipta, og lagaðist ekkert :(


Úff, hvert getur maður þá farið?
Hvernig er þetta hjá ykkur vodafone?

Ég er að verða frekar þreyttur á þessu og ætla bráðum að skipta
Svara