Hive = Slow


Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Rusty »

Þarna stendur EF maður fer yfir 60gb. Fólk fær ekki neina viðvörun, og þetta var sett í skilmálana fyrir mjög stuttu án þess að viðvara fólk.

Plús það, þá er þetta mjööög svipað því að segja "Þú mátt ekki keyra bílinn þinn of mikið, því það truflar annað fólk sem keyrir minna en þú, því þá hömlum við kraftinn á vélinni þinni."

Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Stebet »

Rusty skrifaði:Þarna stendur EF maður fer yfir 60gb. Fólk fær ekki neina viðvörun, og þetta var sett í skilmálana fyrir mjög stuttu án þess að viðvara fólk.

Plús það, þá er þetta mjööög svipað því að segja "Þú mátt ekki keyra bílinn þinn of mikið, því það truflar annað fólk sem keyrir minna en þú, því þá hömlum við kraftinn á vélinni þinni."


Það er minnst á þetta 60gb viðmið í einum lið. Lestu hina liðina.

Þar að auki er augljóst að ef engin takmörkun yrði á neinum protocol fengin ENGINN hraðann sem hann borgar fyrir því það er ekki séns að netveitan gæti annað álaginu. Sem er jú grunnástæðan fyrir þessum skilmálum.

Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Rusty »

Stebet skrifaði:Það er minnst á þetta 60gb viðmið í einum lið. Lestu hina liðina.

Þar að auki er augljóst að ef engin takmörkun yrði á neinum protocol fengin ENGINN hraðann sem hann borgar fyrir því það er ekki séns að netveitan gæti annað álaginu. Sem er jú grunnástæðan fyrir þessum skilmálum.

MJÖG asnalegt hjá Hive að gera þetta, og hafa misst marga viðskiptavini við þetta. Áður en þessi grein var, þá höfðu þeir lofað að kaupa rás á FARice ef álagið yrði of mikið. En nei, þegar álagið varð of mikið takmörkuðu þeir bara hraðann.

Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Stebet »

Rás á FarIce fæst ekki á einum degi. Auk þess hafa Hive verið iðnir við að stækka önnur kerfi en nettenginguna (heimasíminn sem þeir komu með um daginn t.d.). Efast um að þeir hafi það marga tæknimenn og starfsmenn að þeir geti gert þetta allt í einu þannig að einhversstaðar þarf forgangurinn að liggja. Einnig er rás á FarIce alveg örugglega ekki ókeypis.

Mig grunar líka að þeir hefðu misst töluvert fleiri viðskiptavini ef þeir hefðu ekki takmarkað torrent hraða. Leikjaspilarar og fólk sem notaði tengingarnar vegna vinnu gegnum VPN og Remote Desktop var allt annað en sátt þegar tengingarnar fóru að fyllast. Það hefði því að mínu mati verið heimskulegt hjá þeim að gera þetta ekki.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

Það sem hive er að gera, þeir selja þér bíl og byggja götu fyrir þig sem er ein akrein í hvora átt. Þegar þeir selja þér bílinn segja þér "við tryggjum að þú getir alltaf keyrt bílinn í botni, með því að bæta við annarri akrein ef umferðin verður of mikil" en þegar það kemur að þeim punkti að þú ert farinn að keya á 10kmh eftir götunni, þá senda þeir þér bréf "þar sem að þú keyrir svo mikið höfum við ákveðið að þú mátt ekki keyra meira en 60 kílómetra á mánuði, annars lækkum við snúninginn á vélinni þinni niður í 1500rpm."

Stebet skrifaði:Auk þess hafa Hive verið iðnir við að stækka önnur kerfi en nettenginguna

"Við höfum ákveðið að leggja 2 nýjar götur sem krossa hina götuna, þannig að núna eru komin 2 gatnamót sem þú þarft að stoppa á"

Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því, en heimasíminn sem þeir komu með fer yfir sama link til útlanda og internet sambandið þeirra, þannig að með því að bæta við heimasíma þjónustu, þá eru þeir að hægja enþá meira á internet tenginunni til útlanda.

Rás á FarIce fæst ekki á einum degi.


Nei, en hún fæst á örfáum dögum. Allavega tekur ekki eitt og hálft ár, eins og það er búið að taka Hive núna.
"Give what you can, take what you need."

CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

Póstur af CraZy »

setjið bara encode torrent files ON í forritunum (azuerus eða µtorrent) og málið er dautt?

Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Stebet »

Viltu semsagt frekar að Hive taki af allt cap, þú sitjir uppi með sama ömurlega hraðann afþví nú er enginn cappaður lengur og nettengingin fyllist OG þú getur heldur ekki spilað neina netleiki afþví allt laggar til helvítis, VPN og Remote Desktop nánast óvirkt af laggi og bandvíddarleysi og vídjó lendi stöðugt í buffering vandamálum?

Því þannig var ástandið áður en eitthvað var gert í málunum.

FarIce tenging leysir heldur ekki vandann þar sem hún er aðeins til Evrópu ef ég man rétt.

Einnig skilst mér að Hive séu ekki eini þjónustuaðilinn sem cappar torrenta. Eru ekki OgVodafone nýbyrjaðir á því líka og JReykdal getur kannski sagt okkur hvað síminn er að gera?

Þetta er allt spurning um að geta þjónað sem stærstum hluta viðskiptavinanna á sem bestann máta án þess að setja fyrirtækið á hausinn. Sumt fólk virðist hins vegar ekki geta skilið það og grætur þegar það getur ekki lengur náð í 4GB DVD-R rip á innan við tveimur tímum.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

Stebet skrifaði:Mig grunar líka að þeir hefðu misst töluvert fleiri viðskiptavini ef þeir hefðu ekki takmarkað torrent hraða. Leikjaspilarar og fólk sem notaði tengingarnar vegna vinnu gegnum VPN og Remote Desktop var allt annað en sátt þegar tengingarnar fóru að fyllast. Það hefði því að mínu mati verið heimskulegt hjá þeim að gera þetta ekki.


ég hugsa nú að ca 70 % af notendum hjá hive séu einmitt þeir sem að eru að dla... þeir sem að voru mjög hrifnir (nota bena þá var ég það líka) af fríu erlendu dli

ég hugsa að þeir sem að nota tenginuna sína við leikjaspilun og remote vinnu hafi ekki verið að fara yfir til Hive á annað borð
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Stebet »

urban- skrifaði:ég hugsa nú að ca 70 % af notendum hjá hive séu einmitt þeir sem að eru að dla... þeir sem að voru mjög hrifnir (nota bena þá var ég það líka) af fríu erlendu dli

ég hugsa að þeir sem að nota tenginuna sína við leikjaspilun og remote vinnu hafi ekki verið að fara yfir til Hive á annað borð


Þessir aðilar (leikjaspilarar aðallega og vinnufólk á milli) voru nú töluvert háværari á Hive spjallinu heldur en downloadararnir. Þetta voru yfirleitt sömu 3 - 4 aðilarnir á spjallinu sem kvörtuðu yfir því þegar torrentið cappaðist.

cue
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Staða: Ótengdur

Póstur af cue »

Ég er hjá Hive þessa stundina. Var hjá Vodafóne og fór náttulega akkúrat yfir til Símans þegar utanlands gáttin hjá þeim fylltist hér um árið. (Merkilegt að allir þessir kerfisfræðingar hjá símanum hafi ekki séð þetta fyrir). Ég varð svo pirraður útí Síman fyrir að láta þetta gerast að ég skipti yfir til Hive.
Get ekki sagt að ég sé ánægður með hraðan hjá þeim.

Ég er að borga fyrir 6mb línu vegna þess að ég vill fá góðan P2P hraða utanlands. Engin önnur ástæða.
Ég fer næst yfir til þeirrar þjónustu sem ég fæ mestan hraða hjá utanlands. Það er EKKI Hive þessa stundina allavega.
Þetta er ekki spurning um að notendur séu að fylla gáttina þeirra. Þeir eru að selja 6 mb línur (og meira) sem er bara hægt að nota innanlands að einhverju gagni.

Ef fólk sem er að remóta sig inná tölvur erlendis (hvað ætli séu margir að því?) eru að lenda í vandræðum vegna þess að P2P er að taka of mikið þá verður ISP-inn að stækka hjá sér.

Vectro
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Staða: Ótengdur

Póstur af Vectro »

Protocol encryption. Ef þið kunnið á stillingarnar, þá getiði náð meiri hraða já.

Er sjálfur hjá Hive, fór frá símanum vegna óánægju með það hversu ömurlegt fyrirtæki þeir eru.

Fæ góðan hraða á öllu sem ég geri í dag, hvort sem það er innan eða utanlands, ftp eða torrents. Og ólíkt símanum, þá er tengingin ekki alltaf að hrynja út.

Hive er að gera góða hluti, og það tekur allt sinn tíma, síminn var enn verri en hann er í dag þegar þeir voru að starta adsl hjá sér.
Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Staða: Ótengdur

Póstur af Sultukrukka »

x
Last edited by Sultukrukka on Fim 10. Ágú 2017 12:08, edited 1 time in total.

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af ÓmarSmith »

gumol skrifaði:Ég hef reyndar notað torrent talsvert til að sækja löglegt efni, ég hlít að vera svona sérstakur.


Já þetta hefur hún móðir þín alltaf sagt.

"Hann Guðmundur er mjög undarlegt og sérstakt barn "

:8)
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX
Skjámynd

Climbatiz
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Climbatiz »

hef ekki fengid max hrada minn er frekar langann tima nuna, nae mestalagi 650kb/s (er med 12mbit hja hive). annars er eg nuna ny buinn ad lenda i algjoru bitch veseni med tenginguna hja mer.
td fae eg crap hrada a ollum vefsidum sama hvort thad er innan eda utanlands, einu vefsidurnar sem eg veit um sem virka hratt eru google og microsoft.com. crap hradinn er like thegar hive byrjadi og mar thrufti alltaf ad refresha allar sidur svona 20x thangad til allt contentid loadadist. svo gegnum bittorent fae eg um 0-2kb/s (hradinn fer aldrei yfir 2kb/s og er oftast undir 1kb/s) af ollum nema *.is.

http://i7.photobucket.com/albums/y293/C ... vecap2.gif

er ekki buinn ad vera breyta neinum stillingum a tolvunni og thetta er lika svona a 2 odrum tolvum herna, so thetta er oruggt ekki neitt eitthvad hja mer
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

cue
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Staða: Ótengdur

Póstur af cue »

Þú ath samt að það eru 96kb í heildar DL.
Torrent er með hálfgert verðlauna kerfi. Þeir sem UL mikið á aðra fá mikin DL hraða.
Þessa stundina ert þú búinn að DL 1.7GB og UL 136 MB.

Þar að auki ertu ekki að nota DHT sem er snilld.
Skjámynd

Climbatiz
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Climbatiz »

thetta var svona hratt thvi thad voru nokkrir *is ad seeda lika. er ad dla af private tracker thar sem folk cappar ekki upload sitt, eg hefdi getad dlad thessum torrent venjulega a 1mb/s fra thvi eg byrja ad dla thangad til eg er kominn med allt an thess ad nokkrun timann upploada neinu

btw, vinur minn sem er lika med hive sagdi mer ad hann er kominn med sama prob og eg

also, synist ad http er ekki lengur cappad herna nuna og fae betri hrada fra sumum gengum bt, samt enn mjog mikid at way too slow connections

http://i7.photobucket.com/albums/y293/C ... vecap3.gif
Last edited by Climbatiz on Fim 28. Sep 2006 13:06, edited 1 time in total.
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Heliowin »

Ég er hjá Hive (12Mb) og helsta vandamálið sem ég hef eru erlendir serverar sem haga sér eins og bitch.

Annars er innanlands niðurhalið 1.2 MB/s sem er óvenjulega gott og stöku erlent niðurhal sem er í kringum 500-700KB/s. Hitt er algjört bitch!

Update: hlóð niður skjákortsdriver á kringum 1700KB/s hraða (vá) og fór síðan og hlóð niður BF2 patch á 80KB/s hraða. Þetta er líklega eitthvað sem EA þarf að laga.
Last edited by Heliowin on Sun 01. Okt 2006 12:51, edited 3 times in total.
Skjámynd

Climbatiz
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Climbatiz »

humm... this is new... man ekki eftir ad hafa sed 8.1-3 thegar eg skrifadi undir hja hive, eda ad eg fengid memo um ad their breyttu einhverju

8. Viðskiptavini er ekki heimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina. Einnig er viðskiptavini óheimilt að setja upp hugbúnað eða starfrækja tölvuþjónustu sem getur skert þjónustu annarra viðskiptavina. Ef í ljós kemur að notkun felur í sér misnotkun á búnaði eða þjónustu IPF hefur félagið fulla heimild til að synja viðskiptavini um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar. Eftirfarandi atriði falla undir það að geta haft áhrif á eða skert þjónustu til annarra viðskiptavina:

8.1 – Óhóflegt niðurhal á erlendu gagnamagni. Ef erlent gagnamagn fer yfir sem svarar 60 GB á 30 dögum að jafnaði, áskilur IPF sér rétt til að gera viðeigandi ráðstafanir svo slík notkun skerði ekki gæði þjónustu til annarra viðskiptavina.

8.2 - Notkun forrita eða annars búnaðar sem felur í sér sjálfvirkt niðurhal og leiðir til óhóflegs erlends gagnamagns sbr. gr. 8.1.

8.3 – Hvers kyns notkun er felur í sér óeðlilegt álag á sameiginlegum kerfum er ætluð eru til þjónustu allra viðskiptavina IPF

annars tho their seu med svona tha hafa their ekki sagt mer ad their seu ad cappa mig og eg er heldur ekki buinn ad dla 60gb a einum manudi i frekar langann tima, og ef their vaeru ad cappa mig sem samkvaemt thessu their mega tilhvers myndu their segja nei vid mig? perhaps to keep me guessing till they uncap me, never knowing what was wrong ...hehe
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Póstur af Cascade »

Er síminn líka að þessu?

Ef hive ætlar bara að vera með þetta, þá vil ég auðvitað skipta um, þeas ef síminn er ekki að þessu
Svara