Get ekki spilað tölvuleiki

Svara

Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Staða: Ótengdur

Get ekki spilað tölvuleiki

Póstur af hundur »

Halló ég er með hérna eitt vandamál. Eins og segir í fyrirsögninni þá get ég ekki spilað tölvuleiki á minni ástkæru tölvu. Fyrst installaði ég C&C Generals sem er þriggja ára gamall leikur og ætti því auðveldlega að geta spilast í tölvunni minni sem er keypt í fyrra. Ég reyndi að re-installa leiknum margoft, downloadaði driverum og ég veit ekki hvað og hvað en samt breyttist ekkert. Ég kemst inn í leikinn og heyri í valmyndinni en sé ekkert á skjánum, það kemur semsagt bara hljóð og svartur skjár. En síðan ef maður bíður í nokkrar mínútur þá kemur byrjunarmyndbandið upp og það sem ætti að heita Main menu en málið er að það kemur ekki upp heldur bara bakgrunnurinn. Get semsagt ekki valið að breyta stillingunum í leiknum, valið Play og það en kemst samt inn í leikinn(þótt þetta hökti vissulega mjög mikið)

Þetta nákvæmlega sama gerðist þegar ég var búinn að installa Sims2, kemur bara upp bakgrunnur og hljóð en ekkert Main menu. Báðir leikirnir eru frá EA games ef það skiptir einhverju máli.

Móðurborðið er Abit KU8, örgjörvinn AMD 3000+(man ekki alveg tegundina) og ég er svo með 1 gb af innra minni.
Skjákortið er eldra, en það er Geforce4 Ti4200, kort sem ég fékk hjá vini mínum og hann hafði notað það mikið fyrir tölvuleiki þangað til í fyrra.
Er með Windows XP service pack 2.

Með von um góð svör...
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

sims 2 þarf DX9 kort. Ti4200 er DX8
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

gnarr skrifaði:sims 2 þarf DX9 kort. Ti4200 er DX8

pjakkurinn minn er með Ti4400 og hann er búinn að spila sims2 síðan hann kom út...

The Flying Dutchman
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Sun 13. Ágú 2006 22:47
Staða: Ótengdur

Póstur af The Flying Dutchman »

Það er alltaf verið að rugla með lýsingarnar, ekki nægilega skýrar. Þegar margir framleiðendur tala um DirectX 9 þá eiga þeir bara við að kortið styðji almennt DirectX 9, ekki endilega Shader Model 2 eða 3. Virkilega kjánalegt en svona er þetta því miður oft.

corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Póstur af corflame »

Minnir að þú þurfir að ná í patch til EA til að uppfæra sims2. Man ekki URL, en þú hlýtur að geta fundið það með Google eða slíku tóli.

Og, já, EA er mesti sorp leikjaútgefandi í heimi, aldrei lent í jafn miklu veseni eins og með leiki frá þeim (Valve koma næstir á eftir...)

Killerade
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 03. Apr 2006 08:50
Staða: Ótengdur

Póstur af Killerade »

Hljómar bara hjá þér eins og þegar ég reyndi að spila Battlefield 2 á Mx 440 :lol:
- Hjalti
Svara