Sælir
Æ ég er svo slappur í þessum linux málum en ég reyni en stundum er maður við það að missa þolinmæðina.
Málið er að ég boota á gentoo live cd og nota síðan GUI installerinn til að installa. Það gengur fínt og er frekar þægilegt. Hinsvegar virðist hann ekki compæla module fyrir netkortið í því processi. Þannig netkortið dansar á live-cd-inum en moduleinn ekki til staðar eftir install. Er einhver leið fyrir mig að mixa hann inn án þess að compæla kernelnum aftur?
Ef þið vitið um einhverjar leiðbeiningar á netinu eða eitthvað væri það alveg ágætlega þegið
Ég held að það sé fljótlegast og einfaldast að compilea kernelinn aftur með stuðning við netkortið, en það er kanski afþví ég kann frekar lítið á gentoo.
Fylgdu leiðbeiningunum við að stilla kjarnan nema merktu við netkortsdriverinn sem M (module) og haltu síðan áfram eins og í installinu. Þá geturu modpróbað driverinn.
-EÐA-
Þú gætir líka fiktað í distrói sem er ekki vesen (nema þú viljir læra þetta).
Err já, http://www.gentoo.org/doc/en/kernel-upgrade.xml notaði þetta til að leiðbeina mér í gegnum uppfærsluna með genkernel. Var sársaukalaust og nú virkar gigabit netkortið. Mjöööög gaman.