Jæja ætla að fá mér ferðatöllu fyrir skólan, en þetta er bara svo svaðalegur frumskógur og ég er kominn marga hringi með hvað ég á að kaupa, vildi bara sjá með hverju menn mæla mv. þær kröfur sem ég geri, en þær eru
innraminni= 1gb+
rafhlaða=3,5+
verð= undir 120 kallinum
mér er slétt sama um leiki, en verð örugglega í töluverðri vinnslu (multitasking aðalega) og mér finnst bara betra ef vélinn er með 14" skjá í stað 15.?
Flestar af þessum vélum sem eru undir 120kall eru bara með 2 - 2,5 tíma rafhlöðuendingu.
En það er spurning með ASUS A8F-H031H hjá Tölvulistanum, hún kostar reyndar aðeins meira en 120 en hún er með 14,1" widesceen skjá og hún er með 1gb minni. Það er margt í boði, bara spurning hvað er mikilvægast.
já, hef reyndar ekki hundsvit á apple tölvum, er ekkert mál að nota þetta?
þær lesa alveg alla "pc" fæla er þaggi? (.doc etc.) og er hægt að nota pc forrit? ...spyr sá sem ekki veit
Væri gaman ef einhver með reynslu af svona búnaði gæti tjáð sig
gnarr skrifaði:Þú getur sett WinXP upp á henni. Þá er þetta ekkert nema mjög vel útlítandi Windows fartölva.
Það er ekki algjörlega trouble free að setja upp win Xp á Mac vegna driver support?
Afhverju segiru það? Þetta er nákvæmlega sama hardware og er í PC tölvum. Þar af leiðandi nákvæmlega sömu driverar.
Menn eru samt að lenda í vandræðum með að finna rétta drivera. Stundum virka ekki allir hlutir í windows eins og t.d. hátalarar, ejection takki fyrir drif, bluetooth ofl. Margir af þessum driverum eru 3rd party.
Apple sjálft hefur gefið út beta Apple Boot Camp sem virðist nokkuð sniðugt til þess að gera vélarnar dual boot, en er samt sem áður beta!!.
Þannig langaði bara benda mönnum á að þetta er ekki eins einfallt og það lítur út fyrir að vera. Sérstaklega fyrir óvanan notanda.
Talos hvað um að byðja apple verslunina um að afhenda þér vélina með uppsettu windows XP fyrst þetta er svo einfalt hjá þeim?