Ég var að spá í að búa til nýjann kassa og mig vantar eiginlega smá ráðleggingar með hann. Mig vantar aðallega ráðleggingar með örgjörva. ég hef heyrt að fólk sé að bíða eftir einhverjum intel conroe örgjörva.
Svo var ég að hugsa um að fá sona zalman viftu á örgjörvan þegar ég veit hvernig örgjörva ég ætla að fá mér og jafnvel viftu á skjákortið líka. ég er með 4 harðadiska fyrir og ég var að spá hvernig ég gæti komið þeim fyrir líka, er ekki hægt að kaupa sona framleningarkapal á harðadiskasnúruna eða eitthvað?
Mig langaði bara að bæta við að kælingin er heilagt flykki, mjög fyrirferðamikil en fer samt afskaplega lítið fyrir henni þegar hún hefur hlammað sér niður og sett í gang. Ég er allavega mjög ánægður miðað við aðra enn nýrri frá Zalman.
Örrinn er freistandi jafnvel fyrir sjálfan Intel mann eins og mig og mun ég sennilega velja samskonar módel bráðum.
gnarr skrifaði:Fáðu þér frekar Seagate eða Samsung harðann disk heldur en þennann WD. Það breytir engu hvort diskruinn er SATA eða SATA2.
Mér finnst þetta reyndar brilliant diskur. Hraður og hljóðlátur. Mæli með svona disk.
Gef nú lítið fyrir þau rök að WD sé verra en Seagate eða Samsung. Persónulega hef ég mjög góða reynslu af WD ... en vildi ég gæti sagt annað um önnur merki
ég á 2 wd og 2 seagate baracuda.. hef átt þá alla í svipað langann tíma. þeir fá nákvæmlega sömu hlutverk og meðhöndlun, s.s defragmenta og þannig alltaf á sama tíma.
wd diskarnir hafa crashað samtals 4 sinnum þann tíma sem ég hef átt þá en seagate hafa aldrei crashað.
kaupi aldrei wd aftur
Hef nú átt 5 WD - Allir góðir. Nema kannski sá fyrsti.. bölvaður hávaðaseggur enda ekki með vökvalegum. Allir aðrir diskar sem ég hef átt hafa bilað
En svo þetta með hraðann... ef við berum saman 320GB WD vs 300GB Samsung.... http://www23.tomshardware.com/storage.h ... 0&chart=33
Sé ekki betur en WD tekur þennan Samsung disk í ósmurt? Virðist litlu skipta hvort diskurinn sé SATA eða ATA...
kemiztry skrifaði:Hef nú átt 5 WD - Allir góðir. Nema kannski sá fyrsti.. bölvaður hávaðaseggur enda ekki með vökvalegum. Allir aðrir diskar sem ég hef átt hafa bilað
En svo þetta með hraðann... ef við berum saman 320GB WD vs 300GB Samsung.... http://www23.tomshardware.com/storage.h ... 0&chart=33
Sé ekki betur en WD tekur þennan Samsung disk í ósmurt? Virðist litlu skipta hvort diskurinn sé SATA eða ATA...
Fáðu þér 150.GB Raptor og málið er dautt.það gerði ég og sé ekki eftir því.
Mjög hraður og stöðugur diskur sem á eftir að endast mér lengi.
Alveg peninganna virði,Á eftir að nota hann sem disk-1 í næstu uppfærslu.
ég myndi helst vilja halda mig undir 150 þ. kallinum. Ég held að 2 gb vinnsluminni sé alveg nóg :/. kassinn, aflgjafinn og skjákortið eru uppseld og það kemur ekki fyrr en í næstu viku. þetta er greinilega frekar vinsælt dót þarna í kýsildal.
Hrafnkellos skrifaði:ég myndi helst vilja halda mig undir 150 þ. kallinum. Ég held að 2 gb vinnsluminni sé alveg nóg :/. kassinn, aflgjafinn og skjákortið eru uppseld og það kemur ekki fyrr en í næstu viku. þetta er greinilega frekar vinsælt dót þarna í kýsildal.
Meinti nú bara að hífa sig upp úr value flokknum, og já 2GB er meir en nóg í bili.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."