Pælingar með budget viftu á AMD 2200+ Sempron

Svara

Höfundur
Takai
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Mán 19. Júl 2004 01:45
Staða: Ótengdur

Pælingar með budget viftu á AMD 2200+ Sempron

Póstur af Takai »

Góðann daginn.

Málin standa þannig að fyrir stuttu stökk ég á ágætis úti-útsölu hjá Tölvulistanum og ákvað að grípa eitt eintak af Sempron 2200+ því a) hann var nett betri en þáverandi örgjörvi sem ég hafði og b) hann kosti mig eingöngu 3000 kr. sem ég var nokkuð sáttur við að borga.

Nú langar mig að reyna að yfirklukka nýliðann og fá smá vel þeginn kraft úr honum en málið er að ég er ekki alveg viss hvað ég á að setja á hann af viftuvalkostum nútímans.

Núverandi ásigkomulag tölvunar er svohljóðandi:

Amd Sempron 2200+
Abit AN7 Nforce2 Socket A
Mushkin 512mb DDR400 minni sem klukkast vel í timings
Geforce 4 MX 440
Antec 'Píanó'svartur kassi

held að þá séu helstu upplýsingar komnar.

Á Sempron örgjörvanum er nú örgjörvavifta af gamla Amd Athlon 1600+ XP örgjörvanum mínum og á henni (viftunni auk heatsink) er eingöngu gamalt hitaleiðandi krem sem er löngu harðnað og sinnir líklega varla sínum tilgangi lengur en er þó enn til staðar.

Idle hiti á örgjörvanum er 55°C en við mikla áreynslu fer hann í 75°C+.

Þá, svo ég ljúki þessum þræði snöggvast, er líklega best að koma sér að efninu. Er nóg fyrir mig að kaupa ódýra viftu sem útleggst sem 'fyrir 3200+ og lakari Amd örgjörva' eða verð ég að fá mér dýrari viftu eins og Zalman til að gera þetta með marktækum mun?

mjamja
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 26. Des 2005 20:38
Staða: Ótengdur

Póstur af mjamja »

ég skal selja þér gömlu viftuna mína sem ég er búinn að nota í svona 30 tíma á 700 kr. http://www.tb.is/?gluggi=vara&vara=2767 hún ætti að vera nóg.

Höfundur
Takai
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Mán 19. Júl 2004 01:45
Staða: Ótengdur

Póstur af Takai »

Hmm það hljómar bara ágætlega. Af hverju notaðiru hana samt bara í ~30 tíma?

mjamja
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 26. Des 2005 20:38
Staða: Ótengdur

Póstur af mjamja »

keypti hana til þess að reyna að minnka hávaðann í tölvunni minn en komst svo að því að örgjöfaviftan var ekki sökudólgurinn...... frekar vandræðalegt. sendu mér frekar EP ef þú hefur áhuga
Svara