Tölvukassi með íhlutum: þarfnast ráðlegginga

Svara

Höfundur
Guðinn í blóði þínu
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 24. Maí 2006 08:17
Staðsetning: Miðgarður
Staða: Ótengdur

Tölvukassi með íhlutum: þarfnast ráðlegginga

Póstur af Guðinn í blóði þínu »

Heilir og sælir!
Nú er það svo að ég hef hyggju á að kaupa mér tölvukassa ásamt nauðsynlegum íthlutum. Hef ég hugsað mér að nota þessa vél fyrst og fremst í leiki en einnig ýmislegt annað eins og myndbandagerð, myndvinnslu og almenna netnotkun auðvitað (MSN, Firefox og allt það drasl).

Málið er að ég átti borðtölvu fyrir tveimur árum og er hún að mestu leyti ónothæf núna en það sem ég get notað áfram úr henni telst hér að neðan.

    Creative 5.1 EAX hljóðkort
    DVD skrifari og það góður
    Ati X800 skjákort

Þannig að mig vantar allan pakkann í viðbót við þetta (fyrir utan skjá, lyklaborð og það drasl).

Ég hef þær kröfur að vélin sé sæmilega hljóðlát, keyri allskonar leiki vel og já það sem skiptir mestu; að hún sé "bang for the buck".
Svo er einn hængur á, hún má helst ekki kosta meira en 50 þúsund (en það ætti að bjargast ágætlega vegna skjákortsins sem ég hef nú þegar)!
Aðalatriðið er góð samvinna minnis, móðurborðs og örgjörva við skjákortið. Þurfið ekki að hafa miklar áhyggjur af hörðum diski og öðru einföldu (en þó ef einhverjum dettur eitthvað sérlega sniðugt í hug er það velkomið auðvitað).

Vona að þið getið bent mér á eitthvað spennandi :)
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Sallarólegur »

Uppfærslur?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
Guðinn í blóði þínu
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 24. Maí 2006 08:17
Staðsetning: Miðgarður
Staða: Ótengdur

Póstur af Guðinn í blóði þínu »

Viktor skrifaði:Uppfærslur?


Augljóslega. Hvar annarstaðar ætti þetta að vera?
Ég er að uppfæra tölvuna mína... ekki kaupa nýja.
Gastu ekki sagt eitthvað nytsamlegra? :)
Vinsamlegast hjálpaðu mér.

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af Taxi »

Ertu með APG eða PCI kort sem þú ætlar að nota. ???

Höfundur
Guðinn í blóði þínu
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 24. Maí 2006 08:17
Staðsetning: Miðgarður
Staða: Ótengdur

Póstur af Guðinn í blóði þínu »

Taxi skrifaði:Ertu með APG eða PCI kort sem þú ætlar að nota. ???


Fyrirgefið! Ég gleymdi að taka það fram, þvílík mistök. Þakka þér fyrir að spyrja. Kortið notast við AGP gagnarauf.

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Talaðu við Guðbjart í Kísildal, hann ætti að geta snarað saman handa þér fínustu vél á 50k og sett hana upp handa þér.

Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Póstur af Yank »

Værir þú til í að segja meira frá þessari eldri vél. 50 þús er ekki mikið að moða úr. Þannig ágætt að gera sér betur grein fyrir hvað stökkið yrði mikið fyrir þig með því að eyða 50 þús.

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Póstur af Taxi »

OK.þá er þetta jafnvel málið,939 sökkull tekur bæði APG og PCI-E skjákort

Móðurborð http://www.kisildalur.is/?p=1&id=5 8.000 kr
Örgjörfii http://www.kisildalur.is/?p=2&id=4 23.000 kr
Kassinn http://www.kisildalur.is/?p=2&id=140 7.500 kr
Minni http://www.kisildalur.is/?p=2&id=19 11.400 kr

Samtals 49.900 kr

Höfundur
Guðinn í blóði þínu
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 24. Maí 2006 08:17
Staðsetning: Miðgarður
Staða: Ótengdur

Póstur af Guðinn í blóði þínu »

Takk fyrir hjálpina piltar. Ég skellti mér á allt saman hjá Kísildalnum og varð eftirfarandi fyrir valinu (nokkuð dýrara en ég sagði að hámarkið væri hér).


Þetta kostaði kr. 64.700 og svo fékk ég mér líka ótrúlega gott lyklaborð. Þetta var sett saman í búðinni fyrir mig þannig að ég þurfti bara að setja Ati X800 AGP skjákortið mitt og DVD-skrifarann í þegar ég kom heim.

Nú vantar mig bara að komast að því hvernig ég geti stillt "BIOS" svo að þetta keyri nú sem allt sem best saman. Og ekki væri verra að geta yfirklukkað, þetta móðurborð og þetta minni hentar nú prýðilega í það skilst mér. Er einhver með ráðleggingar varðandi þetta? :D
Og haldiði að þetta ráði við einhverja leiki? :wink:
Svara