Ég á einn Sonata II held ég að hann heiti, hef reyndar aldrei notað hann þar sem ég keypti hann fyrir tölvu sem ég var að setja saman og selja, en kaupandinn vildi ekki svona flottan glansandi svartan kassa heldur eitthvað fansý silfur neon ógeð
Það er fínt pláss í honum og allt sæmilega aðgengilegt með hljóðlátri 120mm viftu, en þar sem ég hef ekki prófað hann í aksjón get ég ekki sagt um hvort að hann sé hljóðlátur eða ekki. En hann hefur fengið góða dóma á mörgum síðum og maður bara tekur þá á orðinu
Þessi kassi situr núna í geymslunni, voðalega einmanna
