Fyrir nokkru síðan keypti ég utanáliggjandi harðan disk (með 160 gb) og er með 40 gb - eða öllu réttara 37,5 gb - borðtölvu heima og ég skipti harða diskinum upp í partion, þ.e. í 39 gb og svo rest.
Þegar ég tengi utanáliggjandi harða diskinn við tölvuna sé ég þessi 39 gb og ég get tekið öryggisafrit og allt í góðu lagi með það; en hvernig fer ég að því að sjá hinn hlutann og nota hann sem gagnageymslu?
Control Panel - Administrative Tools - Computer Management - Disk Management - Hægrismell á disk (sem stendur ekki Healthy á) - Creata Partition, haka í Quick Format og ýta á Format, Start eða hvað sem stendur
Jth skrifaði:Þegar ég tengi utanáliggjandi harða diskinn við tölvuna sé ég þessi 39 gb og ég get tekið öryggisafrit og allt í góðu lagi með það; en hvernig fer ég að því að sjá hinn hlutann og nota hann sem gagnageymslu?
Svo það komi nú enn skýrar fram að þá er ég búinn að gera partition; auk þess sem að stýrikerfið er á íslensku, en ég get bjargað mér þó ég fái ensk heiti
Þú þarft að búa til nýtt partition á hinum hluta disksins. Þú getur aðeins notað þann hluta disksins sem er formattaður með einhverju skráarkerfi.
Í Disk Management ætti að væra reitur sem stendur á "Unallocated Space" við hliðina á stýrikerfispartitioninu. Formattar hann eins og noizer sagði.