CRT skjár 19 tommu eða stærri.

Svara

Höfundur
Palle
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 22. Jan 2006 22:11
Staða: Ótengdur

CRT skjár 19 tommu eða stærri.

Póstur af Palle »

Er að leita að 19 tommu CRT skjá eða stærri fyrir gamla manninn. Þrátt fyrir að hann sé með gleraugu þá er nauðsynlegt að hafa stóra stafi á skjánum. Notanda upplausnin verður 800 * 600 eða 1024 * 768 eftir því hversu stórann skjá hann fær. Þýðir ekki að nota 19 tommu LCD skjá því lægri upplausnirnar verða svo loðnar og óskýrar.

hilmar_jonsson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 16:03
Staðsetning: 200 Kóp
Staða: Ótengdur

Póstur af hilmar_jonsson »

Þú getur líka tekið 20" LCD skjá (1600*1200) t.d. Viewsonic VP201b og stillt hann á 800*600. Mér finnst það mjöööög skýrt.
i5-2500K - 16GB vinnsluminni og eitthvað skjákort
Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Póstur af Dári »

Þú veist að það er hægt að stækka stafina?

Höfundur
Palle
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 22. Jan 2006 22:11
Staða: Ótengdur

Póstur af Palle »

Svo allir skilji þetta rétt þá er kallinn á elliheimili og er parkinsson veikur. Það er rétt að 20 tommu LCD með 1600 *1200 er skýr í 800 * 600 (helmings minnkun) en er ekki 20 tommu LCD orðinn svolítið dýr í þetta verkefni? Ég taldi að einfaldasta leiðin væri að fá CRT skjá, sem stærstann, því þar eru stafir mjög skýrir í öllum upplausnum.

Er hægt að stækka alla stafi í öllum forritum og stýrikerfi án þess að skipta um upplausn, það bókstaflega má ekkert klikka fyrir gamla manninn?

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Skarpur 19" skjár er besta lausnin myndi ég segja.

Og svo er málið að nota "Clear type" effectinn +i staðin fyrir Standard í Display propertiesd -> Apperance -> Effects.
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
Svara