Hitavandamál með Amd3200+ 64 bita örgjörva

Svara

Höfundur
arnarpb
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 12:46
Staða: Ótengdur

Hitavandamál með Amd3200+ 64 bita örgjörva

Póstur af arnarpb »

Núna þegar ég er ekki að gera neitt nema vera með eldrefinn opinn þá er hitastig örrans 66°C.
Tölvan:
Móðurborð - AMD - Socket 939 - Abit AV8
Örgjörvi - AMD64 S939- CPU AMD Athlon 64Bit 3200+ Retail
Örgjafavifta - CNPS-7000B-Cu 462/478/754/939 Zalman
Svo er ég með eina kassaviftu.
Ég er nýbúinn að hreinsa tölvuna, skipta um kælikrem og var að athuga hvort viftan væri nú ekki föst á svo þessi atriði ættu ekki að vera orsökin.
Önnur hitastig eru SYS 33°C og PWM 31°C.
Ég nota SpeedFan 4.27 til að lesa hitan og BIOS'inn segir það sama.
Ég reyndi að updeita BIOS'inn en FlashMenu forritið vildi ekki ræsa sig eftir að ég setti það inn.
Ég ætla einnig að taka það fram að ég er ekkert að OC.
Það væri allveg frábært ef þið gætuð hjálpað mér að leysa þetta vandamál.
Last edited by arnarpb on Mán 02. Jan 2006 13:30, edited 2 times in total.

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

GARG !!

Lagaðu póstinn.. þetta er alveg ólæsilegt. !!



Annars er spurning hvort að viftan á örranum sé laus eða ónýt, vantar kælikrem á örrann ?

En lagaðu póstinn í guðana.

Höfundur
arnarpb
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 12:46
Staða: Ótengdur

Re: Hitavandamál með Amd3200+ 64 bita örgjörva

Póstur af arnarpb »

arnarpb skrifaði:Ég er nýbúinn að hreinsa tölvuna, skipta um kælikrem og var að athuga hvort viftan væri nú ekki föst á svo þessi atriði ættu ekki að vera orsökin.

Gestir
Staða: Ótengdur

Póstur af Gestir »

Flott hjá þér að laga :)

Hmm.. Gnarr og HHallur .. hvað gæti málið verið ?

Hvernig viftu ertu með ?

Ég er með sama örgjörva og hann fór aldrei yfir 52° en var iðulega í 40-45° hvort sem var idle eða í load.

ég var með Zalmann blómið.

einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Staðsetning: 109 rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af einarsig »

ég myndi skjóta á ..... alltof mikið kælikrem, algeng mistök ef mar er að gera þetta í fyrsta skipti... svo getur verið að viftan sitji ekki nægilega vel á ..

@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1277
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af @Arinn@ »

Það þarf bara ógeðslega lítið bara smá dropa..
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

Ég ætla að skjóta á það að það sé hreinlega ekkert hitavandamál. Bara að mælirinn fyrir örgjörfann sé eitthvað "skakkur" og sýni þessvegna alltof háann hita.

Annars væri það helst að það sé of mikið kælikrem.

ertu eitthvað að lenda í að tölvan endurræsi sig? eru einhver vandamál fyrir utan háa tölu?
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
arnarpb
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 12:46
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarpb »

það er ekki of mikið hitakrem, gerði þau mistök fyrst en ekki núna.
Einnig er viftan föst á eins og ég sagði í upphafspóstinum.
Nei vélin hefur ekkert verið að endurræsa sig, bara þetta helv.... píp þegar hitinn fer yfir 71°C.

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Póstur af Blackened »

ég er með sama örgjörva.. og á "orginal" kælikremi og stock kælingu fer ég aldrei yfir 52° með hann overclockaðan í 2.5ghz

Er með 120mm viftu á botninum sem blæs á northbridge og skjákortið og eina 80mm í hurðinni sem blæs á minnin

mjamja
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 26. Des 2005 20:38
Staða: Ótengdur

Póstur af mjamja »

Ef þú ert með boios sem er eldri en 1.7 þá myndi ég ekkert vera að hafa áhyggjur af þessu, CPU hitinn er vitlaust stilltur á móðurborðinu.....
http://www2.abit.com.tw/page/en/download/download_bios_detail.php?pFILE_TYPE=Bios&pMAIN_TYPE=Motherboard&pTITLE_ON_SCREEN=AV8&pSOCKET_TYPE=Socket%20939

Höfundur
arnarpb
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 12:46
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarpb »

Hvar get ég séð hvaða BIOS ég er með?

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »


Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

halldor skrifaði:Af hverju ekki að nota ísl server?
Það sem ég benti á er official síðan, þar koma nýjustu útgáfurnar fyrst and so on. :)
Svara