Sælir, ég er nýbúinn að kaupa mér 1gb DDR minni og er að fara að kaupa mér nýja tölvu núna fljótlega og hafði hugsað mér að nota minnið sem ég keypti um daginn í þá tölvu en mér hefur verið sagt að það verði mjög mikill munur á því hvort ég noti það minni eða kaupi mér DDR2.
Ég hef ætlað mér að kaupa tölvu með intel örgjörva og Geforce 7800gt, ekkert mikið pælt í rest, mun það ekki virka eins vel og það á að gera ef ég er með DDR minni?
svona til að taka það fram veit ég mjög lítið um tölvur
Það er enginn munur á DDR og DDR2, þar sem að þessi auka bandvídd sem DDR2 hefur er ekkert notuð, ef eitthvað er þá er DDR hraðara þar sem að það er með minni latency (biðtíma) en DDR2 minnin.
En ég myndi mæla með að þú fengir þér AMD örgjörva þá annaðhvort AMD 64 örgjörva eða AMD X2 örgjörva þar sem að AMD er með yfirhöndinna í 64 bita örgjörvum.
Þakka ykkur fyrir
Vantar bara turn án harðadisks og minnis og ætla að reyna að vera í kringum 80.000.
Ein spurning enn, AMD x2 3800, hver er munurinn á Retail og OEM og hvoru munduði mæla með?
faithless skrifaði:Þakka ykkur fyrir
Vantar bara turn án harðadisks og minnis og ætla að reyna að vera í kringum 80.000.
Ein spurning enn, AMD x2 3800, hver er munurinn á Retail og OEM og hvoru munduði mæla með?
Retail er ódýrara ef þú reiknar verðið á nýrri viftu inn í oem pakkann, en ef þú kaupir oem þá gætiru fengið þér góða viftu sem er hljóðlátari en hún kostar aðeins meira, annars er retail viftan alveg fín.
@Arinn@ skrifaði:Ef þú ert að fá þér dualcore þá þarf mjög líklega að flasha BIOS ef þú kannt það ekki myndi ég láta einhvern annann gera það fyrir þig.
Það þarf nú ekkert að vera ef hann fær sér fínt móðurborð. Svo ef hann segist ekki kunna mikið á tölvur þá fer hann nú varla að setja þetta saman sjálfur.
Ég legg til að þú farir í Kísildalinn http://www.kisildalur.is og kaupir þar og látir setja saman fyrir þig.
@Arinn@ skrifaði:Ef þú ert að fá þér dualcore þá þarf mjög líklega að flasha BIOS ef þú kannt það ekki myndi ég láta einhvern annann gera það fyrir þig.
Það þarf nú ekkert að vera ef hann fær sér fínt móðurborð. Svo ef hann segist ekki kunna mikið á tölvur þá fer hann nú varla að setja þetta saman sjálfur.
Ég legg til að þú farir í Kísildalinn http://www.kisildalur.is og kaupir þar og látir setja saman fyrir þig.
alveg gjörsamlega sammála þér kostar ekki mikið og færð góðar upplýsingar.