Lagg kippir

Svara

Höfundur
Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Lagg kippir

Póstur af Rusty »

Gæti einhver mögulega gefið mér ráð.

Þegar ég spila tölvuleiki sem reyna mikið á skjákortið (aðallega BF2, en nýlega frekar mikið Counter-Strike Source) fær þessa heví lagg kippi sem frysta allt saman! Ég er með fínt FPS en svo á tímum á svona 10 sek til mínótu fresti frosna ég gjörsamlega, winamp og allt heila klabbið í svona fimm til 10 sek í hvert skipti, og oft tvisvar strax í röð. Þetta er orðið frekar böggandi, og fjölgar með tímanum, og verða alltaf fleiri því lengur sem ég hef verið inni í ákveðnum leik. Hitinn á skjákortinu er í kringum 87° - 89° þegar það gerist, en virðist alltaf reyna að fara upp í 89°.

Bestu kveðjur, og von um aðstoð,
Rusty

HemmiR
Stjórnandi
Póstar: 417
Skráði sig: Fim 05. Maí 2005 23:05
Staða: Ótengdur

Póstur af HemmiR »

hmm segðu okkur þá hvað er i þessari blessaðir tölvu þinni?
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Hvað ertu með mikið minni í tölvunni þinni? Getur verið að stýrikerfið sé að svappa minni niður á harðadiskinn. Gerist þetta líka þegar þú ert bara með leikinn í gangi en ekkert annað?

Hugsanlega getur líka verið að tölvan hafi ekkert svapppláss, er harðidiskurinn nokkuð fullur og hvað ertu með mikið í Virtual Memory.

galileo
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Fös 21. Jan 2005 19:51
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Póstur af galileo »

mætti ég spyrja hvað er eiginlega að í tölvunni skil nefnilega ekki neitt í þessum póst.
Mac Book Pro 17"

CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

Póstur af CraZy »

galileo skrifaði:mætti ég spyrja hvað er eiginlega að í tölvunni skil nefnilega ekki neitt í þessum póst.

afhverju þarftu að spurja af þessu ef þessi spurning er þegar á borðinu 2 póstum ofar?

corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Póstur af corflame »

Hljómar eins og PIO eða DMA mode vandamál. Leitaðu hér á borðinu, hef séð lausnir á slíku að mig minnir frá Gnarr.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

"Give what you can, take what you need."

Höfundur
Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Rusty »

Stutturdreki skrifaði:Hvað ertu með mikið minni í tölvunni þinni? Getur verið að stýrikerfið sé að svappa minni niður á harðadiskinn. Gerist þetta líka þegar þú ert bara með leikinn í gangi en ekkert annað?

Hugsanlega getur líka verið að tölvan hafi ekkert svapppláss, er harðidiskurinn nokkuð fullur og hvað ertu með mikið í Virtual Memory.
Ég er með 1024MB minni, á C: drifininu er ekkert nema documents and settings, WINDOWS, einhverjir nvidia driverar og 140MB program files mappa. Allt annað er geymt á D: drifinu, og þ.á.m. scrap diskurinn eða hvað sem það heitir aftur. Diskurinn var farin að fyllast þegar ég var að vinna við of mikið í Photoshop.

Einnig, þá hef ég sterka trú að þetta sé hitinn, en þar sem þetta er að versna og versna er ég ekki viss. Kannski bara kælingin að veikjast.
Svara