Opinberi Íslenski Case-Mod Þráðurinn!

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Opinberi Íslenski Case-Mod Þráðurinn!

Póstur af kiddi »

Jæja, eigum við ekki bara að byrja á þessu? Safna saman myndum af kössunum okkar fínu og segja frá þeim? Endilega sendið inn myndir af kössunum ykkar og lýsingu ef það er eitthvað sérstakt við þá! Ath. að þið þurfið að redda ykkur vefsvæði til að hýsa myndir af tölvunum ykkar í bili, og vísa svo í þær með IMG takkanum, þeir sem geta ekki komið myndunum sínum inn á eitthvað vefsvæði geta sent þær á kiddi@vaktin.is og ég skal græja það. Nóg blaður í bili... látum kassadelluna byrja!

Þetta er minn...
Mynd

Ósköp venjulegur blár Dragon kassi sem ég keypti hjá Hugver, þeir voru svo góðir að leyfa mér að kaupa kassann ÁN powersupplys og þarafleiðandi sparaði ég mér fimmþúsundkall og leyfði mér að versla glerhlið í staðinn...

Mynd

Þessa 30cm bláu fluorscent peru (ekki neon!) fékk ég í Íhlutum í Skipholti ásamt spennubreyti á eitthvað um 1800 kr !

Mynd

Svo er næst á dagskrá að kaupa svona glæra viftu í hliðina á kassanum í stað þessarar svörtu og rounded kapla...

Áður en einhver fer að hamstra í mér hvað það er hallærislegt að kaupa þetta tilbúið í stað þess að gera þetta sjálfur, þá vil ég bara nefna að ég HEF moddað kassa sjálfur, fyrir einhverjum 4 árum og í dag er kassinn ekki beint fallegur, málningin að flagna og allt að fara til helv. - Svo ég bæði nennti ekki að modda aftur og langaði bara að hafa þetta smekklegt + langlíft :lol:

PS. Þetta er Pentium4 2.4ghz á MSI 648 Max-F móbói, 1GB DDR-333, 2x 80GB HDD, 1x 180GB, Ti4200, Hauppauge TV-kort, DVD&CDRW

Hér er mynd af gamla kassanum mínum frá því fyrir 4 árum síðan:
Mynd

PSS. Það kemur bráðum svona file-attachment fítus í spjallið svo þið getið sent myndir beint inn á spjallið í stað þess að græja vefsvæði undir myndirnar, vinsamlegast sýnið þolinmæði þangað til. :D

Smá viðbót, keypti glæra neonviftu frá Tölvulistanum (2900 kr) frá Coolermaster, hún er svooooooldið hávær... er að vega og meta hvort ég eigi að hafa hana eða ekki.

Mynd

Viðbót:
Ég keypti U/V ljós, 2x U/V IDE rounded kapla og U/V kassaviftu frá honum mind okkar af spjallinu, og skipti því út fyrir það sem ég var með fyrir, og er mun ánægðari:
Mynd
Mynd[/i]
Last edited by kiddi on Lau 26. Apr 2003 17:30, edited 5 times in total.
Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Atlinn »

hehe flottir.. er sjálfur að modda einn kassa eins og er sendi myndir af honum um leið og ég er búinn...
hah, Davíð í herinn og herinn burt
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Hver er munurinn á fluorscent/neon?
Persónulega finnst mér ekkert æðislegt að setja glugga á kassa.......
Kiddi, kemur ljósið einhversstaðar annarsstaðar út heldur en útum gluggann?
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Veit nú ekki alveg hver munurinn er, ef það er þá einhver munur..hehe.. t.d. perurnar sem fást í Tölvulistanum eru mun þykkari en jafnmikil birta sem kemur af þeim. Ljósið læðist út um grillið framan á kassanum líka =)
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

Jah hérna er minn hann er ekkert rosa moddaður bara smá spreyjaður ég bara hef ekki gefið mér tíma í að modda hann meira :roll: Ég er með Amd 1800xp, Shuttle AK35, 256mb ddr 333mhz, 40gb og 80gb HDD, GF4TI4600, SBlive, DvD & CDRW

allavega hérna koma nokkrar myndir.

<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=Castrate&myndnafn=tolva1.jpg">

<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=Castrate&myndnafn=tolva2.jpg">

<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=Castrate&myndnafn=tolva3.jpg">
kv,
Castrate
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Kiddi, hvursu mikið?
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Þónokkuð =)
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

var eitthvað vesen við að setja þetta í?
hvað tekur þetta mörg vött?
fylgdi rofi með?
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Ég man ekki hvað þetta tekur... en það er eitthvað stjarnfræðilega lítið :) Ekkert mál að græja þetta.. ég að vísu festi þetta bara með kennaratyggjói..hehe.. afþví að þetta liggur á botninum þá leyfði ég mér þetta, annars myndi maður vanda sig aðeins betur ;)

Og nei., enginn rofi fylgdi með... ég er að hugsa um, einhverntíman í framtíðinni að græja svona stjórnborð þar sem ég get bæði stýrt ljósunum og hraðanum á viftunum... það ætti ekki að vera svo flókið :)
Skjámynd

-Duce-
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 21:48
Staðsetning: -101-
Staða: Ótengdur

Póstur af -Duce- »

þetta er verkefnið mitt | Project n3rd

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Þakkir fara til Kidda stjórnanda sem hýsir myndirnar.

Ég á svo mikið fleirri myndir , því það er slatti af smáatriðum sem ég lagði mikla vinnu í sem sjást ekki.

Ef fólk vill meiri info um sérstök atriði er hægt að svara hérna eða msg á irc Duce| og ég svara öllu eins og ég get...

Einnig vill ég taka fram að eiginlega mesta vinnan var falin í því að fá fullkomið airlfow i kassan og held ég að það hafi heppnast helvíti vel . .
keyri 1000 amd @ 1120 i c.a. 30 c.. og 36 í load... og ef ég hef opna glugga og útidyrahurð get ég kælt þetta junit ótrulega...
uE ][ Duce
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Gvuðminngóður.. ég vona bara að AT/ATX standardinn fari ekki að breytast eitthvað á næstunni :lol:
Skjámynd

-Duce-
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 21:48
Staðsetning: -101-
Staða: Ótengdur

Póstur af -Duce- »

hehe maður væri nú ekki lengi að fixa og prixa það :wink:
uE ][ Duce
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

hvar fékstu þessi dekk?
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

nettur :)
kv,
Castrate
Skjámynd

-Duce-
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 21:48
Staðsetning: -101-
Staða: Ótengdur

Póstur af -Duce- »

Dekkin eru keypt í verkfæralagernum á heilar 400 kr. og svo boraði ég fyrir þeim og boltaði bara við .. fremri dekkin snúast svo það er hægt að beygja.

Papafart kom með þá uppástungu að setja mótor í þetta og hef ég soldið verið að pæla í að skella mótor og túttum undir gamlan kassa sem ég á og hafa fjarstyringu .. væri gaman að geta keyrt um á skjálfta td. :lol:
uE ][ Duce
Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Atlinn »

hehehe það væri ógeðslega svalt að gera það
hah, Davíð í herinn og herinn burt
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Þarf þá ekki að búa til svona litla kerru til að hengja aftan á (gæti verið svona mini-ATX kassi einhver) sem yrði þá með lítilli rafstöð...? *hóst*
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

hehe snilldar hugmynd :lol:
kv,
Castrate

Spudi
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Mið 11. Des 2002 17:31
Staða: Ótengdur

Minn keassi er svona

Póstur af Spudi »

Hér sjáið þið hvernig ég gerði Dragon kassann minn en flottari. Ef þið viljið sjá hvernig ég gerði þetta endilega kíkið á
http://212.30.223.22/verkefni.htm
Gunnar H. (Spudi)





Mynd
Mynd
Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Atlinn »

hvernig settiru þetta utanum power kaplana?..verður ekki að taka endana af, er það ekki vesen?
hah, Davíð í herinn og herinn burt
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Póstur af mind »

Nei , tekur svona 5 - 10 sec að þræða uppá hvern power kapal.
Þetta eru bara einfaldir cable wrappers , ekkert mál að þræða þetta á þá og eykur loftflæði nokkuð vel.
Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Atlinn »

Eru þeir þá bara jafn þykkir og endarnir, eða?
Hvar fær maður svoleiðis?
hah, Davíð í herinn og herinn burt
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Póstur af mind »

Maður fær þetta bara eins þykkt og leiðslurnar eru já , það eru einhverjar nokkrar stærðir. Veit ekki alveg hvaða , sá sami og gerði glerið á kassana sem ég hef tekið reddaði essu í leiðinni.
Kostaði einhverjar 300kr meterinn af essu. Á eftir að wrappa smá , kostar kannski 1500 kall eða að wrappa Psupply , 2x neon ljós , leds, 4 viftur. Borgaði síðan einhvern 1000 kall fyrir complete external wrap , það sést ekki ein einasta leiðsla úr tölvunni minni , bara eitt stórt wrapper frá aftaná kassanum að fjöltenginu(headset / mús undanskilið að sjálfsögðu)

Síðan er þetta bara teipað á endunum með svörtu teipi.
Það er hægt að fá teip sem heatshrinkar að vísu svo maður fái endana alveg 100%. En ég lagði ekki úti það , ekki sem stendur að minnsta kosti. því ég var ekki viss hvort ég myndi halda þessu eins og þetta er.

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

Þetta eru _bara_ svalir kassar ;)
Last edited by Snorrmund on Fim 01. Apr 2004 13:26, edited 1 time in total.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Póstur af mind »

Sæll Stocker,

Ég myndi mæla gegn því að kaupa þér svona DIY kit , þegar maður er að modda kössum er maður að gera það fyrir sjálfan sig en ekki eftir einhverjum stöðlunum. Auk þess er það ódýrara að borga blikkara fyrir að skera úr kassanum og kaupa sjálfur glerið í þeim lit / þykkt sem maður vill og bolta það við eða nota gúmmikanta(sama og festir rúður í bíla held ég). Kemur örugglega út á sama eða minna heldur en 5000.

[quote="Stocker"]eg er að pæla í að fá mér glugga á kassan minn eg er nebbla ekkert buin ad breyta minni tölvu hvort ætti eg ad gera kaupa mer DIY glugga kit á task.is á 4,990kr eda kaupa mer þunnt plexi gler á 400 og reddda mer rafmagnssnúru til ad setja á kantana semsagt hvort myndud þið geera oog hvernig geridi gluggana a kassana[/quote]
Svara