Vantar hjálp með tölvuna mína - vandamál með mús & lykla
Vantar hjálp með tölvuna mína - vandamál með mús & lykla
Góðan daginn.
Þannig er mál með vexti að ég keypti mér tölvu fyrir tæpum tveimur árum í Tölvulistanum á Akureyri. Ábyrgðin er enn í gildi en er að fara að renna út í byrjun janúar. Með tölvunni fylgdi Logitech þráðlaust lyklaborð og mús sem virkaði mjög vel þangað til fyrir svona mánuði síðan. Þá byrjuðu bæði músin og lyklaborðið að vera með vesen, virkuðu svona í annað hvert skipti þegar ég kveikti á tölvunni og þurfti ég því sífellt að restarta. Það virkaði ekki að skipta um batterí þannig að batteríin eru líklega ekki málið.
Eftir svona viku af þessu nennti ég þessu ekki lengur og fór með allt settiðí Tölvulistann en að sjálfsögðu virkaði allt eins og í sögu í búðinni. Tók ég því dótið heim til mín og reyndi að gera nákvæmlega sama og afgreiðslumaðurinn í búðinni en það virkaði ekki hjá mér. Loksins náði ég að koma þessu í "lag" en þá virkaði músin og lyklaborðið bara í annað hvert skipti hjá mér eins og áður. Fór ég því aftur í búðina og var mér afhent nýtt þráðlaust lyklaborð og mús frá Logitech.
Þá hélt ég að öll mín vandamál væru úr sögunni, ég fór því heim og tengdi þráðlausa sendinn við tölvuna og setti batteríin í lyklaborðið og músina og gerði allt eins og stóð í manualinum en allt kom fyrir ekki. Hvorki músin né lyklaborðið virka hjá mér, núna virkar þetta ekki einu sinni í annað hvert skipti. Ég prófaði að tengja mús og lyklaborð sem eru með snúrur en það virkaði ekki heldur. Núna skil ég því bara ekki neitt í minn haus og veit ekkert hvað ég skal gera næst.
Kannski skiptir það einhverju máli að tölvan er stillt á þann hátt að áður en hún fer inn í Windows (er með XP) þá kemur upp password gluggi hjá mér. Þá sé ég sem sagt músina á miðjum skjánum en hún hreyfist ekki neitt og lyklaborðið ekki heldur.
Er einhver þarna úti sem getur aðstoðað mig í þessu vandamáli mínu?
Með kveðju
Gunnar Þórir
Þannig er mál með vexti að ég keypti mér tölvu fyrir tæpum tveimur árum í Tölvulistanum á Akureyri. Ábyrgðin er enn í gildi en er að fara að renna út í byrjun janúar. Með tölvunni fylgdi Logitech þráðlaust lyklaborð og mús sem virkaði mjög vel þangað til fyrir svona mánuði síðan. Þá byrjuðu bæði músin og lyklaborðið að vera með vesen, virkuðu svona í annað hvert skipti þegar ég kveikti á tölvunni og þurfti ég því sífellt að restarta. Það virkaði ekki að skipta um batterí þannig að batteríin eru líklega ekki málið.
Eftir svona viku af þessu nennti ég þessu ekki lengur og fór með allt settiðí Tölvulistann en að sjálfsögðu virkaði allt eins og í sögu í búðinni. Tók ég því dótið heim til mín og reyndi að gera nákvæmlega sama og afgreiðslumaðurinn í búðinni en það virkaði ekki hjá mér. Loksins náði ég að koma þessu í "lag" en þá virkaði músin og lyklaborðið bara í annað hvert skipti hjá mér eins og áður. Fór ég því aftur í búðina og var mér afhent nýtt þráðlaust lyklaborð og mús frá Logitech.
Þá hélt ég að öll mín vandamál væru úr sögunni, ég fór því heim og tengdi þráðlausa sendinn við tölvuna og setti batteríin í lyklaborðið og músina og gerði allt eins og stóð í manualinum en allt kom fyrir ekki. Hvorki músin né lyklaborðið virka hjá mér, núna virkar þetta ekki einu sinni í annað hvert skipti. Ég prófaði að tengja mús og lyklaborð sem eru með snúrur en það virkaði ekki heldur. Núna skil ég því bara ekki neitt í minn haus og veit ekkert hvað ég skal gera næst.
Kannski skiptir það einhverju máli að tölvan er stillt á þann hátt að áður en hún fer inn í Windows (er með XP) þá kemur upp password gluggi hjá mér. Þá sé ég sem sagt músina á miðjum skjánum en hún hreyfist ekki neitt og lyklaborðið ekki heldur.
Er einhver þarna úti sem getur aðstoðað mig í þessu vandamáli mínu?
Með kveðju
Gunnar Þórir
-
hilmar_jonsson
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 357
- Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 16:03
- Staðsetning: 200 Kóp
- Staða: Ótengdur
-
Andri Fannar
- Tölvutryllir
- Póstar: 687
- Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
...
Ég er með þráðlaust net frá Símanum á tölvuborðinu. En þetta hefur virkað fínt síðustu mánuði en byrjaði síðan að klikka fyrir mánuði síðan. Ætli ég reyni ekki að færa þráðlausa netið og vona að þetta virki þá.
Takk fyrir hjálpina.
Takk fyrir hjálpina.
ekki enn að virka
Sælir enn og aftur.
Ég prófaði að slökkva á routernum og þar með þráðlausa netinu en þráðlausa músin og lyklaborðið virkuðu ekki þrátt fyrir það.
Veit einhver hérna hvað þetta gæti verið ef þetta er ekki þráðlausa netið?
Gæti einhver vírus valdið svona veseni í tölvunni hjá mér?
Með kveðju
Gunnar Þórir
Ég prófaði að slökkva á routernum og þar með þráðlausa netinu en þráðlausa músin og lyklaborðið virkuðu ekki þrátt fyrir það.
Veit einhver hérna hvað þetta gæti verið ef þetta er ekki þráðlausa netið?
Gæti einhver vírus valdið svona veseni í tölvunni hjá mér?
Með kveðju
Gunnar Þórir
-
so
- Ofur-Nörd
- Póstar: 234
- Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
- Staðsetning: Hornafjörður
- Staða: Ótengdur
Þið munið bara að það á ekki að tengja eða aftengja PS2 tengin fyrir lyklaborð og mús með kveikt á tölvunni.
Fyrst verður að slökkva, það er möguleiki á að skammhleypa móðuborðinu ef verið er að fikta í þessum tengjum með kveikt á vélinni.
Það er hins vegar í lagi með USB tengin enda eiga þau að vera hönnuð sem svokölluð "hot plug".
Fyrst verður að slökkva, það er möguleiki á að skammhleypa móðuborðinu ef verið er að fikta í þessum tengjum með kveikt á vélinni.
Það er hins vegar í lagi með USB tengin enda eiga þau að vera hönnuð sem svokölluð "hot plug".
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
...
Þráðlausa dótið mitt er bæði tengt með usb og ps2 tengi. Tvö tengi sem fara á sitthvorn staðinn. Ég sá að einhver nefndi að það þyrfti að slökkva á tölvunni þegar maður ætlaði að taka úr ps2 tenginu. Ég held að það gæti kannski hafa gerst hjá mér því ég vissi ekki af þessu "hot plug" dæmi sem einhver ræddi um hérna fyrir ofan.
Hvað get ég gert ef ps2 tengið skaddaðist e-ð við það að taka lyklaborð/mús úr meðan tölvan var í gangi?
Er e-ð mál að skipta um ps2 tengi og kostar það mikið?
Með kveðju
Gunnar Þórir
Hvað get ég gert ef ps2 tengið skaddaðist e-ð við það að taka lyklaborð/mús úr meðan tölvan var í gangi?
Er e-ð mál að skipta um ps2 tengi og kostar það mikið?
Með kveðju
Gunnar Þórir
-
so
- Ofur-Nörd
- Póstar: 234
- Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
- Staðsetning: Hornafjörður
- Staða: Ótengdur
Re: ...
Nei ég held að það séu ekki miklar líkur á að það sé að hjá þér. Vélin myndi sennilega ekki starta ef þú hefðir steikt móðurborðið.Sorowin skrifaði:Þráðlausa dótið mitt er bæði tengt með usb og ps2 tengi. Tvö tengi sem fara á sitthvorn staðinn. Ég sá að einhver nefndi að það þyrfti að slökkva á tölvunni þegar maður ætlaði að taka úr ps2 tenginu. Ég held að það gæti kannski hafa gerst hjá mér því ég vissi ekki af þessu "hot plug" dæmi sem einhver ræddi um hérna fyrir ofan.
Hvað get ég gert ef ps2 tengið skaddaðist e-ð við það að taka lyklaborð/mús úr meðan tölvan var í gangi?
Er e-ð mál að skipta um ps2 tengi og kostar það mikið?
Málið er að þetta getur gerst ef maður er að fikta í PS2 tengjunum meðan kveikt er á vélinni. PS2 tengin eru arfur frá gamalli tíð, komu fyrst fram 1982 minnir mig í IBM tölvum sem hétu PS2 og draga nafn sitt af þeim. (Allavega áttatíu og eitthvað
Mig minnir að rétta nafnið á þessum tengjum sé minidin 5.
Þau voru ekki hönnuð með það í huga að tengja þau og aftengja með vélarnar í gangi og þess vegna var ég að nefna þetta.
Flest önnur tengi má tengja og aftengja með vélina í gangi en þau sem eru hönnuð sem hot plug ná strax sambandi við tengingu. Tölvan sér kannski ekki önnur tengi nema í POST´inu í ræsingu og þess vegna þarf að enduræsa eins og gnarr bendir á.
Ég veit ekki til þess að menn séu að skipta um þessi tengi enda eru þau "samvaxin" móðurborðunum en þið leiðréttið mig ef það er rangt.
En ég endurtek, ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki vandamálið hjá þér, það liggur annarstaðar.
Prófapu önnur USB tengi eins og Gnarr segir og þá helst á öðrum controller.
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
-
corflame
- Tölvutryllir
- Póstar: 678
- Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
- Staðsetning: Keyboard central
- Staða: Ótengdur
Re: ekki enn að virka
Mér dettur eitt í hug, prófaðu að færa þetta til í íbúðinni, það er möguleiki að það sé eitthvað annað sem sendir radíóbylgjur sem er að hafa áhrif á þetta hjá þér. Ein leið til að prófa það er að færa þetta til í íbúðinni til að útiloka slíkt.Sorowin skrifaði:Sælir enn og aftur.
Ég prófaði að slökkva á routernum og þar með þráðlausa netinu en þráðlausa músin og lyklaborðið virkuðu ekki þrátt fyrir það.
Veit einhver hérna hvað þetta gæti verið ef þetta er ekki þráðlausa netið?
Gæti einhver vírus valdið svona veseni í tölvunni hjá mér?
Með kveðju
Gunnar Þórir
...
Þetta er eitt usb tengi hjá mér og eitt ps2 tengi. Getið skoðað upplýsingar um þetta á síðunni hjá tölvulistanum - Logitech Cordless Desktop LX500.
Ég ætla að prófa að færa netið til í húsinu og vonandi virkar þetta hjá mér.
Ég ætla að prófa að færa netið til í húsinu og vonandi virkar þetta hjá mér.
...
Þetta virkar núna hjá mér. Leiðbeiningarnar með þráðlausa dótinu voru vitlausar. Þar stóð að ég ætti að nota millistykkið fyrir usb-tengið og nota því eiginlega 2 ps2 tengi. En þegar ég prófaði að hafa bara eitt ps2 tengi og sleppa millistykkinu og setja hitt í usb tengið þá náði þetta að virka hjá mér að lokum. Vona að þetta virki næst þegar ég kveiki á tölvunni, þori varla að slökkva á henni ef þetta myndi byrja með leiðindi aftur.
Takk annars fyrir alla hjálpina.
Gleðileg jól
Kveðja
Gunnar Þórir
Takk annars fyrir alla hjálpina.
Gleðileg jól
Kveðja
Gunnar Þórir
