Ef þið vitið ekki hvað Yonah er þá er það ný kynslóð af fartölvuörgjörvum frá Intel.
Þeir munu keyra á alveg upp í 2.16GHz þegar þeim verður sleppt snemma á næsta ári, verða með 2MB L2 Cache sem báðir kjarnarnir deila, og eru með margvíslegar hönnunarumbætur fram yfir núverandi Dothan örgjörvann. Þeir eru byggðir á 65nm framleiðslutækni. Meiri upplýsingar í linknum að neðan.
Ath. að þetta er ekki formleg útgáfa, bæði móðurborðið og örgjörvinn eru "pre-release samples" og munu hugsanlega verða hraðvirkari þegar þeir koma út.
Annars er þetta ekkert sem menn eiga að hlaupa út í búð og kaupa því að Conroe kemur á næsta ári, 65nm desktop útgáfa sem verður eitthvað skyld Yonah. Reyndar á Yonah að sjást eitthvað á desktoppinu en hann er samt aðallega hannaður sem fartölvuörgjörvi, enda eyðir hann mjög svipuðu og Dothan þrátt fyrir að vera með tvo kjarna.
Kæmi mér samt ekkert á óvart að sjá hann í einhverjum "high-end" desktop vélum frá Intel þar sem að hann er miklu öflugri en Pentium 4.
http://www.anandtech.com/cpuchipsets/sh ... spx?i=2627
Jæja, segið mér svo hvað ykkur finnst um framtíðina hjá Intel
