Síða 1 af 2

hverju er maður að fórna með að nota UNIX/LINUX

Sent: Mið 02. Júl 2003 18:29
af odinnn
mig langar að vita hveju maður er að fórna með því að nota þessi stýrikerfi. ég er að fara að kaupa mér tölvu og er að velta fyrir mér hvaða stýrikerfi er best að nota.
það sem ég nota tölvuna í:
leiki
brenna DVD (hún verður með DVD brennara)
netið (mikið inná spjall.vaktin.is)
og svo er ég að hugsa um að overclocka vélina eitthvað

ef ég er ekki að fórna neinu hvaða útgáfu ætti ég að nota?

Sent: Mið 02. Júl 2003 18:59
af gumol
Ef þú ætlar að spila leiki er Windows málið

Sent: Mið 02. Júl 2003 19:00
af Voffinn
Mér sýnist það vera auðveldast fyrir þig að nota bara windows, to be honest.

En, ef þú ert tilbúin í linux, þá er það Redhat/Mandrake til að byrja með... svo þegar þetta er að venjast þá gentoo :D

En ég held að maður sem setur ekki sýna vél saman sjálfur, ætti að fara í win :) no offence, en það er ekkert auðvelt til annað en Windows, hitt er puð og púl :)

Sent: Mið 02. Júl 2003 19:06
af odinnn
sko ég ætla að setja hana sjálfur saman og overclockið er til að fleyngja ykkur í 3dmarks (og líka til þess að ég þurfi ekki að uppfæra íhlutina strax)

síðan vill ég stöðugleikan þar sem ég á það til að keyra tölvuna í 4-5 daga án þess að slökkva á henni.

Sent: Mið 02. Júl 2003 19:48
af elv
Skoðaðu öll forrit sem þú notar og leiki.
Og athugaðu hvort það er sambærilegt til fyrir nix.
Ef svo er þá bara að prófa nix.

Sent: Mið 02. Júl 2003 20:18
af gumol
fullt af forritum sem þú getur runnað með Wine/Winex
en þau preforma ekki jafn vel

Sent: Mið 02. Júl 2003 21:03
af halanegri
odinnn skrifaði:síðan vill ég stöðugleikan þar sem ég á það til að keyra tölvuna í 4-5 daga án þess að slökkva á henni.


Windows(2k/xp) dugir alveg í það(ef það eru engin hardware vandræði.

Sent: Mið 02. Júl 2003 21:12
af odinnn
en hvað eruð þið sem notið -nix kerfi að gera í þeim? leikir? forritun?

Sent: Mið 02. Júl 2003 21:16
af halanegri
Aðallega fikta, er kominn með leið á Windows, búinn að prufa allt í því :D

Síðan spilar marr audda CS öðru hverju.

Sent: Mið 02. Júl 2003 22:39
af Voffinn
Sama ástæða fyrir því að ég er að reyna að koma gentoo upp, prufa eitthvað nýtt :D

Sent: Fim 03. Júl 2003 08:34
af Gothiatek
odinnn skrifaði:en hvað eruð þið sem notið -nix kerfi að gera í þeim? leikir? forritun?

Það eina sem veldur því að ég nota Windows líka eru leikirnir. Allt annað er hægt að nota Linux í....og náttúrulega hægt að fikta óenandlega mikið í því :P

Sent: Fim 03. Júl 2003 08:37
af Gothiatek
odinnn skrifaði:síðan vill ég stöðugleikan þar sem ég á það til að keyra tölvuna í 4-5 daga án þess að slökkva á henni.

Hehe, ég er með eina Unix vél, restartaði henni síðast í Janúar minnir mig...svo er ég með eina Red Hat sem er búinn að vera í gangi í 15 daga nú (þurfti að restarta henni til að komast í Access í Windows :evil: ) og allt keyrir smooth eins og ég hafi startað henni í morgunsárið :wink:

Sent: Fim 03. Júl 2003 17:59
af Voffinn
"hverju er maður að fórna með að nota UNIX/LINUX" ?

engu, bara að græða ;)

Sent: Fim 03. Júl 2003 20:52
af gumol
"hverju er maður að fórna með að nota UNIX/LINUX" ?

öllu, bara að tapa ;)

Sent: Fim 03. Júl 2003 21:02
af Voffinn
mér sýnist ég þurfa að massa aðeins smá karlmennsku í þig gummi, af hverju ertu svona á móti linux ? ef þú ert ekki í leikjum, langar að prufa eitthvað nýtt, og hratt :D þá er linux málið :D

Sent: Fim 03. Júl 2003 21:13
af odinnn
get ég ekki bara verið með bæði win og linux og notað win þegar ég ætla í aðra leiki en dod og cs?

Sent: Fim 03. Júl 2003 21:14
af Voffinn
dualboot bara, það er ekkert mál.

Sent: Fös 04. Júl 2003 08:38
af Gothiatek
Amm, dual bootar...hendir inn Win fyrst og svo Linux á sér partition eða hd (fullt af leiðbeiningum um þetta á netinu)...GRUB er svo boot-loader sem sér svo um þetta fyrir þig ;)

Sent: Fös 04. Júl 2003 12:19
af zooxk
Er grub eitthvað góður ?
Ég hef verið að nota LILO og hann er mjög góður að mínu mati?

Eitthver álit/tips/reynslur af GRUB sem eitthver vill deila hér ?

Sent: Fös 04. Júl 2003 13:47
af Gothiatek
Ég hef svosum alltaf notað grub, finnst hann mjög þægilegur. Eftir því sem ég best veit þá þarfnast grub minna viðhalds, með LILO þarf maður alltaf að reinstalla boot-loadernum í hvert skipti sem þú þýðir kernelinn eða breytir /etc/lilo.conf.....held ég...ætla ekkert að sverja fyrir þetta :shock:

Sent: Fös 04. Júl 2003 15:25
af gumol
það er best að nota boot magic (sem er með partition magic) í Windows, því það er líklegra að þú farir að eiða Linux partitioninu og prófa annað distro.

Sent: Fös 04. Júl 2003 15:36
af Gothiatek
Það er alger óþarfi að eyða Linux partitioninu þó þú prófir annað distró....

Sent: Fös 04. Júl 2003 16:20
af Voffinn
Gothiatek skrifaði:Það er alger óþarfi að eyða Linux partitioninu þó þú prófir annað distró....


annað er bara vessen fyrir græningja.

Sent: Fös 04. Júl 2003 17:39
af halanegri
gumol skrifaði:það er best að nota boot magic (sem er með partition magic) í Windows, því það er líklegra að þú farir að eiða Linux partitioninu og prófa annað distro.


Já, ef þú ert ekki með boot loaderinn á sér partitisioni sem er eina vitið.

Sent: Lau 26. Júl 2003 22:59
af Bitchunter
er hægt að vera með linux of windows á sömu tölvunni??

p.s. hvar downloadar maður linux??(verður að vera innanlands)

ég myndi skipta yfir í linux ef ég kynni eitthvað á það