Síða 1 af 1

usb harður diskur að láta furðulega

Sent: Fös 02. Des 2005 20:55
af Phixious
Sælir
Ég er nýlega búinn að fjárfesta í einum 320GB WD hörðum diski ásamt Icybox usb2 flakkara.
Þegar ég var kominn með hann heim og búinn að færa nokkur GB af gögnum á hann þá byrjuðu sumar skrár að skemmast og ég fékk "Deleayed write error" í system tray. Síðan fór tölvan hreinlega að frjósa og það lagaðist ekki fyrr en ég slökkti á disknum.
Þá ákvað ég að fara með diskinn aftur upp í att en þeir fundu ekkert að honum svo ég prufaði að skipta um usb port, formatta diskinn, installa usb2 drivernum aftur, en allt kom fyrir ekki.
Núna reyndar frís tölvan ekki lengur en hann verður stundum mjög hægur og ég get ekki opnað skrár á honum nema ég restarti honum.
öll hjálp vel þegin. Takk fyrir

Sent: Fös 02. Des 2005 21:23
af Blackened
Þetta hljómar bara mjög eins og diskurinn sé gallaður.. ég mæli með því að þú farir með hann þangað sem þú keyptir hann og fáir nýjan

Sent: Fös 02. Des 2005 21:28
af Phixious
Blackened skrifaði:Þetta hljómar bara mjög eins og diskurinn sé gallaður.. ég mæli með því að þú farir með hann þangað sem þú keyptir hann og fáir nýjan
Ég var búinn að fara með hann í att eins og ég sagði í fyrri póstinum, en gaurinn sagðist ekki hafa fundið neitt.
Þetta er svoldið skrýtið, það virðist sem að það séu aðallega .rar fælar sem corruptast á disknum.

thjaa

Sent: Lau 03. Des 2005 13:38
af GrutuR*
Farðu með hann upp i att aftur það er maður þarna sem heitir Guðmundur hann á att. Og sagðu bara við hann að þu viljir profa að fa annan disk :wink: að þú haldir að hann sé einvhað gallaður :8)

Sent: Lau 03. Des 2005 19:41
af gnarr
Búinn að prófa diskinn á annarri tölvu. Mér þykir líklegast að þetta sé eitthvað mál með USB controllerinn á tölvunni þinni.

Sent: Sun 04. Des 2005 00:19
af Phixious
gnarr skrifaði:Búinn að prófa diskinn á annarri tölvu. Mér þykir líklegast að þetta sé eitthvað mál með USB controllerinn á tölvunni þinni.
Tengdi hann við tölvuna hans pabba og var eiginlega bara verri.
Reyndi að extracta einni "raraðri" bíómynd af honum og það tók alveg rúman klukkutíma og þegar það var komið á síðustu .rar skrána þá fékk ég error um að hún væri gölluð.