Síða 1 af 1
[ÓE] móðurborði + minni + örgjörva og kælingu
Sent: Mið 08. Des 2021 21:35
af Televisionary
Var loksins að fá kassa sem getur nýst sem gagnageymsla.
Vantar móðurborð, örgjörva, minni og kælingu. Því fleiri SATA port á móðurborði því betra. 5. - 8. kynslóð ætti að duga mér af Intel i5 eða sambærilegt í AMD. 16GB af vinnsluminni væri æskilegt að fá onboard GPU væri æskilegt með HDMI tengingu.
Vildi sjá hvað er til áður en ég fer að skoða nýtt.
Re: [ÓE] móðurborði + minni + örgjörva og kælingu
Sent: Mið 08. Des 2021 21:45
af Klemmi
Bara svona því ég endaði á því að fara þá leið sjálfur, þá langaði mig að benda þér á að það er hægt að fá góð og ódýr diskastýrispjöld á eBay.
https://www.ebay.com/itm/133410477710
Pantaði 2x svona fyrir minn server og server vinkonu minnar fyrr á árinu (kostaði þá reyndar $36), svínvirkar og fer auðvitað umtalsvert minna fyrir köplunum. Líka minna vesen ef þú þarft að uppfæra / skipta út móðurborði seinna að vera ekki bundinn við að finna borð með mikið af SATA tengjum.
Re: [ÓE] móðurborði + minni + örgjörva og kælingu
Sent: Mið 08. Des 2021 22:33
af Televisionary
Takk fyrir þetta Klemmi.
Ég á nú einhver SAS spjöld 8 og 12 porta en minnir að Linux hafi ekki verið að skila SMART upplýsingum í gegn.
En gott að vita af þessum kosti.
Klemmi skrifaði:Bara svona því ég endaði á því að fara þá leið sjálfur, þá langaði mig að benda þér á að það er hægt að fá góð og ódýr diskastýrispjöld á eBay.
https://www.ebay.com/itm/133410477710
Pantaði 2x svona fyrir minn server og server vinkonu minnar fyrr á árinu (kostaði þá reyndar $36), svínvirkar og fer auðvitað umtalsvert minna fyrir köplunum. Líka minna vesen ef þú þarft að uppfæra / skipta út móðurborði seinna að vera ekki bundinn við að finna borð með mikið af SATA tengjum.