Síða 1 af 1
Keyra vél eingöngu á vinsluminni
Sent: Þri 08. Nóv 2005 22:23
af appel
Sá hérna á att.is móðurborð sem styður 16GB minni (
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1702).
Hvernig væri að prófa að fylla það með 2GB minniskubbum (á 18.950 per stykki) og reyna keyra vél án hdd?
8 x 2gb kubbar = 151.600
Hægt að fá ofurvél á innan við 200þús

ekki slæmt það. Og fyrir 4 árum síðan var 16gb í hdd plássi svona algengt í skrifstofutölvum.
Vekur reyndar upp spurningar hvenær innra minni verður eiginlega nýtt betur. Það er virkilega ódýr leið til að framleiða öflugri vélar, og gera tölvur aðeins óháðari hörðum diskum sem byggjast á fornaldartækni.
Einfalt mál líka að leysa þetta "ef það kemur rafmagnsleysi". Bara setja innbyggðan upsa inn í vélina, bara eitthvað lithium betterí sem er sífellt í hleðslu og kickar-inn þegar rafmagnsleysi kemur.
Einnig fyrir þá sem slökkva á vélum sínum heima þá get ég ekki séð að það sé eitthvað að því að slökkva á tölvunni, hún er ennþá í sambandi og það væri hægt að líta á það þannig að tölvan sé í "hleðslu", einsog með gemmsana.
Svo væri hægt að nota hörðu diskana til að geyma "image" af því sem er í innra minninu. Þá gætu þessu stærstu 500gb geymt allt upp í 31 "image" af núverandi minni, þannig að ef maður fokkar einhverju upp þá getur maður bara "revertað" yfir í gamla image. Einsog að gera backup. Auk þess eru harðir diskir frábærir í einmitt þetta, skrifa línulega og lesa línulega.
Væri gaman að gera svona tilraun

Who's with me, and who's got the cash$$$ ?
Sent: Þri 08. Nóv 2005 22:43
af Veit Ekki
Já.
Langsótt en væri gaman að vita hvort þetta væri mögulegt.
Sent: Þri 08. Nóv 2005 22:49
af hilmar_jonsson
Er þetta móðurborð ekki bara með 4 slot fyrir minni?
Engu að síður væri gaman að prufa þetta.

Sent: Þri 08. Nóv 2005 23:06
af Veit Ekki
hilmar_jonsson skrifaði:Er þetta móðurborð ekki bara með 4 slot fyrir minni?
Engu að síður væri gaman að prufa þetta.

Jú bara 4. Þannig að það þarf alveg 4GB kubba.
Annars væri hægt að prófa þetta með 8GB.
Sent: Þri 08. Nóv 2005 23:07
af hilmar_jonsson
Ég get sett saman með 3 gb...
Kannski aðeins minna en 16.
Sent: Þri 08. Nóv 2005 23:10
af hilmar_jonsson
Veit Ekki skrifaði:hilmar_jonsson skrifaði:Er þetta móðurborð ekki bara með 4 slot fyrir minni?
Engu að síður væri gaman að prufa þetta.

Jú bara 4. Þannig að það þarf alveg 4GB kubba.
Annars væri hægt að prófa þetta með 8GB.
Hvar fær maður annars 4gb DDR2 kubba?
Sent: Þri 08. Nóv 2005 23:17
af Veit Ekki
hilmar_jonsson skrifaði:Veit Ekki skrifaði:hilmar_jonsson skrifaði:Er þetta móðurborð ekki bara með 4 slot fyrir minni?
Engu að síður væri gaman að prufa þetta.

Jú bara 4. Þannig að það þarf alveg 4GB kubba.
Annars væri hægt að prófa þetta með 8GB.
Hvar fær maður annars 4gb DDR2 kubba?
http://froogle.google.com/froogle?q=4GB ... i=froogler
Fann þá ekki á newegg.com, voru bara með 2x2GB.
Sent: Mið 09. Nóv 2005 08:47
af appel
Er nokkuð viss um að hægt sé að framleiða móðurborð með stuðning fyrir meira minni og stærri kubba, ef markaðurinn krefðist þess.
Þú sérð það að það eru til 4GB kubbar, á meðan markaðurinn þarf í mesta lagi 1GB, 2GB er bara græðgi. Þannig að til eru kubbar sem eru FJÓRFALT stærri en þörfin er.
Í dag eru til 500GB harðir diskar, og fyrir þá kröfuhörðustu þá þurfa þeir 1, 2 eða jafnvel 3 slíka til að geyma allt dótið sitt. Ljóst er að hlutföllin milli þess hvað er í boði á móti hvað markaðurinn vill er alls ekki í jafnvægi milli harðra diska og innra minnis.
Harðir diskar þyrftu í raun að vera um 2 TB í dag svo að kalla mætti það "jafnvægi".
Sent: Mið 09. Nóv 2005 09:06
af Mumminn
þú getur farið niðrí Apple-búðina og keypt þér hdd sem eru 1 - 2TB
kosta að vísu slatta.. en eins og þú sagðir fyrir er þetta fyrir þá kröfuhörðustu

Sent: Mið 09. Nóv 2005 17:30
af DoRi-
enginn hefur nett að gera við 2 gb í vinnsluminni,
ég er farinn að sjá dæmi þar sem cs-arar eru að setja 1.5gb og 2gb af vinnsluminni í tölvunar sínar fyrir fps-ið,,,
en hinsvegar er maður ekkert kúl ef maður er ekki með minni í hverju einasta slotti

Sent: Mið 09. Nóv 2005 17:33
af hilmar_jonsson
2gb (2*1gb) gefur mikið hærri FPS BF2.
Sent: Fim 10. Nóv 2005 00:52
af ICM
Þetta er nákvæmlega það sem ég var að spurja að í öðrum þræði undir minni og minniskort... Eini munurinn er að sá vélbúnaður er til og virkar ólíkt þessum draumórum ykkar, það kallast i-RAM...
Sent: Fim 10. Nóv 2005 08:13
af Stutturdreki
Bíðið bara eftir Windows Vista.. man ekki hvað það kallast en stýrikerfið á að geta notað USB flash minni sem minni. Verður gamann að sjá hvað gerist þegar maður pluggar 4GB USB lykkli í samband.. verður jafnvel komnir 8, 16 og 32GB USB flash minni þegar vista kemur loksins út.
Eini gallinn er að þetta er náttúrulega miklu hægvirkara en venjulegt minni..
DoRi- skrifaði:enginn hefur nett að gera við 2 gb í vinnsluminni
Sagan segir að fyrir löngu hafi einn af yfirmönnum IBM sagt opinberlega að það þyrfti svona sjö tölvur til að anna öllum útreikningum sem mannkynið þyrfti nokkurntíman að sinna.. how wrong can you be.
Td. hef ég fengið virtual pc image frá Microsoft þar sem recommended minni var 2GB.. bara fyrir virtual pc-ið. Er bara með 1GB í vinnuvélinni þannig að það var mjög átakalegt að keyra þetta.
Ég er hérna með vél sem hýsir windows 2003 virtual servera.. hún er með 4GB og er ekkert alltof spræk..
Gæti haldið áfram endalaust.. en
bara aldrei segja aldrei þegar tölvur eru annarsvegar!
Sent: Fim 10. Nóv 2005 08:46
af ICM
Stutturdreki flash minni er MIKLU hægara en venjulegt minni, það hægt að það er algjörlega óásættanlegt sem vinnsluminni
Það sem verið var að tala um með Vista er að það munu koma harðir diskar með flash minni sem buffer... eiga að eyða minna rafmagni og örlítið hraðari.
Sent: Fim 10. Nóv 2005 08:59
af kristjanm
Já Samsung eru að fara að gefa út "Hybrid" harðan disk einhvern tíma á næstunni sem verður með flash minniskubb. Á víst að stórminnka rafmagnseyðsluna á harða disknum svo að þetta á eftir að koma sér vel fyrir fartölvur.
Sent: Fim 10. Nóv 2005 09:39
af ICM
kristjanm ekki gleyma því að Microsoft stal hugmyndinni að hybird diskum frá Apple

Sent: Fim 10. Nóv 2005 11:38
af kristjanm
Ég hafði ekki hugmynd um það. En það er bara gott hjá þeim finnst mér þar sem að ég nota ekki apple vél sjálfur

Sent: Fim 10. Nóv 2005 12:52
af ICM
Haha sorry ég var að grínast í þér kristjan þetta hefur ekkert með Apple að gera.
Sent: Fim 10. Nóv 2005 13:19
af Manager1
DoRi- skrifaði:enginn hefur nett að gera við 2 gb í vinnsluminni,
Reyndu að vinna 100mb mynd í Photoshop með minna en 2gb vinnsluminni
... og já, það eru til digital myndavélar sem taka svo stórar myndir og reyndar töluvert stærri en 100mb.
masi
Sent: Mán 14. Nóv 2005 01:26
af Mazi!
það er rétt
Sent: Mán 14. Nóv 2005 20:06
af DoRi-
eitthvað við þetta lítur út fyrir að vera tilgangslaust..
Sent: Mán 14. Nóv 2005 20:42
af ICM
DoRi- skrifaði:eitthvað við þetta lítur út fyrir að vera tilgangslaust..
Ekki fyrir venjulegt fólk, nei.
En fyrir fólk sem er til í að eyða penging fyrir hraða og algjörlega hljóðlausa vinnslu

Sent: Mán 14. Nóv 2005 22:19
af Veit Ekki
IceCaveman skrifaði:DoRi- skrifaði:eitthvað við þetta lítur út fyrir að vera tilgangslaust..
Ekki fyrir venjulegt fólk, nei.
En fyrir fólk sem er til í að eyða penging fyrir hraða og algjörlega hljóðlausa vinnslu

Já, einhvern tímann þegar ég verð ríkur ætla ég að prófa þetta.

Sent: Sun 04. Des 2005 00:32
af galileo
keyrðu ekki fyrstu tölvurnar aðeins á vinnsluminnum og svo kannski stundum floppy diskum