Hvernig væri að prófa að fylla það með 2GB minniskubbum (á 18.950 per stykki) og reyna keyra vél án hdd?
8 x 2gb kubbar = 151.600
Hægt að fá ofurvél á innan við 200þús

Vekur reyndar upp spurningar hvenær innra minni verður eiginlega nýtt betur. Það er virkilega ódýr leið til að framleiða öflugri vélar, og gera tölvur aðeins óháðari hörðum diskum sem byggjast á fornaldartækni.
Einfalt mál líka að leysa þetta "ef það kemur rafmagnsleysi". Bara setja innbyggðan upsa inn í vélina, bara eitthvað lithium betterí sem er sífellt í hleðslu og kickar-inn þegar rafmagnsleysi kemur.
Einnig fyrir þá sem slökkva á vélum sínum heima þá get ég ekki séð að það sé eitthvað að því að slökkva á tölvunni, hún er ennþá í sambandi og það væri hægt að líta á það þannig að tölvan sé í "hleðslu", einsog með gemmsana.
Svo væri hægt að nota hörðu diskana til að geyma "image" af því sem er í innra minninu. Þá gætu þessu stærstu 500gb geymt allt upp í 31 "image" af núverandi minni, þannig að ef maður fokkar einhverju upp þá getur maður bara "revertað" yfir í gamla image. Einsog að gera backup. Auk þess eru harðir diskir frábærir í einmitt þetta, skrifa línulega og lesa línulega.
Væri gaman að gera svona tilraun
