Síða 1 af 1
Álit á samsetningu (án GPU)
Sent: Fös 13. Ágú 2021 14:05
af jericho
Tími kominn á uppfærslu. Búinn að kaupa CPU og PSU og ég á viftu fyrir bakhlið kassans. Mun versla nokkra íhluti af erlendum síðum (t.d. computeruniverse), þar sem sumir þeirra eru ekki fáanlegir hérlendis. Búinn að setja þetta inn á PcPartPicker og fæ enga compatibility issues (aðra en að mögulega þarf að flasha bios á mobo sem virðist vera auðvelt á þessu móðurborið ef þörf krefur).
Tölvan verður notuð í hefðbundna heimilisnotkun auk leikjaspilunar í 1440p (g.r.f. að kaupa RTX 3070 þegar þau verða fáanleg aftur á guðlegu verði).
Er eitthvað sem mér er að yfirsjást, eða er þetta ekki nokkuð solid?
[edit] sé að ég gleymdi að setja viftustýringu, þar sem mig langar að hafa hana eins og hljóðlausa og hægt er þegar hún er idle.
Fyrirfram þakkir fyrir álit ykkar
Re: Álit á samsetningu (án GPU)
Sent: Fös 13. Ágú 2021 15:14
af Dropi
jericho skrifaði:sé að ég gleymdi að setja viftustýringu, þar sem mig langar að hafa hana eins og hljóðlausa og hægt er þegar hún er idle.
Ég tel 4x PWM viftu tengi (3 + 1 CPU) á þessu móðurborði, afhverju ekki að stilla fancurve í bios frekar en að eyða pening í viftustýringu?
Re: Álit á samsetningu (án GPU)
Sent: Fös 13. Ágú 2021 15:27
af jericho
Dropi skrifaði:
Ég tel 4x PWM viftu tengi (3 + 1 CPU) á þessu móðurborði, afhverju ekki að stilla fancurve í bios frekar en að eyða pening í viftustýringu?
Af því að ég er ekki snjallari en þetta
Takk fyrir gott tips og að taka þér tíma í að fletta upp móðurborðinu.
Re: Álit á samsetningu (án GPU)
Sent: Fös 13. Ágú 2021 15:40
af Dropi
jericho skrifaði:Dropi skrifaði:
Ég tel 4x PWM viftu tengi (3 + 1 CPU) á þessu móðurborði, afhverju ekki að stilla fancurve í bios frekar en að eyða pening í viftustýringu?
Af því að ég er ekki snjallari en þetta
Takk fyrir gott tips og að taka þér tíma í að fletta upp móðurborðinu.
Mín er ánægjan! Þú ert með 600W PSU en Nvidia mælir með ekki minna en 650W fyrir 3070 kortið. Sjálfur sé ég ekkert vandamál því að örgjörvinn dregur kannski 100W í boost (?) og skjákortið hvað 250W?
Ónakvæmar tölur hjá mér, 600W myndi að öllum líkindum vera í fína lagi, en kannski að skoða þetta betur og ganga úr skugga um að engin vandamál með aflgjafa geti komið upp.
Þessi aflgjafi sem þú valdir er viftulaus og ef þú keyrir hann of stíft verður ágætis hitamyndun til staðar. En það góða við hann er að 12V railið sem skjákortið keyrir á er 1x stórt 600W rail, frekar en 2x 300W eða 3x 200W eins og eldri ódýrari aflgjafar voru oft sekir um að gera.
https://seasonic.com/prime-titanium-fan ... KjcnBszQiO
Edit: Eitt til viðbótar sem þarf að hafa í huga með aflgjafa. Þetta "Titanium Efficiency" er mælt við 50% álaga (300W) og það lækkar eftir því sem þú setur minna eða meira álag. Þessvegna er gott að velja aflgjafa þar sem þú stefnir á að nota hann flesta daga í kringum það álag sem hann er mest "efficient".
The PRIME Titanium Series achieves the highest level of 80 PLUS® Titanium certification on the market with its 94 % efficiency at 50 % system load.
Linkur á mynd:
https://seasonic.com/pub/media/wysiwyg/ ... tanium.png