Síða 1 af 2
uppfærsla!!!
Sent: Mán 17. Okt 2005 12:07
af Uo434
Ég er að fara að uppfæra tölvuna svo hún ráði við alla nýjustu leikina t.d. Bf2
san andreas, og var að spá í því hvort þetta væri nokkuð svo vitlaust
NVIDIA GeForce (PCIe)7800 GT 256MB
AMD64 (939)X2 4200+ Retail
veit hinsvegar ekki alveg hvernig móðurborð ég ætti að fá mér en það þyrfti að ráða við þetta 2 einhverjar hugmyndir

Sent: Mán 17. Okt 2005 12:39
af Stutturdreki
Hvað ertu með í dag?
Ef þú ert með innann við tveggjá ára tölvu með pci-e ættirðu að vera nokkuð vel settur með þetta skjákort. Það er ef eina krafan er að geta spilað nýjustu leikina, þá hefurðu þannig séð ekkert við þennann örgjörva að gera.
Sent: Mán 17. Okt 2005 12:45
af Uo434
er með Intel pentium4 2,6 ghz en móðurborðið styður ekki Pciexpress heldur agp
Re: uppfærsla!!!
Sent: Mán 17. Okt 2005 13:01
af Veit Ekki
Uo434 skrifaði:Ég er að fara að uppfæra tölvuna svo hún ráði við alla nýjustu leikina t.d. Bf2
san andreas, og var að spá í því hvort þetta væri nokkuð svo vitlaust
NVIDIA GeForce (PCIe)7800 GT 256MB
AMD64 (939)X2 4200+ Retail
veit hinsvegar ekki alveg hvernig móðurborð ég ætti að fá mér en það þyrfti að ráða við þetta 2 einhverjar hugmyndir

Held að þú græðir voða lítið að fá þér X2 4200+ örgjörvann, finnur örugglega engan svaka mun á honum og X2 3800+ sem er alveg 10 þús. kr. ódýrari.
Sent: Mán 17. Okt 2005 13:05
af gnarr
True! það er mun sniðugra að taka X2 3800+
ég mæli með Lanparty borðunum. verðið á þeim er vel réttlætt bara með öllum aukahlutunum og fítusunum á borðinu. Svo ef þú hefur áhuga á að overclocka, þá er þetta ekki slæmt borð í það.
Sent: Mán 17. Okt 2005 13:12
af Uo434
hverjir eru að selja þessi lanparty borð?
Sent: Mán 17. Okt 2005 13:22
af gnarr
Það er allaveganna pottþétt til á lager hjá computer.is. Ég efast um að task eigi það til, þar sem þeir eru þektir fyrir að auglýsa hluti sem þeir eiga ekki, en prófaðu samt að tala við þá. Svo eru start.is með lægsta verðið, en það stendur heldur ekki hvort það er til hjá þeim. frekar en hjá task.
http://www.computer.is/flokkar/288/220
http://task.is/?webID=1&p=93&sp=119&ssp=265&item=1950
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1076
Sent: Þri 18. Okt 2005 01:22
af corflame
Start átti borð í búðinni á föstudaginn amk.
Verst að ég hafði ekki pening til að kaupa það, helv harðdiskabögg setti
öll uppfærsluplön hjá mér úr skorðum

Sent: Þri 18. Okt 2005 07:44
af kristjanm
Ég hef aldrei lent í því að start eigi ekki vöruna sem mig vantar frá þeim.
En já, þú ættir að taka DFI Lanparty borð og AMD X2 3800+. Ef þú vilt fá góðan hraða ættirðu svo að kaupa þér Zalman 9500 kælinguna og þá ættirðu að geta overclockað þennan örgjörva í 2.6-2.7GHz.
Og svo er þetta skjákort alveg mjöög öflugt, það ræður við alla leikina og mun gera það á næstunni.
Sent: Þri 18. Okt 2005 07:54
af gnarr
Ég myndi nú aldrei lofa einhverjum hvað hann getur overclockað mikið. Það er aldrei að vita nema að hann fái eintak sem komist ekki yfir 2.1GHz.
Sent: Þri 18. Okt 2005 08:53
af kristjanm
Það eru tveir Venice kjarnar á þessum örgjörva. Það er nánast öruggt að hann nái svona hátt, sérstaklega ef hann er með þessa þrusukælingu.
Sent: Þri 18. Okt 2005 15:03
af hahallur
Nei það er alls ekki öruggt að hann komist svona hátt.
Sent: Þri 18. Okt 2005 16:26
af wICE_man
Það er rétt, örgjörvarnir eru flokkaðir niður í verksmiðjunni eftir að hafa verið prófaðir. Jafnvel þó að góð hlutföll séu í framleiðslunni eru samt alltaf nokkur eintök sem einfaldlega komast ekki jafn hratt og önnur. Það eru alltaf líkur á því að lenda á slíku eintaki.
Sent: Þri 18. Okt 2005 17:54
af kristjanm
Ég sagði aldrei að það væri "öruggt". Ég sagði að hann ætti að ná svona hátt.
Það er alkunna staðreynd að meira að segja flestir Venice 3000+ sem eru 1.8GHz nær þessum hraða eða mjög nálægt því.
Og ef hann nær ekki svipuðum hraða, þ.e.a.s. með þessari góðu kælingu og réttu móðurborði og aðferðum, þá er hann mjög óheppinn.[/b]
Sent: Þri 18. Okt 2005 18:51
af Yank
Mæli frekar með þessu móðurborð fyrir þig en Dfi
http://www2.abit.com.tw/page/en/motherb ... cket%20939
kostar 13490 í Hugver.
ódýrara og hljóðlátara eitthvað lakara í OC þó.
Það má segja að X2 2,0 Ghz cpu eins og 3800+ virki í leikjum mjög svipað eins og rúmlega helmingi ódýrari 3200+ single core. Allavega eins og er og í nánustu framtíð þangað til leikjaframleiðendur fara að nýta þann möguleika.
Sent: Mið 19. Okt 2005 08:07
af gnarr
nei. ekki ef hann notar nýju nVidia driverana sem nýta sér dualcore örgjörfa.
DFI borðið er með talsvert betra hljóðkorti, með 4 sata portum meira, með 2 GB lan netkort ,með talsvert betri þétta, styður RAID 5, hægt að save-a bios stillingar, 2 USB portum meira og svo fylgir frontpannel og fleiri aukahlutir með því.
Sent: Mið 19. Okt 2005 09:54
af wICE_man
Hefur einhver séð samanburð á single og dual-core gjörvum með þessum nýju driverum. Ég verð að segja að ég er skeptískur á að það séu mikil auka-afköst í gangi þar.
Sent: Mið 19. Okt 2005 10:52
af gnarr
já. ég hef séð nokkur benchmörk. Oftast er um 10% hraðaaukning með dual-core örgjörfa.
Sent: Mið 19. Okt 2005 12:58
af kristjanm
Mismunurinn er alveg þó nokkur þangað til að AA/AF er sett á, þá verður hann að nánast engu nema að maður sé með tvö öflug kort í SLI.
http://www.tweaktown.com/articles/819/n ... index.html
En annars er ég sjálfur með þetta DFI borð og mér finnst það algjör snilld. Það er altalað að þetta sé besta nF4 borðið.
Sent: Mið 19. Okt 2005 14:52
af Yank
gnarr skrifaði:nei. ekki ef hann notar nýju nVidia driverana sem nýta sér dualcore örgjörfa.
DFI borðið er með talsvert betra hljóðkorti, með 4 sata portum meira, með 2 GB lan netkort ,með talsvert betri þétta, styður RAID 5, hægt að save-a bios stillingar, 2 USB portum meira og svo fylgir frontpannel og fleiri aukahlutir með því.
Allt gott og blessað en spurninginn er hvort hann þarf þetta eða ekki.
Annars hægt bara að mæla með DFI móðurborð, X2 4800, 2x7800GTX, OCZ PSU, OCZ minni og allir voða happy á vaktinni

Sent: Mið 19. Okt 2005 15:01
af kristjanm
Tja ef hann er að kaupa svona dýran örgjörva og skjákort þá sakar hann ekki að kaupa besta móðurborðið, sérstaklega ef það kostar ekki nema nokkrum þúsundköllum meira.
Og þetta Silent-OTES dæmi á Abit borðunum er drasl. Hef séð margar review síður segja slæma hluti um það.
Sent: Mið 19. Okt 2005 19:56
af Yank
kristjanm skrifaði:Tja ef hann er að kaupa svona dýran örgjörva og skjákort þá sakar hann ekki að kaupa besta móðurborðið, sérstaklega ef það kostar ekki nema nokkrum þúsundköllum meira.
Og þetta Silent-OTES dæmi á Abit borðunum er drasl. Hef séð margar review síður segja slæma hluti um það.
Sá sem kallar Abit drasl er ekki marktækur fyrir mér.
Sent: Mið 19. Okt 2005 19:59
af Mr.Jinx
kristjanm skrifaði:Og þetta Silent-OTES dæmi á Abit borðunum er drasl. Hef séð margar review síður segja slæma hluti um það.
Já líka það sem ég hef verið að lesa. Þetta eru cheap viftur
Sent: Mið 19. Okt 2005 21:37
af CendenZ
Yank skrifaði:kristjanm skrifaði:Tja ef hann er að kaupa svona dýran örgjörva og skjákort þá sakar hann ekki að kaupa besta móðurborðið, sérstaklega ef það kostar ekki nema nokkrum þúsundköllum meira.
Og þetta Silent-OTES dæmi á Abit borðunum er drasl. Hef séð margar review síður segja slæma hluti um það.
Sá sem kallar Abit drasl er ekki marktækur fyrir mér.
ég hef átt 3 abit móðurborð sem hafa grillast, félagi minn lenti í því og svo mágur hans.
5 móðurborð ABIT.
við höfum allir átt um 2-3 msi móðurborð á kjaft, ég td. 2 og aldrei höfum við lent í neinu nema með northbridge viftan er drasl og um að gera skipta bara ef hún pirrar mann
Sent: Fim 20. Okt 2005 01:01
af kristjanm
Ég var alls ekki að setja út á Abit, hef sjálfur mjög góða reynslu af þeim.
En hins vegar tel ég að þetta Silent-OTES sé ekki góður kostur. Getur lesið reviews af móðurborðum með þetta og margar síður segja að þetta hitni of mikið.