Síða 1 af 2
Heimur versnandi fer ?
Sent: Sun 27. Jún 2021 16:14
af jonsig
Hefur einhver hugmynd hvað er í gangi í höfðinu á fólki sem hópast á einn, liggjandi og lætur spörking dynja á höfinu á honum ? Er þetta að aukast eða hefur þetta bara verið normal hegðun í miðbænum og núna erum við bara upplýstari um það vegna alls þessa fólks með snjallsíma og tekur allt upp ?
Linkur á fréttina.
Visir
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Sun 27. Jún 2021 17:01
af oliuntitled
Man eftir mörgum svona sögum og tilfellum á uppvaxtarárunum hjá mér, hugsa að þetta sé meira og meira að koma fram í ljósið útaf snjalltækjum og góðum myndavélum í dag.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Sun 27. Jún 2021 18:18
af urban
Persónulega finnst mér vera minna af ofbeldi en áður.
gott dæmi er að það er t.d. þjóðhátíðarlag til um þaða fólk bara stundaði það að fara að slást eftir böll
Eyjan mín skrifaði:Á Danska Pétri sigldu Ninon bræður,
Stjáni var sterkur en Sibbi var skæður.
Maggi maður elskaði skrall,
úr jakkanum fyrstur eftir ball.
Bjössi í Klöpp kunni hnefatal
Eiríkur hestur að lesa sal.
Drukku báðir hlæjandi úr stút,
áður en þeir hreinsuðu úr kofanum út.
Þetta er semsagt töluvert fyrir mína tíð, áður en bjórinn var leyfður, þarna stundaði fólk það bara jafnvel að fara heim að skipta um föt á miðju balli til þess að fara að slást eftir ball.
EN
Það fylgdi líka alltaf sögunni að þetta var nær alltaf maður á mann og um leið og annar fór í götuna, þá var þetta búið, annar vann og hinn tapaði.
Svona lagað finnst mér vera mun minna um, það er að fólk fari út liggur við til þess eins að slást.
Annað EN
Það sem að verra er að ofbeldið er orðið mikið grófara, þetta er ekkert búið þegar að annar aðilinn er kominn í götuna og þetta er ekkert einn á einn.
Núna er meira um það að það séu margir að slást við einn eða tvo og svo verið að sparka í liggjandi menn, alger viðbjóður.
Þetta er mín reynsla héðan úr eyjum, þar á meðal dyravörslu í nokkur ár, á óhemju mörgum djömmum af höfuðborgarsvæðinu og svo náttúrulega helling af þjóðhátíðum.
Minna um slagsmál, en þau eru grófari og við erum að verða meira var við þau útaf myndavélum út um allt.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Sun 27. Jún 2021 19:01
af jonsig
Já. Maður man ekki eftir einhverjum krakka rindlum vera að þessu. Þessi á myndinni er örugglega <34kg með skólatösku. Þetta voru vanalega stórir durgar í minningunni með einhverja complexa.
Eru þetta tölvuleikir eða of mikið sjónvarpsgláp?
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Sun 27. Jún 2021 19:40
af urban
Ég ætla að segja örvandi fíkniefni í grófari ofbeldismálum, það hefur mér allavega fundist vera málið.
fíkniefnin síðan löngu búin að vinna stríðið gegn þeim þar að leiðandi meira um það að yngri krakkar séu á þeim.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Sun 27. Jún 2021 21:33
af emil40
ég held að þetta sé bara meira um að fólk fái að vita um þetta núna en áður
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Sun 27. Jún 2021 22:04
af Frussi
jonsig skrifaði:Eru þetta tölvuleikir eða of mikið sjónvarpsgláp?
Alveg örugglega hvorugt.
Þegar ég byrjaði að djamma var þetta bara miklu verra en núna. Man að maður fór ekki niður á Austurstræti ef maður vildi ekki lenda í slag
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Sun 27. Jún 2021 22:15
af nonesenze
síðan maður varð 20+ og sá einn drepa gæja með einu höggi, þá hef ég varla þorað að slást, það er svo mikill skaði sem þú ert ekki að gera þér grein fyrir þegar þú slærð einhvern. maður var bara lucky hérna þegar maður var ungur að hafa ekki slasað neinn alvarlega
edit * ungdómurinn og sérstaklega þeir sem taka dóp eru ekkert að skilja þetta og horfa á þetta eins og bíómynd
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 10:36
af Zethic
jonsig skrifaði:Eru þetta tölvuleikir eða of mikið sjónvarpsgláp?
Hvorugt. Krakkar alast upp í dag án þess að taka afleiðingunum af því sem þau gera
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 12:12
af urban
Zethic skrifaði:jonsig skrifaði:Eru þetta tölvuleikir eða of mikið sjónvarpsgláp?
Hvorugt. Krakkar alast upp í dag án þess að taka afleiðingunum af því sem þau gera
Þarna kemuru aðeins inná einn punkt.
Þetta er náttúrulega agaleysi og ekkert annað.
Okkur íslendingum hefur aldrei verið kenndur neinn agi að ráði og kunnum þess vegna ekkert að aga aðra upp.
Ég segi að þetta sé útaf því að Ísland er herlaust land, engin sem að hefur lært heraga.
Síðan erum við jú náttúrulega afkomendur fólks sem að þoldi ekki aga og afleiðingar og flúði sín heimalönd.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 12:21
af worghal
urban skrifaði:Zethic skrifaði:jonsig skrifaði:Eru þetta tölvuleikir eða of mikið sjónvarpsgláp?
Hvorugt. Krakkar alast upp í dag án þess að taka afleiðingunum af því sem þau gera
Þarna kemuru aðeins inná einn punkt.
Þetta er náttúrulega agaleysi og ekkert annað.
Okkur íslendingum hefur aldrei verið kenndur neinn agi að ráði og kunnum þess vegna ekkert að aga aðra upp.
Ég segi að þetta sé útaf því að Ísland er herlaust land, engin sem að hefur lært heraga.
Síðan erum við jú náttúrulega afkomendur fólks sem að þoldi ekki aga og afleiðingar og flúði sín heimalönd.
held að þetta hafi minna að gera með heraga og meira um foreldra sem nenna ekki að siða til börnin sín, annað hvort af því það kann það ekki eða vill það ekki.
Það sem ég þarf að vera vitni af í nánast hvert einasta skipti sem ég fer út úr húsi eru stjórnlaus börn í búðum með foreldrum sínum, klifrandi upp um allt, öskrandi og ýtandi öllu og öllum og foreldrið stendur bara til hliðar að skoða eitthvað og er ekkert að pæla í krakkanum og kanski muldrar það "siggi minn, hættu nú"
þetta heldur svo áfram fram í unglingsárin, foreldrin eru ekkert að taka á krökkunum.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 12:33
af urban
worghal skrifaði:urban skrifaði:Zethic skrifaði:jonsig skrifaði:Eru þetta tölvuleikir eða of mikið sjónvarpsgláp?
Hvorugt. Krakkar alast upp í dag án þess að taka afleiðingunum af því sem þau gera
Þarna kemuru aðeins inná einn punkt.
Þetta er náttúrulega agaleysi og ekkert annað.
Okkur íslendingum hefur aldrei verið kenndur neinn agi að ráði og kunnum þess vegna ekkert að aga aðra upp.
Ég segi að þetta sé útaf því að Ísland er herlaust land, engin sem að hefur lært heraga.
Síðan erum við jú náttúrulega afkomendur fólks sem að þoldi ekki aga og afleiðingar og flúði sín heimalönd.
held að þetta hafi minna að gera með heraga og meira um foreldra sem nenna ekki að siða til börnin sín, annað hvort af því það kann það ekki eða vill það ekki.
Það sem ég þarf að vera vitni af í nánast hvert einasta skipti sem ég fer út úr húsi eru stjórnlaus börn í búðum með foreldrum sínum, klifrandi upp um allt, öskrandi og ýtandi öllu og öllum og foreldrið stendur bara til hliðar að skoða eitthvað og er ekkert að pæla í krakkanum og kanski muldrar það "siggi minn, hættu nú"
þetta heldur svo áfram fram í unglingsárin, foreldrin eru ekkert að taka á krökkunum.
Já, foreldrin eru ekkert að taka á börnunum útaf því að þau kunna það ekki, þau voru sjálf alin upp agalaus (lyklakynslóðir, börn sem að léku sér stanslaust úti, komu inn þegar að það fór að dimma/kveikt á ljósastaurunum og svo framvegis)
Ef að þú hefur aldrei séð fótbolta og veist ekkert reglurnar í leiknum, þá verðuru aldrei góður fótboltaþjálfari er það ?
ef að ég hefði aldrei verið agaður sem barn, eignast síðan sjálfur barn 20 árum seinna, þá eru minni líkur á því að ég viti hvernig ég eigi að aga barnið.
Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 12:51
af gnarr
urban skrifaði:Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Hvað útskýrir þá að flestar (nánast allar) þjóðir með her eru með miklu hærra hlutfall af ofbeldisglæpum og morðum en við?
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 13:05
af HalistaX
Fyrir mitt leiti held ég að þetta komi því hvort við séum með her eða ekki bara ekkert við. Meira fíkniefnum, disorganized crime og litlum (brothættum) egoum.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 15:33
af worghal
gnarr skrifaði:urban skrifaði:Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Hvað útskýrir þá að flestar (nánast allar) þjóðir með her eru með miklu hærra hlutfall af ofbeldisglæpum og morðum en við?
held það sé allmennt fólksfjöldi.
það er alveg bókað að magn ofbeldist glæpa sé hærra hjá 5m manna þjóð frekar en 350þ manna þjóð
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 15:50
af rapport
Ég vann í pylsuvagninum á Lækjartorgi og Lækjargötu c.a. 1996-1997 og þá voru slagsmál nánast hverja einustu helgi yfir sumartímann.
Eins og svo oft með svona ofbeldi þá rataði það sjaldnast í blöðin.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 16:02
af thrkll
worghal skrifaði:gnarr skrifaði:urban skrifaði:Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Hvað útskýrir þá að flestar (nánast allar) þjóðir með her eru með miklu hærra hlutfall af ofbeldisglæpum og morðum en við?
held það sé allmennt fólksfjöldi.
það er alveg bókað að magn ofbeldist glæpa sé hærra hjá 5m manna þjóð frekar en 350þ manna þjóð
Hann var nú reyndar að tala um hlutfall, ekki fjölda glæpa almennt.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 16:10
af gnarr
worghal skrifaði:gnarr skrifaði:urban skrifaði:Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Hvað útskýrir þá að flestar (nánast allar) þjóðir með her eru með miklu hærra hlutfall af ofbeldisglæpum og morðum en við?
held það sé allmennt fólksfjöldi.
það er alveg bókað að magn ofbeldist glæpa sé hærra hjá 5m manna þjóð frekar en 350þ manna þjóð
Ef við berum okkur saman við Möltu, sem er álíka fjölment, svipað mentað, svipað ríkt og bara mjög svipað að flestu leiti, fyrir utan að Malta er með her, þá sjáum við að Ísland er með 10-50% af ofbeldisglæpum Möltu (fer svolítið eftir hvaða ár maður skoðar).
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 17:40
af Sallarólegur
gnarr skrifaði:worghal skrifaði:gnarr skrifaði:urban skrifaði:Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Hvað útskýrir þá að flestar (nánast allar) þjóðir með her eru með miklu hærra hlutfall af ofbeldisglæpum og morðum en við?
held það sé allmennt fólksfjöldi.
það er alveg bókað að magn ofbeldist glæpa sé hærra hjá 5m manna þjóð frekar en 350þ manna þjóð
Ef við berum okkur saman við Möltu, sem er álíka fjölment, svipað mentað, svipað ríkt og bara mjög svipað að flestu leiti, fyrir utan að Malta er með her, þá sjáum við að Ísland er með 10-50% af ofbeldisglæpum Möltu (fer svolítið eftir hvaða ár maður skoðar).
Þetta hjálpar okkur eflaust:
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 19:00
af mjolkurdreytill
Sallarólegur skrifaði:
Þetta hjálpar okkur eflaust:
Nei.
worghal skrifaði:gnarr skrifaði:urban skrifaði:Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Hvað útskýrir þá að flestar (nánast allar) þjóðir með her eru með miklu hærra hlutfall af ofbeldisglæpum og morðum en við?
held það sé allmennt fólksfjöldi.
það er alveg bókað að magn ofbeldist glæpa sé hærra hjá 5m manna þjóð frekar en 350þ manna þjóð
Alveg eins og með Covid þá reiknarðu ekki heildarfjöldann þegar þú berð saman tvö lönd, þú reiknar fjöldann per 100 þúsund eða milljón. (100 þúsund er algengara finnst mér).
Það eru minnir mig þrjú lönd sem skera sig úr hvað varðar tíðni glæpa eða ofbeldisglæpa. Ísland og Japan eru tvö þeirra. Minnir að þriðja sé Sviss.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mán 28. Jún 2021 19:05
af urban
gnarr skrifaði:urban skrifaði:Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Hvað útskýrir þá að flestar (nánast allar) þjóðir með her eru með miklu hærra hlutfall af ofbeldisglæpum og morðum en við?
Það er hellingur af ástæðum.
Sjáðu til, herleysi getur alveg útskýrt agaleysi hjá okkur þrátt fyrir að aðrar þjóðir með her séu ofbeldissinnaðar.
Það þarf akkúrat ekkert samasem merki að vera þarna á milli.
Ég talaði ekki um að herleysi væri ástæða ofbeldis hjá okkur sjáðu til, ég var þar bara að tala um að herleysi gæti verið ástæða agaleysis.
Það að 2+2 séu fjórir þýðir ekki að það sé eina leiðin til þess að fá út fjóra í reikningsdæmi.
Svo skipti þetta sem að er boldað hjá mér alveg hellings máli.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Mið 30. Jún 2021 23:33
af jonsig
Svo er auðvitað algerlega nýtt á Íslandi að manneskja sætir umsátri heima hjá sér og plöffuð niður fyrir utan heimili sitt í miðju fjölskylduhverfi með skammbyssu.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Fim 01. Júl 2021 00:03
af netkaffi
gnarr skrifaði:urban skrifaði:Auðvitað er þetta gríðarleg einföldun, ég veit allt um það, en agalaus þjóð er ekki góð í að ala upp öguð börn, við erum agalaus þjóð, þar á meðal útaf því að hér er ekki her, okkur hefur aldrei verið kenndur agi í her.
Hvað útskýrir þá að flestar (nánast allar) þjóðir með her eru með miklu hærra hlutfall af ofbeldisglæpum og morðum en við?
Þú verður að taka per capita inn í þetta, gerirðu það? Svo náttúrulega eru menningarátök á ýmsum stöðum úti.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Fim 01. Júl 2021 09:01
af Gazze94
ég tek undir agaleysi og að yngri kynslóðin í dag átti sig ekki á ábyrgðinni sem fylgir þessu, og samfélagsmiðlar spila kanski mikið inn þegar "áhrifavaldar" á borð við paul bræður og (ekki jafn stór áhrifavaldur en ágætis íslenskt dæmi)Snorri99skillz fá að komast upp með að gera allskonar rugl og afleiðingin er slap on the wrist, og allt gert fyrir like og views.
Re: Heimur versnandi fer ?
Sent: Fim 01. Júl 2021 11:16
af rapport
Framkvæmdi þessa hávísindalegu rannsókn sem sýnir að "slagsmál" hafa ekki verið mikið í fréttum seinasta áratuginn.
Fjöldi prentmiðla hefur EKKERT um þessar niðurstöður að segja og slíkri gagnrýni er hafnað hér og nú...
Þetta er eins áreiðanlegt og það getur orið.
- Capture.PNG (224.19 KiB) Skoðað 1366 sinnum