Síða 1 af 1
Góður fyrirferðalítill hljóðnemi?
Sent: Mán 14. Jún 2021 09:36
af Hausinn
Sælir. Þegar ég er í tölvunni nota ég HD600 heyrnatól með litlum magnara og vil helst halda því þannig. Ég vil einnig getað talað við kunningja í gegnum netið í einstaka tilfellum en vil helst ekki kaupa stóran hljóðnema sem festist við borð þ.s. ég nota ekki hljóðnema oft. Ég var að spá í að kaupa eitthvað sem annað hvort er hægt að festa við heyrnatólið eða sem hægt er að skella á borðið og síðan ofan í skúffu eftir á. Er einhver hérna með reynslu á hljóðnemum sem getur mælt með einum? Takk.
Re: Góður fyrirferðalítill hljóðnemi?
Sent: Mán 14. Jún 2021 09:39
af SolidFeather
Krakkarnir í dag eru sólgnir í modmic, kannski það henti þér?
https://antlionaudio.com/collections/microphones
Re: Góður fyrirferðalítill hljóðnemi?
Sent: Mán 14. Jún 2021 09:44
af Sallarólegur
Re: Góður fyrirferðalítill hljóðnemi?
Sent: Mán 14. Jún 2021 09:47
af Hausinn
Sé að þeir selja svona í Elko:
https://elko.is/modmic-usb-hljo-nemi-modmicusb
Dálítið dýrt en mér líst mjög vel á. Hef þetta bakvið eyrað. Takk.
Re: Góður fyrirferðalítill hljóðnemi?
Sent: Mán 14. Jún 2021 13:21
af Dropi
Ég fíla meira að hafa micinn á borðinu, er með einn svona fyrir neðan skjáinn fastan við skjáfótinn:
http://www.samsontech.com/samson/produc ... nes/gomic/