Síða 1 af 1

Nei eða já: Synology DiskStation DS720+?

Sent: Þri 16. Feb 2021 13:17
af kusi
Ég er með lítinn heimaserver sem er orðinn nokkuð gamall (Socket 775, Core2 Quad Q9550). Hann virkar vel og gerir allt sem hann þarf en það er spurning hversu lengi í viðbót. Ég er líka að verða nokkuð þreyttur á að vera með svona stóran turn í geymslunni (Silencio 650).

Mín fyrsta hugmynd var að setja saman litla ITX tölvu en svo rakst ég á Synology DiskStation DS720+ sem mér sýnist kosta svipað.

Hefur einhver hérna reynslu af þessum græjum? Er þetta gott stöff?

Til að gefa tilfinningu fyrir það hvaða álag væri á græjunni þá nota þetta fyrst og fremst undir backup, ljósmyndir oþh. og keyri svo þessar þjónustur í Docker, mest bara til skrauts:
- Gitlab
- Home assistant (m. aeotec zwave stick)
- Plex
- Deluge deamon
- Snipe IT
- Unifi