Síða 1 af 1
Ráð/álit varðandi skjákaup
Sent: Mið 27. Jan 2021 12:38
af KeebDweeb
Sæl öll,
Ég er að skoða kaup á nýjum skjá sem þarf að vera:
32 tommur
144hz+
1440p
helst undir 100k
Ég er að skoða:
ASUS TUF VG32VQ1B
https://computer.is/is/product/skjar-as ... dr10-165hz
Er einhver annar skjár í þessum flokki sem ég ætti frekar að fá mér?
Ég mun nota skjáinn í allskonar, ekki bara tölvuleiki.
Takk fyrir að lesa
Re: Ráð/álit varðandi skjákaup
Sent: Mið 27. Jan 2021 13:19
af Hausinn
LG 27GL850 er góður og vinsæll kostur ef þú getur fundið hann á lager. Ég er sjálfur með Lenovo Legion Y27Q-20 sem notar sama panel og LG skjárinn og er ánægður með hann.
https://www.att.is/lg%20ultragear%2027% ... %a1r1.html
Re: Ráð/álit varðandi skjákaup
Sent: Mið 27. Jan 2021 14:14
af njordur9000
Mæli eindregið gegn þessum. Átti þennan sama Lenovo skjá en endaði á skila honum því birtuskil (e. contrast) hans eru einhver þau lélegustu sem ég man eftir að hafa séð. Það er þekkt vandamál í IPS skjám en þó er þessi óvenju slæmur. Myndgæðin í honum eru áberandi verri en í 8 ára gamla 25þ króna BenQ skrifstofuskjánum sem ég skipti frá.
Hann er kannski skoðandi ef þú vilt bara bestu svartímana í verðflokknum og þú ert tilbúinn að sætta þig við lélega mynd en fyrir nánast alla teldi ég eitthvað eins og OP stingur upp á mun betri kaup, sé sveigjan þeim þolanleg.
Re: Ráð/álit varðandi skjákaup
Sent: Mið 27. Jan 2021 14:47
af KeebDweeb
Vil ítreka að hann þarf að vera 32 tommu
Re: Ráð/álit varðandi skjákaup
Sent: Fim 18. Feb 2021 19:22
af Hlynzi
Svona ef þú ert ekki búinn að verzla nú þegar, þá er 32" stærð ekkert must, 1440 lítur lang best út í 27" skjá (ég á báðar stærðir). Ef skrifborðið hjá þér er 60-70 cm á dýpt mæli ég klárlega með 27" , en ef þú ert með 80 cm skrifborð er þægilegra að vera með 32", myndin á 32" er teigðari en þú sérð nákvæmlega jafn mikið, svo 27" er hinn fullkomni skjár fyrir 1440 upplausn.
Re: Ráð/álit varðandi skjákaup
Sent: Fim 25. Mar 2021 15:38
af Smotri1101
Re: Ráð/álit varðandi skjákaup
Sent: Fim 25. Mar 2021 15:44
af GuðjónR
Re: Ráð/álit varðandi skjákaup
Sent: Fös 26. Mar 2021 12:27
af dabbihall
fékk þennan
https://www.amazon.com/LG-35WN75C-B-Mon ... B08LLCPBQN á 105k kominn heim fyrir 3 vikum (var þá á tilboði) og er að fýla hann, er með power over usb-c sem og 2 usb tengi. virkar vel sem vinnustöð og í þá leiki sem ég spila.