Síða 1 af 2

Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 12:49
af Arkidas
Er að setja saman lista fyrir nýtt rig til að spila Cyberpunk í 4k ~60 fps max stillingum (eða sem næst því).

Er til í að eyða vel í þetta en vil þó reyna að fókusa á value frekar en allra allra besta (t.d. 3080 í stað 3090 sem kostar tvöfalt meira - nema það sé í alvöru nauðsynlegt).

Langar líka að hugsa til þess að eyða ekki of litlu í móðurborð ef það kemur niður á upgradability í framtíðinni. Vil helst geta betrumbætt þessa vél yfir næstu 2-3 ár.

Þetta er það sem ég er búinn að skrifa niður
  • i9 10900K
  • RTX 3080
  • 32GB 3600MHz
  • 1TB SAMSUNG 970 EVO Plus SSD - M.2 NVMe Interface
  • Motherboard: Not too cheap if that sacrifices upgradability
  • Water cooling for quiet performance cooling
  • PSU: Quiet and ample power for upgradability[
  • Case: ??
Getið þið nokkuð hjálpað mér að fylla í eyðurnar hérna?

Er ekki viss hvort ég eigi að fara í vatnskælingu en ég vil geta streamað spilun og vil ekki hafa of mikil læti úr vélinni. Var þess vegna að pæla í vatnskælingu. Er stressaður yfir því að ef loftkælingin myndi verða flöskuháls ef vifturnar fá ekki að fara á fullt.

Er ekki viss hvort þessi SSD sé nóg eða hvort ég eigi að fara í hraðari (hef séð upp í 5gb/s skrifhraða). Finn ég eitthvað fyrir því í leikjum/streymun?

Veit svo ekki hvort það sé ákveðið minni sem ég á að reyna að fara í.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 13:05
af MrIce
Eina sem ég sé er afhverju 10900k vs 5800x eða 5900x ?
https://www.cpubenchmark.net/compare/In ... 3869vs3870
Þessi m.2 diskur er solid þannig að það er ekkert stress með hann.
Ef þú ætlar í vatnskælingu myndi ég fara í custom loop frekar en AIO uppá að geta verið með relative overkill kælingu (skoðaðu bara Mo-Ra3 420pro radiator til að sjá "overkill" \:D/ )

En annars bara solid vél myndi ég halda, skemmtu þér með buildið og skemmtu þér svo í 77 ;)

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 13:17
af steinar993
Aldrei að vita hvort að intel móðurborð munu styðja næsta gen, hef allavega ekki séð það staðfest og held að nýjustu amd kubbarnir verða maxið fyrir núverandi am4 borð ef ég man rétt :) myndi halda að 1000W psu væri sniðugt ef þú ætlar að OC’a

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 13:18
af kizi86
10900k er bara gen3 pci-e..
myndi klárlega fara í AMD til að geta fengið strax pci-e4 support, færð ekki 5GB/sek read speeds á gen3 ssd

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 14:02
af jonsig
Intel er örugglega ekki málið fyrr en kannski 12th gen, þegar þeir ná að ránka við sér almennilega. Pci-e 3. cappar mjög hraða diska.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 14:27
af vatr9
Inn í þessa umræðu kemur þessi grein: https://www.tomshardware.com/news/cyber ... benchmarks
Ef leikurinn er keyrður í hærri upplausn en 1080 þá er það skjákortið sem ræður.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 15:09
af Bourne
Hate to break it to you.... en það er bara ekki til tölva sem gefur þér 60 FPS @ 4k í Cyberpunk 2077 í Max stillingum.
Er að keyra leikinn með RT í medium, RT reflections on, RT shadows off og aðrar stillingar ýmist í high, medium og nokkrar sem breyta litlu í low.
Síðan er ég með DLSS í Balanced. Ég er að hanga frá 60-75 fps, dettur einstaka sinnum fyrir neðan 60.
Síðan sést nokkuð vel á benchmarks að þessi leikur er GPU bound á öllu fyrir ofan 1080p.

... og ég er að spila á.... drum roll please.... 3440x1440 á RTX 3080 + Ryzen 3900x.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 15:49
af DaRKSTaR
Arkidas skrifaði:Er að setja saman lista fyrir nýtt rig til að spila Cyberpunk í 4k ~60 fps max stillingum (eða sem næst því).

Er til í að eyða vel í þetta en vil þó reyna að fókusa á value frekar en allra allra besta (t.d. 3080 í stað 3090 sem kostar tvöfalt meira - nema það sé í alvöru nauðsynlegt).

Langar líka að hugsa til þess að eyða ekki of litlu í móðurborð ef það kemur niður á upgradability í framtíðinni. Vil helst geta betrumbætt þessa vél yfir næstu 2-3 ár.

Þetta er það sem ég er búinn að skrifa niður
  • i9 10900K
  • RTX 3080
  • 32GB 3600MHz
  • 1TB SAMSUNG 970 EVO Plus SSD - M.2 NVMe Interface
  • Motherboard: Not too cheap if that sacrifices upgradability
  • Water cooling for quiet performance cooling
  • PSU: Quiet and ample power for upgradability[
  • Case: ??
Getið þið nokkuð hjálpað mér að fylla í eyðurnar hérna?

Er ekki viss hvort ég eigi að fara í vatnskælingu en ég vil geta streamað spilun og vil ekki hafa of mikil læti úr vélinni. Var þess vegna að pæla í vatnskælingu. Er stressaður yfir því að ef loftkælingin myndi verða flöskuháls ef vifturnar fá ekki að fara á fullt.

Er ekki viss hvort þessi SSD sé nóg eða hvort ég eigi að fara í hraðari (hef séð upp í 5gb/s skrifhraða). Finn ég eitthvað fyrir því í leikjum/streymun?

Veit svo ekki hvort það sé ákveðið minni sem ég á að reyna að fara í.
þessi ssd er meira en nóg, munt aldrei finna fyrir neinum mun yfir þessum les/skrifhraða.

getur farið í nánast hvaða 50-60 þús kr borð sem er, spurningin er bara hvort þú villt hafa wifi og bluetooth, þetta er í raun allt sama draslið.

get mælt með lian li o11 xl.. gríðarlega stór og góður kassi, varðandi psu þá var ég búinn að skoða það lengi og vel og valdi seasonic 850w gold.

vökvakæling er besti kosturinn upp á hávaða að gera.

hvað varðar upgrade að gera þá gengur næsta gen af intel í socket 1200, þannig að þú átt alltaf séns á að fara í 11900k í framtíðinni,
ef 11900k verður eitthvað stökk t.d 20% performance aukning þá er vissulega gott að hafa það til staðar, nú ef 11900k skítur á sig og verður lélegasti örri sem nokkurntímann hefur verið framleiddur þá ferðu bara í uppfærslu eftir 3-4 ár næst, vissum að intel verður þá búið að hysja upp um sig brækurnar og gera betur :)

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Mán 28. Des 2020 15:59
af jonsig
DaRKSTaR skrifaði:ef 11900k verður eitthvað stökk t.d 20% performance aukning þá er vissulega gott að hafa það til staðar, nú ef 11900k skítur á sig og verður lélegasti örri sem nokkurntímann hefur verið framleiddur þá ferðu bara í uppfærslu eftir 3-4 ár næst, vissum að intel verður þá búið að hysja upp um sig brækurnar og gera betur :)
Úff ég vona það ,kæmi mér ekkert að óvart ef AMD breytist í intel þegar þeir eru farnir að drottna yfir markaðinum. Þetta lýtur bara alls ekki vel út fyrir intel, smkv nýjustu leaks um rocket lake.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Þri 29. Des 2020 10:42
af Arkidas
Ef ég ætla að spila og streama, myndi ég sjá einhvern mun á 5800X og 5900X? (geri ráð fyrir hér að intel sé ekki góður kostur)

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Þri 29. Des 2020 16:52
af DaRKSTaR
Arkidas skrifaði:Ef ég ætla að spila og streama, myndi ég sjá einhvern mun á 5800X og 5900X? (geri ráð fyrir hér að intel sé ekki góður kostur)
100 þús kr örri.. myndi alltaf fara í 5900 örrann frekar fyrir 20 þús meira

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Þri 29. Des 2020 16:58
af Arkidas
DaRKSTaR skrifaði:
Arkidas skrifaði:Ef ég ætla að spila og streama, myndi ég sjá einhvern mun á 5800X og 5900X? (geri ráð fyrir hér að intel sé ekki góður kostur)
100 þús kr örri.. myndi alltaf fara í 5900 örrann frekar fyrir 20 þús meira
Ok takk fyrir það skoða það aðeins betur.

Er búinn að tína saman hérna, sjáiði eitthvað annað sem mætti betur fara?:
https://pcpartpicker.com/user/blairra/s ... iew=CvXshM

Er með loftkælingu stillta þarna. Er ekki alveg viss um að ég nenni umstangi kringum vatnskælingu en er svo sem enn opinn fyrir henni.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Þri 29. Des 2020 17:23
af Alfa
Arkidas skrifaði:Er búinn að tína saman hérna, sjáiði eitthvað annað sem mætti betur fara?:
https://pcpartpicker.com/user/blairra/s ... iew=CvXshM

Er með loftkælingu stillta þarna. Er ekki alveg viss um að ég nenni umstangi kringum vatnskælingu en er svo sem enn opinn fyrir henni.
Myndi ekki snerta Zotac í 3080 ef þú vilt silent (sem þú vísar í vegna vatnskælingu) þá færðu þá MSI 3080 Gaming X eða Asus Tuf eða jafnvel Strix.

Einnig geturðu gert miklu betur en Thermaltake Bronze afgjafa

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Þri 29. Des 2020 18:59
af Bourne
Arkidas skrifaði:Er að setja saman lista fyrir nýtt rig til að spila Cyberpunk í 4k ~60 fps max stillingum (eða sem næst því).

Er til í að eyða vel í þetta en vil þó reyna að fókusa á value frekar en allra allra besta (t.d. 3080 í stað 3090 sem kostar tvöfalt meira - nema það sé í alvöru nauðsynlegt).

Langar líka að hugsa til þess að eyða ekki of litlu í móðurborð ef það kemur niður á upgradability í framtíðinni. Vil helst geta betrumbætt þessa vél yfir næstu 2-3 ár.

Þetta er það sem ég er búinn að skrifa niður
  • i9 10900K
  • RTX 3080
  • 32GB 3600MHz
  • 1TB SAMSUNG 970 EVO Plus SSD - M.2 NVMe Interface
  • Motherboard: Not too cheap if that sacrifices upgradability
  • Water cooling for quiet performance cooling
  • PSU: Quiet and ample power for upgradability[
  • Case: ??
Getið þið nokkuð hjálpað mér að fylla í eyðurnar hérna?

Er ekki viss hvort ég eigi að fara í vatnskælingu en ég vil geta streamað spilun og vil ekki hafa of mikil læti úr vélinni. Var þess vegna að pæla í vatnskælingu. Er stressaður yfir því að ef loftkælingin myndi verða flöskuháls ef vifturnar fá ekki að fara á fullt.

Er ekki viss hvort þessi SSD sé nóg eða hvort ég eigi að fara í hraðari (hef séð upp í 5gb/s skrifhraða). Finn ég eitthvað fyrir því í leikjum/streymun?

Veit svo ekki hvort það sé ákveðið minni sem ég á að reyna að fara í.

Að öllum líkindum verður eina sem þú getur "betrumbætt" í vélinni eftir 1-3 ár ný skjákort, auka minni eða auka geymsla. En það er auðvitað eitthvað sem þú getur "betrumbætt" í hvaða vél sem er.
Næsta AMD platform verður sennilega ekki AM4 og Intel geldir yfirleitt eldri móðurborð með nýjum uppfærslum.
Síðan er mjög takmarkað hvað þú ert að græða á örjgörvauppfærslum milli single kynslóða, hvað þá þegar þú ætlar að spila leiki í 4k, örgjörvinn er að fara að breyta sára litlu hvað varðar FPS. 5900x er frábær kaup og getur enst þér örugglega auðveldlega 3+ ár.

Vatnskæling er óþarfi og vesen (öll skítköst velkomin).

Ideal minni fyrir AMD atm er DDR4 3600mhz, 32-64GB, sleppur alveg með 3200mhz.

Ég t.d. ætla ekki að uppfæra 3900x í 5900x, lét duga að fara út RTX 2070S í RTX 3080.
That being said þá er 5900x betri kaup en 5800x.

Myndi reyna að fá þér aflgjafa framleiddann af Seasonic, s.s. high end Corsair PSUs eða Seasonic sjálfa.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Fös 01. Jan 2021 15:54
af Arkidas
Erfitt að fá AMD örgjörvana í mínu nágrenni akkúrat núna.

Hvort mynduði bíða 2-4 vikur til að geta farið í 5900x t.d. eða taka intel 10900k í dag?

Átta mig ekki alveg á hvað er (og verður eftir 1-2 ár) mikill munur á þessu fyrir spilun/streymun.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Fös 01. Jan 2021 16:11
af SolidFeather
Arkidas skrifaði:Erfitt að fá AMD örgjörvana í mínu nágrenni akkúrat núna.

Hvort mynduði bíða 2-4 vikur til að geta farið í 5900x t.d. eða taka intel 10900k í dag?

Átta mig ekki alveg á hvað er (og verður eftir 1-2 ár) mikill munur á þessu fyrir spilun/streymun.
Ég myndi ekki nenna að bíða :guy :guy :guy

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Fös 01. Jan 2021 18:34
af Bourne
Arkidas skrifaði:Erfitt að fá AMD örgjörvana í mínu nágrenni akkúrat núna.

Hvort mynduði bíða 2-4 vikur til að geta farið í 5900x t.d. eða taka intel 10900k í dag?

Átta mig ekki alveg á hvað er (og verður eftir 1-2 ár) mikill munur á þessu fyrir spilun/streymun.
Það verður sennilega 0% munur á þeim í leikjum, plús mínus nokkur fps eftir leik.
Það svipað IPC performace á þessum gaurum. Færð hinsvegar 2 auka kjarna fyrir auka 25þ á 5900x.
10900k er góður díll ef maður ber hann saman við 5800x og fínasti díll m.v. 5900x imo.

Helsti munurinn er að 10900k kemur til að nota miiiiiklu meira rafmagn og búa til miklu meiri hita.
Helst viltu allra bestu kælingu sem þú getur fundið á hann.
Erum að tala um 140w vs 250w :-"

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Lau 02. Jan 2021 00:16
af Arkidas
Takk fyrir þetta!

Mér sýnist 5900x + 3080 vera besta valueið fyrir high-end út frá öllu þessu. Eða þá 10900K ef ég finn ekki AMDinn og nenni ekki að bíða (og vera þá með kælinguna ískalda).

Ef ég myndi vilja fara lengra en þetta, væri það ekki þá frekar 3090 áður en ég myndi fara í 5950x?

Er að spila í 4k þannig verð mest GPU bottleneckaður frekar en CPU er það ekki?

En annars erum við að tala um 35% meiri kostnað samtals fyrir allt buildið ef ég færi í 3090 frekar en 3080. En hvað, ekki meira en 5% auka FPS eða svo?

Væri svo 10% kostnaður í viðbót fyrir allt buildið að fara í 5950x frekar en 5900x. En efa það væri þess virði eða hvað? Meina 5900x er 12 kjarna. Leikir næstu 2-3 ár gætu mögulega farið í 8 kjarna og þá eru enn 4 eftir fyrir stream/multitask?

Hvað þarf stream eiginlega marga kjarna? Nenni bara ekki að þrufa að hafa áhyggjur af þessu.

S.s. þessir möguleikar sem ég er að pæla í núna m.v. það sem ég hef lært hér í þessum þræði:

1. 3080 + 5900x/10900K
2. 3090 + 5900x/10900K
3. 3090 + 5950X

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Lau 02. Jan 2021 01:28
af Bourne
Arkidas skrifaði:Takk fyrir þetta!

Mér sýnist 5900x + 3080 vera besta valueið fyrir high-end út frá öllu þessu. Eða þá 10900K ef ég finn ekki AMDinn og nenni ekki að bíða (og vera þá með kælinguna ískalda).

Ef ég myndi vilja fara lengra en þetta, væri það ekki þá frekar 3090 áður en ég myndi fara í 5950x?

Er að spila í 4k þannig verð mest GPU bottleneckaður frekar en CPU er það ekki?

En annars erum við að tala um 35% meiri kostnað samtals fyrir allt buildið ef ég færi í 3090 frekar en 3080. En hvað, ekki meira en 5% auka FPS eða svo?

Væri svo 10% kostnaður í viðbót fyrir allt buildið að fara í 5950x frekar en 5900x. En efa það væri þess virði eða hvað? Meina 5900x er 12 kjarna. Leikir næstu 2-3 ár gætu mögulega farið í 8 kjarna og þá eru enn 4 eftir fyrir stream/multitask?

Hvað þarf stream eiginlega marga kjarna? Nenni bara ekki að þrufa að hafa áhyggjur af þessu.

S.s. þessir möguleikar sem ég er að pæla í núna m.v. það sem ég hef lært hér í þessum þræði:

1. 3080 + 5900x/10900K
2. 3090 + 5900x/10900K
3. 3090 + 5950X
Þú ert nánast alltaf að fara að vera GPU bottled neck í 4k nema þú sért að spila einhverja gamla leiki, esports eða 2D indie leiki.

3090 er einfaldlega rugl nema þú þurfir á minninu að halda í einhverja sérhæfða útreikinga, t.d. þjálfa Ai.

Leikir þurfa ekki meira en 8 kjarna, þannig það er flott að hafa auka 2-4 kjarna uppá að hlaupa.
16 core er algjört overkill fyrir leiki. Við erum allir sennilega að fara að eiga nokkrar tölvur þangað til 16 kjarnar verða fullnýttir í leiki og þá verðuru að spurja hvort þú eigir að fara í 64 core á Vaktinni :)

Option 1) Er eina vitið að mínu viti.
Ekki nema þú sért með virkilega djúpa vasa um muni ekkert um að borga auka 150þ fyrir 10% hærra FPS.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Lau 02. Jan 2021 11:15
af Arkidas
Ok þannig það er allavega rétt hugsað að fara í 5900x/10900k frekar en 5800x þar sem hann hefur bara 8 kjarna. 2-4 auka kjarnar er alveg að fara að vera feykinóg fyrir streymi + að hafa vafra og spjallforrit opin etc?

Var líka að pæla í að hafa separate rig jafnvel fyrir streymi en vildi helst reyna að sleppa því heh. Þess vegna er ég kannski að pæla hvort þessi aukapeningur í 3090 og/eða 59590 myndi hjálpa eitthvað af viti en hljómar eins og svo sé ekki.

Er í einhverjum eldri leikjum, Wc3, dota 2. En held þessir örgjörvar séu varla að fara að vera mikill bottleneck í þeim?

Varðandi intel vs AMD:
Það er svo líka bónus ef ég kemst í AMD að ég fæ stuðning fyrir PCIE 4 sem þýðir að ég gæti uppært í aðeins hraðari SSD í framtíðinni ef ég vildi, er það ekki?

Fyrir utan minni hita. Mögulega minni læti í vélinni? Eða ætti góð kæling alveg að láta intelinn halda kjafti?

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Lau 02. Jan 2021 12:44
af jonsig
Svona þrjár ástæður af hverju ég myndi ekki kaupa Intel í dag.

1.
4x pci-e3.x er líklega cappað við 3,3 -3,5GB/s í raunveruleikanum þó fræðilega sé það 4GB/s. Svo minn Cardea Zero Z440 væri klárlega cappaður þar sem hann nær 5GB/s peak read hraða.

2.
10900k sóar amk 90W meira en 3800x sem þú færð beint í hita. Kannski ágætt þegar skortur á heitavatni er í augsýn.

3.
Þeir eiga skilið skamm á puttan fyrir þetta "tick tok" viðskiptamódel sem felst í að uppfæra örgjörvana jafn mikið milli ára til að hámarka einokunnar gróðann. Og vera hreinlega kærulausir gagnvart þessum þvílíka snilling Dr. Lisu Su. forstjóra AMD.

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Lau 02. Jan 2021 15:51
af Bourne
jonsig skrifaði: 3.
Þeir eiga skilið skamm á puttan fyrir þetta "tick tok" viðskiptamódel sem felst í að uppfæra örgjörvana jafn mikið milli ára til að hámarka einokunnar gróðann. Og vera hreinlega kærulausir gagnvart þessum þvílíka snilling Dr. Lisu Su. forstjóra AMD.
Ég veit ekki hvað þú ert búinn að vera lengi í þessum bransa en þegar AMD var leiðandi með fyrstu 64 bit örgjörvunum þá voru þeir ef eitthvað er verri en Intel :) ... þetta er bara hliðarverkun þess að þurfa alltaf að skila meira gróða á ári 2 heldur ári 1, auðvitað reyna menn að takmarka þróun til að gera það auðveldara ef þeir mögulega geta.

Veskið grætur en eftir 800$ AMD FX-53 single core, 2004 style.

Aldrei tríta fyrirtæki eins og manneskju bara kaupa það sem meikar mest sens, en auðvitað ekki verðlauna vitleysu :)

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Lau 02. Jan 2021 17:14
af kunglao
jonsig skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:ef 11900k verður eitthvað stökk t.d 20% performance aukning þá er vissulega gott að hafa það til staðar, nú ef 11900k skítur á sig og verður lélegasti örri sem nokkurntímann hefur verið framleiddur þá ferðu bara í uppfærslu eftir 3-4 ár næst, vissum að intel verður þá búið að hysja upp um sig brækurnar og gera betur :)
Úff ég vona það ,kæmi mér ekkert að óvart ef AMD breytist í intel þegar þeir eru farnir að drottna yfir markaðinum. Þetta lýtur bara alls ekki vel út fyrir intel, smkv nýjustu leaks um rocket lake.
Intel er að ná fram úr í single Thread performance

https://wccftech.com/intel-rocket-lake- ... ip-leaked/

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Sun 03. Jan 2021 13:14
af Arkidas
Varðandi minnin, er þess virði að fara í 3600mhz frekar en 3200mhz?

Re: Cyberpunk 4K 60fps max vél

Sent: Sun 03. Jan 2021 18:29
af Bourne
Arkidas skrifaði:Varðandi minnin, er þess virði að fara í 3600mhz frekar en 3200mhz?
Ef það eru örfáir þúsundkallar, farðu í 3600mhz. Ef það er mikill munur farðu í 3200 mhz.