Síða 1 af 1

3060ti - 2des 2020

Sent: Þri 01. Des 2020 14:50
af Dr3dinn
Hæ.

3060ti á víst að koma í net verslanir á morgun. Spurning hvað það verða fá kort, en becnhin virðast vera sammála um 10% slakara kort en 3070.
(enda mun ódýrara og miðað á annan markað)


https://www.amazon.co.uk/dp/B08NW2YJB2? ... 2347000-21
https://www.youtube.com/watch?v=NwBqVBbpyYM
https://www.youtube.com/watch?v=3lmPLt2vO2k

Held ég bíði til feb-apríl meðan þetta rugl á sér stað (þ.e. almennur vöruskortur á gpu´s). Var með 6800xt í forpöntun en leist ekkert á verðin hér heima og bakkaði út úr því.

Re: 3060ti - 2des 2020

Sent: Þri 01. Des 2020 15:00
af DaRKSTaR
nóg að koma út en verst að þetta er allt paper launch.

Re: 3060ti - 2des 2020

Sent: Þri 01. Des 2020 15:02
af Dr3dinn
DaRKSTaR skrifaði:nóg að koma út en verst að þetta er allt paper launch.
Sammála, rosalega "frustrating" að sjá alla þessa spennandi hluti koma út og það er ekki sjens að panta neitt af þessu.

Hlýtur að vera hætta á að missa viðskipti ef menn bíða of lengi eða eru of lengi out of stock.

Re: 3060ti - 2des 2020

Sent: Þri 01. Des 2020 15:25
af Revenant
Dr3dinn skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:nóg að koma út en verst að þetta er allt paper launch.
Sammála, rosalega "frustrating" að sjá alla þessa spennandi hluti koma út og það er ekki sjens að panta neitt af þessu.

Hlýtur að vera hætta á að missa viðskipti ef menn bíða of lengi eða eru of lengi out of stock.
Ég held að þetta sé sambland af óheppilegri áætlanagerð m.v. hversu mörg RTX2000 kort voru keypt þegar það launch-aði, samkeppni um framleiðslugetu (þ.e. hjá Samsung/TSMC/GlobalFoundries) og síðan gríðalegri eftirspurn útaf COVID-19 (fólk heimavinnandi).

Það eru ekki nema 4 fyrirtæki í heiminum sem geta framleitt <= 14nm og það eru margir framleiðendur að launch-a nýjum vörum á sama tíma (t.d. Apple M1, Ryzen 5000, RTX3000, AMD RX 6000). Það þýðir að það er bitist um hverja framleiðslulotu en hver framleiðslulota getur tekið nokkrar vikur í framleiðslu. Þá er ótalið sjálf samsetningin hjá AIB framleiðendum.

Sem dæmi þá hefur TSMC nýlega aukið biðtíma (lead time) úr 2 mánuðum upp í 6 mánuði fyrir 7nm framleiðslu.