Síða 1 af 1

Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 10:43
af Zeratul
Sælir Vaktarar.

Ég er með Raspberry Pi tengda með ethernet sem er dottin út af netinu. Ég get ennþá tengst vélinni í gegnum pc tölvuna og sé hana í settings í routernum en fæ ekkert internet. Ég hef bara verið að nota vélina fyrir Kodi og einstaka torrent. Búinn að prófa að restarta. Það hefur ekkert breyst í notkuninni hjá mér þannig að ég veit ekki hvað er að valda þessu eða hvað ég get gert til að komast að því og lagfæra. Ifconfig sýnir þetta:

Kóði: Velja allt

eth0: flags=4163<UP,BROADCAST,RUNNING,MULTICAST>  mtu 1500
        inet 192.168.8.116  netmask 255.255.255.0  broadcast 192.168.8.255
        inet6 fe80::c9d2:323a:4bd2:56f4  prefixlen 64  scopeid 0x20<link>
        ether dc:a6:32:46:81:b2  txqueuelen 1000  (Ethernet)
        RX packets 4321  bytes 387370 (378.2 KiB)
        RX errors 0  dropped 0  overruns 0  frame 0
        TX packets 8953  bytes 8330486 (7.9 MiB)
        TX errors 0  dropped 0 overruns 0  carrier 0  collisions 0

lo: flags=73<UP,LOOPBACK,RUNNING>  mtu 65536
        inet 127.0.0.1  netmask 255.0.0.0
        inet6 ::1  prefixlen 128  scopeid 0x10<host>
        loop  txqueuelen 1000  (Local Loopback)
        RX packets 9  bytes 524 (524.0 B)
        RX errors 0  dropped 0  overruns 0  frame 0
        TX packets 9  bytes 524 (524.0 B)
        TX errors 0  dropped 0 overruns 0  carrier 0  collisions 0
Ég er ekki vel að mér í svona málum. Öll ráð eru vel þegin.

Takk fyrir.

Re: Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 11:34
af pukinn
það er nú ekki annað að sjá en að þú sért með iptölu á local netinu þínu.

prófaðu:
sudo netstat -rn
og
ping 8.8.8.8

Fyrri getur þér hvaða route þú ert með, og seinni pingar þú ip tölu á internetinu.
Ef það virkar, gæti þetta verið dns mál, ef ekki er séns að route gefi vísbendingar.

Þú hefur ekkert verið að leika þér í eldvegnum ?
sudo iptables -L -n

Re: Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 11:53
af Zeratul
Sudo netstat gefur mér:

Kóði: Velja allt

Kernel IP routing table
Destination     Gateway         Genmask         Flags   MSS Window  irtt Iface
0.0.0.0         192.168.8.1     0.0.0.0         UG        0 0          0 eth0
192.168.8.0     0.0.0.0         255.255.255.0   U         0 0          0 eth0
Ég var búinn að prófa að pinga 8.8.8.8 og það virkaði ekki.
Ekkert fiktað í eldveggnum nýlega en ég prófaði að slökkva á honum og hjálpaði ekki.
Það breytir líka ekki hvort ég nota wifi eða ethernet. Bæði tengist routernum en ekki netinu.

Re: Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 13:03
af pukinn
það virkar semsagt að pinga 192.168.8.1 en ekki 8.8.8.8
Routing virðist vera rétt, þe default gateway er á 192.168.8.1 og ef þú nærð að pinga hann, þá hefði ég haldið að vandamálið væri þar.

ólíklegt að þar sé bæði verið að blokka lan mac og wifi mac ... :?

Re: Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 13:59
af Zeratul
Já get pingað routerinn. Hef ekki breytt neinum stillingum í routernum en það er ekki kveikt á mac address filter eða ip filter. Kannski prófa að restarta/factory setta routerinn?

Re: Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 14:31
af zurien
Hvað er í resolv.conf hjá þér?

sudo cat /etc/resolv.conf

Hljómar eins og dns vesen hjá þér.

Re: Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 15:19
af Zeratul
Hérna er sudo cat /etc.resolv.conf:

Kóði: Velja allt

# Generated by resolvconf
nameserver 192.168.8.1

Re: Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 15:22
af zurien
Prufaðu að setja inn aðra línu fyrir neðan með t.d. google dns:

nameserver 192.168.8.1
nameserver 8.8.8.8

Save og endurræsa network eða hreinlega reboota pi og sjá hvort netið virki ekki hjá þér.

EDIT:
Þetta er rpi þannig gerðu þetta frekar hér:
Edita skránna /etc/dhcpcd.conf
Finna þessa staðsetningu, lýtur líklega c.a. svona út á og bæta tölunum fyrir aftan 192.168.8.1

interface eth0
static ip_address=192.168.8.xx/xx
static routers=xxx.xxx.xxx.xxx
static domain_name_servers=192.168.8.1 8.8.4.4 8.8.8.8

Re: Internetið á Raspberry Pi dottið út.

Sent: Þri 24. Nóv 2020 15:33
af Zeratul
Það virkaði að bæta þessari línu inn. Takk kærlega fyrir hjálpina.

Hafið þið samt einhverja hugmynd um afhverju þetta gerðist?