Síða 1 af 1

Líkurnar á að eins minniskubbar vinni saman ??

Sent: Fim 05. Maí 2005 21:21
af hsm
Hvað eru miklar eða litlar líkur á að minniskubbar sem eru ekki paraðir og testaðir frá framleiðanda geti unnið á dual chanel.
Dæmi gæti ég fengið mér svona kubb HyperX og fengið annan eins eftir mánuð og get ég verið nokkuð viss um að þeir vinni saman eða verð ég að kaupa mér parað minni?

Ef að þið eruð með uppástungur um gott minni þá má allveg pósta það hér.
Og mun ég finna mikin mun á góðu LL minni tildæmis í leikjum eða er þetta eitthvað sem mælist bara á PCMark og álíka forritum. :?:

Sent: Fim 05. Maí 2005 23:04
af Yank
Það er mjög ólíklegt að HyperX minni komi ekki til með að meika Dual Channel þó ekki séu sérstaklega pöruð.

Þú finnur tæplega mun í leikjum upp á fps að gera með þetta X850XT kort hvort sem þú sért með CL3 eða CL2 minni. En já þú sérð hann í testum.

Varðandi val á minni þá er þetta mjög gagnlegt
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=7115