Síða 1 af 1

Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Sent: Fim 13. Des 2018 15:59
af sveitalubbinn
Góðan daginn.

Langaði að fá álit og hugmyndir á uppfærslu sem ég er að spá í. Hef ekki verið að fylgjast með þróuninni í íhlutum lengi svo ég er alveg dottinn út úr þessu. Vélin er aðalega notuð í tölvuleikjaspilun og vefráp. Vill helst ekki eyða mikið meira í uppfærslu heldur en það sem ég er að telja upp hér. (finnst það eiginlega þegar of mikið miðað við hvað ég spila lítið :japsmile )
Hér er allavega hugmyndin mín:

Móðurborð:
Asus Z390-A PRIME, LGA1151, 4xDDR4, 2xM.2, SLI
https://tolvutaekni.is/products/asus-z3 ... -2xm-2-sli

Örgjörvi:
Intel Core i5-8600K 4.3GHz, Coffee Lake, 6-kjarna, 9MB cache
https://tolvutaekni.is/products/intel-c ... -9mb-cache

Minni:
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, Vengeance LPX
https://tolvutaekni.is/products/corsair ... 9107996699

Skjákort:
Nvidia GTX-1070 Dual 8GB Palit
http://kisildalur.is/?p=2&id=3189#

Re: Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Sent: Fös 14. Des 2018 09:43
af Dr3dinn
8700K er málið - 1070 er kannski orðið frekar gamalt, getur fengið á 70k mjög gott notað kort sp að velja það frekar.

Re: Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Sent: Fös 14. Des 2018 10:26
af pepsico
Var innlegginu mínu eytt eða gleymdi ég að senda það? Þetta er mjög flott uppfærsla en ég myndi kaupa notað 1070, mörg til sölu á hálfvirði og oft enn í ábyrgð. Engin ástæða til að kaupa nýtt á þessu verði, það er tómt rugl í rauninni.

Re: Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Sent: Fös 14. Des 2018 11:17
af sveitalubbinn
Þakka þessar ábendingar.
Ætli þú hafir ekki gleymt að senda inn innleggið, allavega sá ég það ekki.
Ætla að athuga með notuð 1070 en velti þá fyrir mér hvort ég hafi eitthvað með meira en 8600k örgjörva að gera með því korti. Fengi 8700k einhverntímann að njóta sín?
Svo er reyndar alveg spurning hvort maður eigi að leita að notuðu 1080 líka og blæða þá í 8700k.

Re: Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Sent: Fös 14. Des 2018 13:43
af Alfa
Varðandi CPU, þá er 8600K betri peningalega séð en 8700K, er með 8600K og hann flengir allt sem ég hendi í hann leikjalega séð. 8700K er kannski meira future proof þó, en ég hef ekki áhyggjur af því þegar ég uppfæri á 2 ára fresti kannski.

1070 er mjög fínt kort, persónulega á budget tæki ég AMD 580 en það er reyndar ekki jafn öflugt en fínt 1080p kort. Ef þú finnur notað 1070 eða 980ti kort þá myndi ég hoppa á það á milli 30-40 frekar.