Síða 1 af 2
Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mið 03. Okt 2018 17:05
af elri99
Vantar dekk fyrir veturinn. Með hverju mæla menn?
Er að spá í þetta:
15 R 185/65 Michelin Alpin 5 hjá N1 á 12.990 kr.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mið 03. Okt 2018 17:32
af Drangur
Hef verið að pæla í yokohama iG55 hjá dekkjahöllinni virðast vera almennileg en spurning hvort menn hafa eitthverja reynslu á þeim.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mið 03. Okt 2018 19:21
af ColdIce
Drangur skrifaði:Hef verið að pæla í yokohama iG55 hjá dekkjahöllinni virðast vera almennileg en spurning hvort menn hafa eitthverja reynslu á þeim.
Frábær dekk. Nota ig35 og ig55 á mína bíla
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mið 03. Okt 2018 19:38
af elri99
Var frekar að spá í heilsársdekk þar sem bíllinn er eingöngu keyrður innanbæjar í Reykjavík
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mið 03. Okt 2018 19:54
af Kull
Þegar ég keypti síðasta vetur þá var Costco með bestu verðin.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Fim 04. Okt 2018 10:36
af GullMoli
https://www.max1.is/is/dekk/folksbilade ... -wr-d4/771
Hvað sem þú kaupir, ekki fá þér Toyo harðskeljadekk nema þú viljir skauta í bleytu.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Fim 04. Okt 2018 10:41
af Njall_L
Tek undir þetta. Toyo harðskeljadekkin eru fín í þurru og hálku en alveg hræðileg í bleytu.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Fim 04. Okt 2018 10:51
af littli-Jake
Ég fékk mér Michelin X-Ice3 hjá Costco í fyrra. Hef aldrei áður verið á ónelgdu (er að norðan og hef ekki þurft að kaupa mér vetrardekk síðan ég flutti)
Ég gæti eiginlega ekki verið sáttari. Virkilega stöðug og gott grip í öllum aðstæðum. Auðvitað kostar þetta enda Michelin hige enda dekk. En þau endast mjög vel (var á nelgdum Micheline) svo þú færð fyrir peninginn. Til dæmis hef ég ekki séð að Michelin fari að morkna í köntunum eftir 4-5 dekk eins og mikið af ódýru dekkjunum.
Dekk eru öryggis atriði auðvitað er allt í lagi að elta besta verðið en ekki kaupa rusl. Þú endar sennilega með færri ekna kílómetra á dekkja gangi og það verða ekki jafn þægilegir kílómetra.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Fim 04. Okt 2018 11:17
af GuðjónR
elri99 skrifaði:Vantar dekk fyrir veturinn. Með hverju mæla menn?
Er að spá í þetta:
15 R 185/65 Michelin Alpin 5 hjá N1 á 12.990 kr.
Þessi dekk kosta undir bílinn komin með nýjum ventlum og köfnunarefni 12.599. stykkið hjá Costco
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... ater&ifg=1
Ég var að kaupa Michelin Alpin 6 91T 195/65 R15 hjá Costco á 11.999.- undirkomið með öllu.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Fim 04. Okt 2018 13:47
af Hauxon
Ég keypti Westlake (heilsárs) kínadekk undir jeppann hjá mér í fyrravetur af Dekkverk. Fékk ganginn á 80þ sem er mjög ódýrt m.v. aðra framleiðendur. Ég get ekki annað en mælt með þeim, virka vel í sjó og bleytu, eru ekki hávaðasöm og sér nánast ekkert á þeim eftir árs notkun. Minnir að á Dekkverk síðunni hafi verið talað um að þau væru harðkorna sem ég held reyndar að sé vitleysa, samt fín dekk.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Fim 04. Okt 2018 13:58
af blitz
Nokian hakkapeliitta og Michelin X-Ice eru líklegast bestu dekkinn.
Ég hef verið með
Sonar PF-3D undir þremur bílum og verið mjög ánægður með grip og endingu.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Fim 04. Okt 2018 18:46
af braudrist
Hauxon skrifaði:Ég keypti Westlake (heilsárs) kínadekk undir jeppann hjá mér í fyrravetur af Dekkverk. Fékk ganginn á 80þ sem er mjög ódýrt m.v. aðra framleiðendur. Ég get ekki annað en mælt með þeim, virka vel í sjó og bleytu, eru ekki hávaðasöm og sér nánast ekkert á þeim eftir árs notkun. Minnir að á Dekkverk síðunni hafi verið talað um að þau væru harðkorna sem ég held reyndar að sé vitleysa, samt fín dekk.
Gæti verið að þetta séu loftbóludekk? Fékk svipaðan díl hjá Dekkverk á Westlake og mig minnir að þetta hafi verið loftbóludekk. Verst að Dekkverk er farnir á hausinn.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Fim 04. Okt 2018 21:36
af Sallarólegur
braudrist skrifaði:
Gæti verið að þetta séu loftbóludekk? Fékk svipaðan díl hjá Dekkverk á Westlake og mig minnir að þetta hafi verið loftbóludekk. Verst að Dekkverk er farnir á hausinn.
Það hefur nú verið eitthvað meiriháttar furðulegt í gangi þarna - ótrúlegt þegar fyrirtæki sem er svona rosalega mikið að gera hjá loka bara allt í einu búllunni og skella í lás
Það var nánast alltaf biðröð þegar ég fór þangað.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Sun 07. Okt 2018 18:17
af ColdIce
Þarf að kaupa dekk handa konunni og vil að hún sé eins örugg og dekk geta valdið. Hún er bara innan höfuðborgarsvæðisins svo naglar eru sjálfsagt óþarfir.
Hvort ætti maður að fara í loftbólur, harðkorna eða skeljar? Þetta er Yaris 2018.
Verðið skiptir engu.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Sun 07. Okt 2018 18:32
af Kull
ColdIce skrifaði:Þarf að kaupa dekk handa konunni og vil að hún sé eins örugg og dekk geta valdið. Hún er bara innan höfuðborgarsvæðisins svo naglar eru sjálfsagt óþarfir.
Hvort ætti maður að fara í loftbólur, harðkorna eða skeljar? Þetta er Yaris 2018.
Verðið skiptir engu.
Michelin X-ice 3.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Sun 07. Okt 2018 19:23
af brain
ColdIce skrifaði:Þarf að kaupa dekk handa konunni og vil að hún sé eins örugg og dekk geta valdið. Hún er bara innan höfuðborgarsvæðisins svo naglar eru sjálfsagt óþarfir.
Hvort ætti maður að fara í loftbólur, harðkorna eða skeljar? Þetta er Yaris 2018.
Verðið skiptir engu.
https://www.max1.is/is/dekk/folksbilade ... eliitta-r3
Færð ekki betra og öruggara vetrardekk.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Sun 07. Okt 2018 19:55
af elri99
Hjá N1 fékk ég eftirfarandi tilboð fyrir 185/65R15 undirkomin:
Michelin Alpin 5 62.200
http://www.tyrereviews.co.uk/Tyre/Michelin/Alpin-5.htm
Michelin X-ICE 66.200
http://www.tyrereviews.co.uk/Tyre/Miche ... ce-Xi3.htm
Á eftir að skreppa í Costco og sjá hvað þeir bjóða.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Sun 07. Okt 2018 20:01
af olihar
brain skrifaði:ColdIce skrifaði:Þarf að kaupa dekk handa konunni og vil að hún sé eins örugg og dekk geta valdið. Hún er bara innan höfuðborgarsvæðisins svo naglar eru sjálfsagt óþarfir.
Hvort ætti maður að fara í loftbólur, harðkorna eða skeljar? Þetta er Yaris 2018.
Verðið skiptir engu.
https://www.max1.is/is/dekk/folksbilade ... eliitta-r3
Færð ekki betra og öruggara vetrardekk.
Er á þessum og þetta eru held ég langbestu dekk sem ég hef keyrt á.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Sun 07. Okt 2018 20:44
af mikkimás
Hauxon skrifaði:Ég keypti Westlake (heilsárs) kínadekk undir jeppann hjá mér í fyrravetur af Dekkverk. Fékk ganginn á 80þ sem er mjög ódýrt m.v. aðra framleiðendur. Ég get ekki annað en mælt með þeim, virka vel í sjó og bleytu, eru ekki hávaðasöm og sér nánast ekkert á þeim eftir árs notkun. Minnir að á Dekkverk síðunni hafi verið talað um að þau væru harðkorna sem ég held reyndar að sé vitleysa, samt fín dekk.
Tek þig á orðinu með heilsársdekkin.
En hef það eftir áreiðanlegum heimildum að Westlake nagladekkin séu allt annað en hljóðlát.
Miðað við lýsinguna sem ég hef heyrt ættu þau að vera hreinlega gölluð að einhverju leyti.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Sun 07. Okt 2018 20:54
af GuðjónR
Ég er súperánægður með Michelin Alpin 6, held ég hafi aldrei keyrt á hljóðlátari dekkjum.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mán 08. Okt 2018 12:46
af Drangur
keypti 4x 185/65 15R hjá dekkjahöllinni á 70k með ventlum og umfelgun fínn díll, lítill hljóðmunur á þeim og sumardekkjunum mínum
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mán 08. Okt 2018 20:32
af elri99
15 R 185/65 Michelin Alpin 5 kosta 49.196 undirkomin hjá Costco sem er um 13.000 kr ódýrara en hjá N1. Þetta væri eflaust dýrara ná N1 ef það væri ekki vegna samkeppni frá Costco.
Sýnist að Nokian Hakkapeliitta R2 og Michelin X Ice séu einnig frábær dekk.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mán 08. Okt 2018 20:40
af GuðjónR
elri99 skrifaði:15 R 185/65 Michelin Alpin 5 kosta 49.196 undirkomin hjá Costco sem er um 13.000 kr ódýrara en hjá N1. Þetta væri eflaust dýrara ná N1 ef það væri ekki vegna samkeppni frá Costco.
Sýnist að Nokian Hakkapeliitta R2 og Michelin X Ice séu einnig frábær dekk.
Ég sá bara Michelin Alpin 6 á 47.996.- undirkomin með ventlum og köfnunarefni.
Alpin 5 eru 185/65 15 og kosta 50.396.- ... nema þau hafi lækkað um helgina.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mán 08. Okt 2018 20:56
af elri99
Þetta verð er frá í dag.
Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?
Sent: Mán 08. Okt 2018 23:52
af Steini B
Keypti 265/50 R19 Nokian Hakkapelitta 8 SUV frá
https://www.camskill.co.uk/ á ca 145þ. til mín
Sambærileg stærð kostar 205þ. hjá Max1