Síða 1 af 3
VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 11:40
af Sallarólegur
EDIT / SUM UP / TL;DR: Ef sendingin þín er ekki komin í þínar hendur á 30-60 dögum hafðu samband við seljanda vöru og farðu fram á endurgreiðslu strax, ekki bíða eftir póstinum sama hvað seljandinn segir.
Ég hélt ég yrði ekki eldri. Ég pantaði mér síma á netinu um daginn og fannst ég vera búinn að bíða ansi lengi þegar nokkrar vikur voru liðnar.
Ég fæ svör frá póstinum að pakkinn sé kominn til landsins og sé á leiðinni á pósthús. Svo kemur í ljós nokkrum dögum síðar að þau týndu sendingunni minni. Þau báðu mig um að senda tjónaskýrslu ef ég vildi fá sendinguna bætta.
Mánuði síðar fæ ég lagðar 3500 kr. inn á reikninginn minn frá póstinum. Þá hafa þau sem sagt týnt sendingunni minni og greitt mér hámarksbætur, sem eru 3500 kr.
Þarna er pósturinn búinn að finna frábæra leið til að græða peninga! Týna sendingum sem kosta tugi þúsunda og greiða svo 3500 kr. í bætur. You can't make this shit up?

- tjonamal.PNG (66.97 KiB) Skoðað 2023 sinnum
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 11:47
af afrika
uh WTF hvernig er þetta löglegt eiginlega ?? :S
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 11:51
af AntiTrust
Úff, ég sendi aldrei neitt sem fer yfir 5þ verðmæti án pósttryggingar - hún kostar klink. Þú borgar ca. 500kr aukalega fyrir 100þ kr hlut ef ég man rétt.
Mér finnst samt skrýtið að þau séu ekki bótaskyld ef þau týna sendingunni þinni - hélt að pósttryggingin væri hugsuð í þeim tilfellum þar sem hluturinn skemmdist á leiðinni. Ef ég greiði póstinum X upphæð fyrir að koma hlut frá A-B, hvernig í fjandanum er ekki innifalin í því grunngjaldi trygging fyrir því að pakkinn komist amk á leiðarenda, hvort sem hann er heill eða ekki?
Ég myndi aldrei stoppa þarna. Beint í neytendasamtökin, þó ekki nema bara til að fá það á hreint að þau séu ekki bótaskyld fyrir meira en 3500 ef sending týnist.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 12:09
af Sallarólegur
Ég er búinn að senda inn kvörtun á Neytendastofu. Mér var aldrei boðið að kaupa neina tryggingu, ég panta bara síma af Aliexpress og fæ svo skilaboð frá póstinum að líklega sé sendingin týnd. Fyrir utan það að það er algerlega út í hött að þau bæti ekki tjón sem þau valda að fullu.
Ég sendi svar á Póstinn, sjáum hvað setur. Það tekur allt að 8 vikur að fá svar frá Neytendastofu.

- posturinn-baetur.PNG (57.41 KiB) Skoðað 3785 sinnum
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 12:33
af Revenant
Ef sendandi (í þessu tilfelli erlend netverslun) tilgreinir ekki verðmæti sendingar (og greiðir aukalega fyrir tryggingu) þá gildir almennar reglur um skaðabætur.
Það verður að tilgreina þegar þjónustan er keypt hvað virði sendingarinnar er til að fá hærri skaðabætur.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 12:48
af Revenant
[Fjarlægt - Það er bannað að senda tvö skilaboð í röð, notaðu edit takkann]
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 13:06
af Sallarólegur
Revenant skrifaði:Ef sendandi (í þessu tilfelli erlend netverslun) tilgreinir ekki verðmæti sendingar (og greiðir aukalega fyrir tryggingu) þá gildir almennar reglur um skaðabætur.
Það verður að tilgreina þegar þjónustan er keypt hvað virði sendingarinnar er til að fá hærri skaðabætur.
Afhverju ert þú að gefa þér eitthvað annað?
Það er alveg ljóst hvert virði sendingarinnar er, enda er ég búinn að greiða virðisaukaskatt fyrir sendinguna, sem Pósturinn rukkaði mig um.
Almennar reglur um skaðabætur, allavega samkvæmt lögum, er að tjón sé bætt að fullu auk dráttavaxta. Pósturinn getur ekki fríað sig ábyrgð með einhverjum fáránlegum skilmálum sem standast ekki lög.
Þarna er Pósturinn búinn að setja sig í þá stöðu að þeir geti hagnast á því að týna sendingum og eru á mjög gráu svæði svo ekki sé meira sagt. Taka við sendingum fyrir 100.000 kr. "týna þeim", og greiða svo 3500 kr. í bætur. Hið fullkomna viðskiptamódel.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 13:18
af peturthorra
Þeir semsagt taka virðisaukann og týna vörunni. En greiða þér einungis 3500kr í skaðabætur? Þetta stenst engaveginn lög. Ef þú berst eins og ljón, þá trúi ég ekki öðru en að Pósturinn "neyðist" til að greiða þér skaðabætur að fullu.
Núna er maður sjálfur orðinn hræddur að fá dýrar sendingar að utan í gegnum póstinn, ef þetta er viðmótið sem maður fær fyrir mistök þeirra.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 13:24
af Revenant
Sallarólegur skrifaði:Revenant skrifaði:Ef sendandi (í þessu tilfelli erlend netverslun) tilgreinir ekki verðmæti sendingar (og greiðir aukalega fyrir tryggingu) þá gildir almennar reglur um skaðabætur.
Það verður að tilgreina þegar þjónustan er keypt hvað virði sendingarinnar er til að fá hærri skaðabætur.
Afhverju ert þú að gefa þér eitthvað annað?
Það er alveg ljóst hvert virði sendingarinnar er, enda er ég búinn að greiða virðisaukaskatt fyrir sendinguna, sem Pósturinn rukkaði mig um.
Almennar reglur um skaðabætur, allavega samkvæmt lögum, er að tjón sé bætt að fullu auk dráttavaxta. Pósturinn getur ekki fríað sig ábyrgð með einhverjum fáránlegum skilmálum sem standast ekki lög.
Þú (á íslandi) kaupir ekki neina póstþjónustu af Póstinum þegar þú færð sendingu erlendis fá (því það er sendandinn sem gerir það) og þar með gilda ekki lög um þjónustukaup fyrir þig.
Þú hefur hinsvegar keypt þjónustu af Póstinum til að tollafgreiða sendinguna en tollafgreiðslan/innheimta vsk hefur ekkert með póstflutninginn sjálfan að gera.
Það er ekkert sem bannar erlendu fyrirtæki að tollafgreiða og innheimta vsk af sendingu til þín (sbr. Amazon) en í því tilfellum þyrfti ekkert að borga Póstinum.
Í rauninni hefðiru átt að tala við netverslunina strax og beðið um að fá endurgreitt alla upphæðina í stað þess að vesenast í póstinum á Íslandi.
Það er á ábyrgð sendandans að afhenda þér vöruna (og tryggja hana ef þeir svo kjósa).
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 13:41
af Sallarólegur
Revenant skrifaði:
Þú (á íslandi) kaupir ekki neina póstþjónustu af Póstinum þegar þú færð sendingu erlendis fá (því það er sendandinn sem gerir það) og þar með gilda ekki lög um þjónustukaup fyrir þig.
Þú hefur hinsvegar keypt þjónustu af Póstinum til að tollafgreiða sendinguna en tollafgreiðslan/innheimta vsk hefur ekkert með póstflutninginn sjálfan að gera.
Það er ekkert sem bannar erlendu fyrirtæki að tollafgreiða og innheimta vsk af sendingu til þín (sbr. Amazon) en í því tilfellum þyrfti ekkert að borga Póstinum.
Í rauninni hefðiru átt að tala við netverslunina strax og beðið um að fá endurgreitt alla upphæðina í stað þess að vesenast í póstinum á Íslandi.
Það er á ábyrgð sendandans að afhenda þér vöruna (og tryggja hana ef þeir svo kjósa).
Þarf að athuga hvort tíminn til að kvarta til söluaðila sé ekki runninn út, enda sendi hann þetta fyrir hálfu ári síðan. Ég bíð í margar vikur eftir svari frá póstinum, svo í fjórar vikur eftir að tjónið yrði bætt. Kannski er hægt að athuga hvað Visa er til í að gera þar sem þetta er greitt með Visakorti.
Ég pantaði síma frá Kína í janúar (31.01.2018) og fæ greiddar bætur frá póstinum núna í júní (26.06.2018).
[40. gr.]1) Ábyrgðarsendingar og bögglar.
Sendandi ábyrgðarsendinga og böggla skal eiga rétt á skaðabótum fyrir slíkar sendingar sem glatast eða eyðileggjast að einhverju eða öllu leyti í vörslu póstrekenda. Skaðabætur skulu miðast við verðmæti sendinganna. Póst- og fjarskiptastofnun skal setja reglur um hámark ábyrgðar sem póstrekendum ber að taka á sig í þessu sambandi.
[44. gr.]1) Póstsendingar milli landa.
Um skaðabætur fyrir póstsendingar milli landa skal farið eftir gildandi milliríkjasamningum. Glatist sending eða hún bíður tjón hjá póstrekanda á íslensku landsvæði greiðast þó skaðabætur eins og um innlenda sendingu sé að ræða enda sé það hagstæðara fyrir tjónþola.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2002019.html
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 13:55
af urban
Þú ert alltof mikið að horfa á póstinn og reyna útbúa vesen á hann.
Slepptu því alveg, þú pantaðir þér vöru og fékkst hana ekki í hendurnar.
Talaðu við söluaðilann, hann á síðan bótakröfu á póstinn ef að hann tryggði sendinguna til þín.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 14:00
af Revenant
Sallarólegur skrifaði:Ég pantaði síma frá Kína í janúar (31.01.2018) og fæ greiddar bætur frá póstinum núna í júní (26.06.2018).
[40. gr.]1) Ábyrgðarsendingar og bögglar.
Sendandi ábyrgðarsendinga og böggla skal eiga rétt á skaðabótum fyrir slíkar sendingar sem glatast eða eyðileggjast að einhverju eða öllu leyti í vörslu póstrekenda. Skaðabætur skulu miðast við verðmæti sendinganna. Póst- og fjarskiptastofnun skal setja reglur um hámark ábyrgðar sem póstrekendum ber að taka á sig í þessu sambandi.
[44. gr.]1) Póstsendingar milli landa.
Um skaðabætur fyrir póstsendingar milli landa skal farið eftir gildandi milliríkjasamningum. Glatist sending eða hún bíður tjón hjá póstrekanda á íslensku landsvæði greiðast þó skaðabætur eins og um innlenda sendingu sé að ræða enda sé það hagstæðara fyrir tjónþola.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2002019.html
Sendingin frá Kína var ótryggð (eða réttara sagt almenna tryggingin á kínverskum bréfsendingum var notuð sem er lægri tryggingarupphæð en á Íslandi) þannig Pósturinn á Íslandi fer eftir 44. grein og borgar þér 3500 kr sem er hærra en það sem kína tryggir bréfin sín á. Ef almenna kínsverska tryggingin væri t.d. $50 þá hefðu skaðabætur verið ~5.000kr
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 15:03
af Sallarólegur
urban skrifaði:Þú ert alltof mikið að horfa á póstinn og reyna útbúa vesen á hann.
Slepptu því alveg, þú pantaðir þér vöru og fékkst hana ekki í hendurnar.
Talaðu við söluaðilann, hann á síðan bótakröfu á póstinn ef að hann tryggði sendinguna til þín.
Haha, útbúa vesen? Það var Pósturinn á Íslandi sem týndi símanum mínum. Það er pósturinn sem er að útbúa vesenið, ekki ég. Það hefur oft gerst að starfsmenn póstsins hafa verið reknir fyrir svona mál.
Það er ein leið til að líta á þetta. Sjáum hvað seljandinn segir, annars er last resort að senda kvörtun v. kortafærslu hjá Valitor, sé að það er allavega gert ráð fyrir því í forminu þeirra: Vara var pöntuð en ekki móttekin.
https://valitor.is/kortalausnir/thjonus ... tafaerslu/
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 15:30
af urban
Sallarólegur skrifaði:urban skrifaði:Þú ert alltof mikið að horfa á póstinn og reyna útbúa vesen á hann.
Slepptu því alveg, þú pantaðir þér vöru og fékkst hana ekki í hendurnar.
Talaðu við söluaðilann, hann á síðan bótakröfu á póstinn ef að hann tryggði sendinguna til þín.
Haha, útbúa vesen? Það var Pósturinn á Íslandi sem týndi símanum mínum. Það er pósturinn sem er að útbúa vesenið, ekki ég. Það hefur oft gerst að starfsmenn póstsins hafa verið reknir fyrir svona mál.
Það er ein leið til að líta á þetta. Sjáum hvað seljandinn segir, annars er last resort að senda kvörtun v. kortafærslu hjá Valitor, sé að það er allavega gert ráð fyrir því í forminu þeirra: Vara var pöntuð en ekki móttekin.
https://valitor.is/kortalausnir/thjonus ... tafaerslu/
Já en þú ert ekki viðskiptavinur póstsins í þessu tilviki, það er sendandinn.
pósturinn er að klúðra þessu gagnvart sendanda fyrst og fremst.
Jájá pósturinn týndi pakka, það gerist, en hann týndi pakka frá sendanda.
Þú sem kaupandi vöru átt að snúa þér til seljanda að fá vöruna sem að skilar sér ekki.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Lau 28. Júl 2018 15:52
af kizi86

hakaðir þú ekki við þetta þegar varst í "check out" ?
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Sun 29. Júl 2018 11:29
af mind
Sammála Urban. Ert bara búa til vesen.
Það er til staðar ferli til að taka sérstaklega á svona hlutum því það er vitað þetta getur gerst. Ef þú kýst að ekki nota það og frekar snúa þér að aðilanum sem er næst þér og kenna honum um, þá er það að búa til vesen í mínum huga.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Sun 29. Júl 2018 12:54
af Squinchy
Hafðu samband við bankann þinn og gerðu endurkröfu á símann
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Sun 29. Júl 2018 15:00
af pattzi
Það er ekkert hægt að gera 6 mánuðum seinna efast ég um
En annars afhverju að borga vsk af vöru sem þú fékkst ekki í hendurnar maður borgar það vanalega þegar maður sækir pakkann
og annað ég geri dispute ef það sem ég panta er ekki komið eftir 35-40 daga og heimta endurgreiðslu
Ekkert póstinum að kenna pakkin gæti hafa týnst einhverstaðar í ferlinu
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Sun 29. Júl 2018 15:15
af Sallarólegur
pattzi skrifaði:Það er ekkert hægt að gera 6 mánuðum seinna efast ég um
En annars afhverju að borga vsk af vöru sem þú fékkst ekki í hendurnar maður borgar það vanalega þegar maður sækir pakkann
og annað ég geri dispute ef það sem ég panta er ekki komið eftir 35-40 daga og heimta endurgreiðslu
Ekkert póstinum að kenna pakkin gæti hafa týnst einhverstaðar í ferlinu
Haha ertu að grínast? Pósturinn fékk pakkann í hendurnar, ég greiði VSK og bið um að senda pakkann í Póstbox.
Líða nokkrar vikur, enginn pakki. Pósturinn segist hafa týnt pakkanum og bjóða mér að fylla út tjónaskýrslu. Ég fylli út skýrslu, bíð í fimm vikur og fæ 3500 kr. lagaðar inn á reikninginn.
Það að ég sé að búa til vesen er náttúrulega eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt.
Annaðhvort hefur einhver starfsmaður póstsins litist vel á pakkan og stolið honum, eða honum hefur verið stolið eða horfið hjá póstinum einhverstaðar í ferlinu. Það að ég eigi að sitja uppi með tjónið er algerlega útúr kú.
Ég er búinn að bíða eftir afgreiðslu hjá póstinum í 2-3 mánuði og fæ svo 3500 kr.
Sjáum hvað PayPal segir

Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Mán 30. Júl 2018 11:22
af pattzi
Sallarólegur skrifaði:pattzi skrifaði:Það er ekkert hægt að gera 6 mánuðum seinna efast ég um
En annars afhverju að borga vsk af vöru sem þú fékkst ekki í hendurnar maður borgar það vanalega þegar maður sækir pakkann
og annað ég geri dispute ef það sem ég panta er ekki komið eftir 35-40 daga og heimta endurgreiðslu
Ekkert póstinum að kenna pakkin gæti hafa týnst einhverstaðar í ferlinu
Haha ertu að grínast? Pósturinn fékk pakkann í hendurnar, ég greiði VSK og bið um að senda pakkann í Póstbox.
Líða nokkrar vikur, enginn pakki. Pósturinn segist hafa týnt pakkanum og bjóða mér að fylla út tjónaskýrslu. Ég fylli út skýrslu, bíð í fimm vikur og fæ 3500 kr. lagaðar inn á reikninginn.
Það að ég sé að búa til vesen er náttúrulega eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt.
Annaðhvort hefur einhver starfsmaður póstsins litist vel á pakkan og stolið honum, eða honum hefur verið stolið eða horfið hjá póstinum einhverstaðar í ferlinu. Það að ég eigi að sitja uppi með tjónið er algerlega útúr kú.
Ég er búinn að bíða eftir afgreiðslu hjá póstinum í 2-3 mánuði og fæ svo 3500 kr.
Sjáum hvað PayPal segir

Skil ég vissi ekki að þu hefðir verið með póstbox
En vanalega borga eg svona a pósthúsi enda ekkert póstbox þar sem eg á heima og svo er best að biðja um endurgreiðslu úti ef varan er ekki kominn innan 30-40 daga c.a en það er kannski bara ég
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Mán 30. Júl 2018 12:02
af Sallarólegur
pattzi skrifaði:
Skil ég vissi ekki að þu hefðir verið með póstbox
En vanalega borga eg svona a pósthúsi enda ekkert póstbox þar sem eg á heima og svo er best að biðja um endurgreiðslu úti ef varan er ekki kominn innan 30-40 daga c.a en það er kannski bara ég
Já ég hefði klárlega átt að gera það, en það er alltaf létt að vera vitur eftir á
Bætti þessari lexíu við efst í upprunalega póstinn.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Mán 30. Júl 2018 21:21
af g0tlife
Ef pósturinn sjálfur fékk pakkann í hendurnar og kom honum ekki til þín þá er það alfarið þeim að kenna. Annað hvort gleymdist hann/týndist eða starfsmaður stal honum.
Í þínu tilviki mundi ég ekkert vera tala við eitthvern sem svarar bara símanum heldur fara í einhverja yfirmenn og fara í hart. Skil heldur ekki í fólki hér fyrir ofan að segja að þú sért með vesen því um leið og varan fer í hendurnar á póstinum þá er varan á þeirra ábyrgð.
Pósturinn er í þokkabót tryggður fyrir svona hlutum. Ef ég brýst inn í vöruhús póstsins og stel fullt af kössum eiga þá allir að rukka ebay eða amazon ?
Mundi ekki gefa neitt eftir og þú ert ekki með vesen að fá rétt þinn og pening til baka.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Mið 01. Ágú 2018 19:02
af pattzi
g0tlife skrifaði:Ef pósturinn sjálfur fékk pakkann í hendurnar og kom honum ekki til þín þá er það alfarið þeim að kenna. Annað hvort gleymdist hann/týndist eða starfsmaður stal honum.
Í þínu tilviki mundi ég ekkert vera tala við eitthvern sem svarar bara símanum heldur fara í einhverja yfirmenn og fara í hart. Skil heldur ekki í fólki hér fyrir ofan að segja að þú sért með vesen því um leið og varan fer í hendurnar á póstinum þá er varan á þeirra ábyrgð.
Pósturinn er í þokkabót tryggður fyrir svona hlutum. Ef ég brýst inn í vöruhús póstsins og stel fullt af kössum eiga þá allir að rukka ebay eða amazon ?
Mundi ekki gefa neitt eftir og þú ert ekki með vesen að fá rétt þinn og pening til baka.
Samt Common sense að borga ekki fyrr en að þu tekur við pakkanum
og biðja um endurgreiðslu oftast fær maður svo vöruna reyndar seinna meir en þá er hún bara frí þannig það er win win díll fyrir þig
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Mið 01. Ágú 2018 19:19
af arons4
pattzi skrifaði:g0tlife skrifaði:Ef pósturinn sjálfur fékk pakkann í hendurnar og kom honum ekki til þín þá er það alfarið þeim að kenna. Annað hvort gleymdist hann/týndist eða starfsmaður stal honum.
Í þínu tilviki mundi ég ekkert vera tala við eitthvern sem svarar bara símanum heldur fara í einhverja yfirmenn og fara í hart. Skil heldur ekki í fólki hér fyrir ofan að segja að þú sért með vesen því um leið og varan fer í hendurnar á póstinum þá er varan á þeirra ábyrgð.
Pósturinn er í þokkabót tryggður fyrir svona hlutum. Ef ég brýst inn í vöruhús póstsins og stel fullt af kössum eiga þá allir að rukka ebay eða amazon ?
Mundi ekki gefa neitt eftir og þú ert ekki með vesen að fá rétt þinn og pening til baka.
Samt Common sense að borga ekki fyrr en að þu tekur við pakkanum
og biðja um endurgreiðslu oftast fær maður svo vöruna reyndar seinna meir en þá er hún bara frí þannig það er win win díll fyrir þig
Ef þú færð vöruna sem barst póstinum ekki í hendurnar þá áttu alltaf að minnsta kosti að fá vaskinn endurgreiddann og svo skaðabætur ofaná það, það segir sig sjálft.
Þar að auki á pósturinn að bera ábyrgð á sínum eigin mistökum, rétt eins og iðnaðarmenn.
Skil ekki hvernig einhver getur réttlætt svona vinnubrögð hjá póstinum.
Re: VARÚÐ! Pósturinn týndi símanum mínum - Greiðir 3500 kr. skaðabætur
Sent: Mið 01. Ágú 2018 21:51
af HalistaX
Pósturinn er svo royally að skíta uppá bak þessa dagana....
Fékk tilkynningu um daginn um að ég ætti pakka í töllinum, ég kannast ekkert við það, gef þeim leyfi til að opna pakkann þar sem ég var ekki með kvittun enda pantaði ég ekki neitt...
1-2 weeks later fer ég á pósthúsið á Dalvegi Kópavogi og bið um pakkann minn, konan gerir stórmál útúr því að ég sé ekki með skilríkin mín, ökuskírteinið, týndi því fyrir löngu, Janúar eh tíman á ehrju heimilislausu djammi, sýni henni tracking numberið, hún spyr mig til nafns og fer svo bakvið að tékka á pakkanum, kemur til baka segjandi að það sé enginn pakki á mínu nafni heldur er einhver JXXXXXX GXXXXXXXSON sem á pakka....
Þá hefði eitthvað skeð í tollinum og póstinum þegar einhver setti mitt nafn, kennitölu, símanúmer og email á þennan pakka sem JXXXXXX GXXXXXXSON átti.......
Thanks IS Postal Service!
