Síða 1 af 1

Undarlegt skjákorts vandamál

Sent: Fim 10. Mar 2005 11:35
af gnarr
Ég er með frekar skrítið vandamál með skjákortið hjá mér í vinnunni.

Þetta lýsir sér þannig að þegar ég tildæmis dreg glugga um skjáinn, þá rifna gluggarnir bókstaflega í sundur. þetta minnir mikið á það þegar maður er með hærra fps en skjárinn ræður við í skotleikjum, en eru desktop ekki alltaf í sync við skjáinn?

hérna eru nokkrar myndir þar sem ég er að færa glugga um skjáinn:

Sent: Fim 10. Mar 2005 12:03
af einarsig
þetta er svona hjá mér þegar ég er ekki með skjákorts driver install-aðann ... ertu búinn að prófa skipta um driver ?

Sent: Fim 10. Mar 2005 12:18
af gnarr
já. ég er búinn að prófa driverana sem fylgdu með, catalyst 5.1 og 5.2. þetta er með þeim öllum.

Sent: Fim 10. Mar 2005 12:46
af Ice master
5,3 var að koma núna http://www.ati.com

Sent: Fim 10. Mar 2005 12:52
af gnarr
ég stórlega efa það að 5.3 lagi eitthvað. ég held að það sé sannað að þetta eru ekki driverar.

Sent: Fim 10. Mar 2005 13:01
af Stutturdreki
Búinn að prófa annann skjá og skjáinn á annari tölvu?

Sent: Fim 10. Mar 2005 13:38
af Ice master
jájá en ertu ekki buin að prufa annan skjá og hvernig skjákort er þetta ? og ég mundi lika prufa skjákortið i annað móbo,,,myndi lika prufa hreyfa snúruna aðeins frá skjánum ,,,ég hef séð svona vandamál ádur en þá kom það i ljós að þetta var hita vandamál gerdist einmitt svona eins og á þessar myndir,,það gerdist þannig að það kom of mikið af ryki og svona hjá Gpu viftuna ,Og viftan stoppaði og þá byrjadi þetta að gerast og svo komu lika linur og svona ,en þvi miður var ekki hægt að bjarga þvi korti en það virkaði samt en er að tala um linurnar og þetta,, Gpuið brann smá lika.

Sent: Fim 10. Mar 2005 13:51
af Pandemic
Vissum að þetta sé einhvað vélbúnaðartengt gæti þetta ekki bara verið windowsið?

Sent: Fim 10. Mar 2005 15:36
af hahallur
Það var svona líkt þessu hjá mér á geforce MX 2, skipti bara um, það var ónýtt.

Kannski geturu bara farið með það og prófað nýtt.

Sent: Fim 10. Mar 2005 17:05
af gnarr
Þetta er radeon 9550. Ég er búinn ad profa 2 skjài og bœði DVI og VGA tengið. Ég hef ekki aðra tolvu her til ad athuga hvort þad breyti einhverju

Sent: Fim 10. Mar 2005 17:24
af hahallur
Ég held að tíminn sem þú eiðir í þetta sé verðmætari en skjákortið, fáðu að prófa nýtt til nyrði Tölvuvirkni, huggsa að þeir leyfi þér allveg að prófa.

Sent: Fim 10. Mar 2005 19:27
af ponzer
Hættur að drekka í vinnuni þá ætti þetta að lagast !

Btw.. Varstu að installa einnhverju nýjum forritum á vélina ?

Sent: Fös 11. Mar 2005 19:19
af Daz
Ef þetta er eina grafíkvandamálið þá gætirðu prófað að taka af "show window contents while dragging" í desktop properties -> appearance -> effects (eða þar er það í mín vinnu winxp).