Vara við notkun þráðlauss nets
Sent: Mán 16. Okt 2017 20:52
Vildi bara starta umræðu um þetta hér þar sem mér sýndist enginn hafa gert það nú þegar.
Póst og fjarskiptastofnun sendi víst í dag út aðvörun vegna wifi/wpa2
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2017/1 ... auss_nets/
Umræddur galli KRACK:
Póst og fjarskiptastofnun sendi víst í dag út aðvörun vegna wifi/wpa2
Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Þetta kemur fram í frétt Póst- og fjarskiptastofnunar.
Algengasti auðkenningar- og dulkóðunar staðallinn fyrir þráðlausar nettengingar (WiFi) í dag er WPA2. Í dag var gefin út skýrsla um nokkra veikleika í samskiptareglum WPA2 sem gerir hann veikan fyrir árásum á þau tæki sem nota nettengingarnar. Veikleikinn er nefndur „Krack“ eða „Key Reinstallation Attacks“.
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2017/1 ... auss_nets/
Umræddur galli KRACK:
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2017/1 ... tengingum/Krack“ eða „Key Reinstallation Attacks“ er ný tegund galla í þráðlausum nettengingum sem rannsakendur við háskóla í Belgíu greindu nýlega frá.
Um er að ræða galla sem gerir það að verkum að hægt er að lesa dulkóðuð samskipti á þráðlausu neti.
Gallann er aðallega að finna í staðfestingarbúnaði sem inniheldur talnarunu sem notaður er til að tryggja öryggi þráðlausra tenginga. Snjalltæki sem nota Android 6.0 stýrikerfi eru sérstaklega viðkvæm fyrir gallanum.