Síða 1 af 1

Vantar rálegging um SATA?

Sent: Sun 13. Feb 2005 19:27
af Dust
Ég er að pæla núna í því að fara fá mér SATA disk sem á að taka við stýrikerfinu og leikjunum o.s.frv. þannig hann þarf ekki að vera neitt 120 - 250 gb diskur. Jafnvel 40 gb yrði nóg, nema það séu betri kaup í einhverjum aðeins stærra.

Þannig spurninginn er, hvaða framleiðandi er hljóðlátur og góður af ykkur mati. Og einnig, eru einhver rosa munur á 10000sn disk og 7200rpm?

Upphæðin sem ég myndi helst ekki vilja fara yfir er 13 þús.

Endilega sendið mér linka á diska sem þið mælið með :8)

Sent: Sun 13. Feb 2005 19:46
af CendenZ
barracuda eða samsung 120 gb.


hljóðlátir. já.

Sent: Sun 13. Feb 2005 20:30
af kristjanm
Western Digital Raptor 36GB er hraðvirkur.

Sent: Sun 13. Feb 2005 23:56
af Dust
já ég er reyndar alveg kominn með nóg af WD, þeir hafa reynst mér vel í öllu nema því að vera hljóðlátir. Þannig allt þetta sem er þekkt fyrir að vera hljóðlátt er málið :)

Sent: Mán 14. Feb 2005 07:33
af kristjanm
Western Digital er eini framleiðandinn sem er með 10K rpm SATA diska og þeir eru mun hraðvirkari en allir hinir SATA hörðu diskarnir.

Ég er með tvo svona, 36GB útgáfuna, og þeir eru ekkert sérstaklega háværir nema ef ég er að láta þá vinna mikið. Heyrist ekkert í þeim þegar þeir eru idle.

Sent: Mán 14. Feb 2005 15:57
af Dust
Hei það er kúl að heira, þetta er einhvað sem ég vissi ekki :) takk kærlega