Síða 1 af 2
Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Mið 09. Ágú 2017 15:37
af Klemmi
Sæl veriði,
síðustu vikur hef ég verið að þróa í frítímanum nýja leitarvél (líkt og Laptop.is) nema í þetta skiptið fyrir sólarlandaferðir í gegnum íslenskar ferðaskrifstofur (Sumarferðir, Heimsferðir, Úrval-Útsýn, Plúsferðir og VITA-ferðir).
www.ferdaleit.is
Ég er ekkert byrjaður að auglýsa þetta neitt, á eftir að skoða útlitið aðeins betur, setja upp Facebook síðu o.s.frv., en mér þætti vænt um ef einhverjir gæfu sér tíma til að kíkja inn á síðuna og gefa mér feedback, hvort það séu einhverjir fítusar sem þið teljið gagnlega sem eru ekki til staðar, eða ef þið lendið í einhverjum buggum
Hugmyndin er einföld, þú velur fjölda fullorðinna og barna, en að öðru leyti ræðurðu hvað þú skorðar ferðirnar við. Hvort sem það er lengd ferðar, áfangastaður, stjörnur á hóteli, verð, ferðatímabil o.s.frv.
Bestu kveðjur,
Klemmi
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Mið 09. Ágú 2017 15:41
af dori
- ferdaleit.png (25.25 KiB) Skoðað 3200 sinnum
Fyrsta sem ég tók eftir. Held áfram að skoða.
Mjög kúl concept. Eitt sem ég tek eftir (þegar ég leitaði með "allir áfangastaðir") þá er rosalega mikið dót og infinite scroll er leiðinlegt með ef þú vilt hoppa langt. Þú þarft alltaf að bíða eftir að hver biti sé tilbúinn áður en þú getur scrollað áfram. Kannski engin góð lausn við því annað en að hafa bara vit á því að nota betri leitarskilyrði. Svo veit ég ekkert hvað þessar herbergistegundir þýða en það er bara mitt persónulega vandamál.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Mið 09. Ágú 2017 17:36
af Klemmi
dori skrifaði:
Mjög kúl concept. Eitt sem ég tek eftir (þegar ég leitaði með "allir áfangastaðir") þá er rosalega mikið dót og infinite scroll er leiðinlegt með ef þú vilt hoppa langt. Þú þarft alltaf að bíða eftir að hver biti sé tilbúinn áður en þú getur scrollað áfram. Kannski engin góð lausn við því annað en að hafa bara vit á því að nota betri leitarskilyrði.
Takk fyrir og mjög góður punktur
Ég prófaði fyrst að nota blaðsíður en kippti því aðallega út því það er plássfrekt og ljótt, auk þess sem mér fannst það ekki raunverulega færa þér neitt. Það eru viss þægindi við blaðsíðuskiptinguna að geta hoppað langt áfram í leitarniðurstöðum, en þá ertu í raun bara að fletta eftir verði og betri leið, einmitt ef fólk fattar það, að hækka lágmarksverðið.
Þegar þú nefnir þetta, þá er þó kannski ekki vitlaust að bjóða upp á aðra röðun en eftir verði, t.d. ef þú ert búinn að setja inn skorður á verð, og vilt í fljótu bragði raða eftir hótel-stjörnunum eða áfangastað, en þá kemur það aftur fram... þú gætir þurft að scrolla mjög langt til að komast á næsta áfangastað... ég þarf að hugsa þetta betur!
dori skrifaði:Svo veit ég ekkert hvað þessar herbergistegundir þýða en það er bara mitt persónulega vandamál.
Nei, þetta er bara það sem uppgefið er hjá ferðaskrifstofunum og erfitt að fá betri lýsingu. Fólk neyðist því líklega til að kíkja áfram á ferðina (með því að smella á stækkunarglerið lengst til hægri) og skoða herbergið sérstaklega.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fim 10. Ágú 2017 10:20
af Sallarólegur
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fim 10. Ágú 2017 11:28
af dori
Klemmi skrifaði:Þegar þú nefnir þetta, þá er þó kannski ekki vitlaust að bjóða upp á aðra röðun en eftir verði, t.d. ef þú ert búinn að setja inn skorður á verð, og vilt í fljótu bragði raða eftir hótel-stjörnunum eða áfangastað, en þá kemur það aftur fram... þú gætir þurft að scrolla mjög langt til að komast á næsta áfangastað... ég þarf að hugsa þetta betur!
Já, það gæti verið góð lausn að leyfa þér að raða öðrum hlutum. T.d. verð hver nótt eða eitthvað. Og mögulega ef það er hægt að hafa einhvern indicator um hvert þú ert kominn í listanum (s.s. hvað þú ert búinn að sjá m.v. hversu margar niðurstöður voru).
Eitt sem mér dettur í hug væri ef þú gætir sýnt einhvernvegin (mögulega í hliðardálk) hversu margir möguleikar í ferðalengd voru (s.s. 7, 10, 14, 21 nætur) og hversu margar niðurstöður voru fyrir hvert, sama með stjörnur og mögulega verðbil. Og hafa svo möguleikann á því að geta smellt á það til að þrengja niðurstöðurnar. Svipað og Splunk leyfir þér að gera ef þú hefur notað það tól.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fim 10. Ágú 2017 19:33
af sxf
Ég skil þennan fítus ekki alveg. Hvort er ég að velja 5 eða 13 nætur? Svo þegar ég leita þá fæ ég upp 7 nætur.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fim 10. Ágú 2017 20:51
af dori
sxf skrifaði:
Ég skil þennan fítus ekki alveg. Hvort er ég að velja 5 eða 13 nætur? Svo þegar ég leita þá fæ ég upp 7 nætur.
Eitthvað á bilinu 5-13
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fim 10. Ágú 2017 20:56
af urban
Stærsti kosturinn sem að ég sæi fram á að myndi breyta einhverju fyrir mig væri að geta útilokað einhverjar ferðaskrifstofur eða flugfélög.
Ég flýg t.d. ekki með Ryan Air eða Primera Air
En ekki það, ég er ekkert að fara að nota þetta svo sem, raða mínum ferðum alfarið saman sjálfur.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 00:56
af Sallarólegur
dori skrifaði:sxf skrifaði:
Ég skil þennan fítus ekki alveg. Hvort er ég að velja 5 eða 13 nætur? Svo þegar ég leita þá fæ ég upp 7 nætur.
Eitthvað á bilinu 5-13
Ætti bara að vera að hægt að "skruna" hægra hjólinu
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 09:14
af Klemmi
Sallarólegur skrifaði:Ætti bara að vera að hægt að "skruna" hægra hjólinu
Ég skil ekki?
Held að fólk vilji geta valið ferðir frá x til y daga
T.d. ef ég vil minnst fara út í 10 daga en mest fara út í 14 daga
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 09:23
af Sallarólegur
Klemmi skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Ætti bara að vera að hægt að "skruna" hægra hjólinu
Ég skil ekki?
Held að fólk vilji geta valið ferðir frá x til y daga
T.d. ef ég vil minnst fara út í 10 daga en mest fara út í 14 daga
Ah, skil þig.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 09:48
af HalistaX
Hver er eiginlega að borga Klemma fyrir allar þessar vefsíður? Meikaru að henda í eina sem leitar að Íslensku klámi á internetinu? Er ekki að finna neitt með google...
Er Dohop samt ekki með sama concept eða? Eða er það bara í gegnum þá ferðaskrifstofu?
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 10:15
af dori
HalistaX skrifaði:Er Dohop samt ekki með sama concept eða? Eða er það bara í gegnum þá ferðaskrifstofu?
Þetta leitar í pakkaferðum, dohop leitar í flugum. Hérna ertu kannski með samtals 150 þúsund möguleika yfir heilt ár á meðan það sem dohop er að vinna með er miklu stærra gagnasafn þar sem þú ert líka að setja saman mismunandi möguleika og eitthvað.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 12:24
af Klemmi
HalistaX skrifaði:Er Dohop samt ekki með sama concept eða? Eða er það bara í gegnum þá ferðaskrifstofu?
Conceptið er vissulega það sama, munurinn liggur í að hjá mér ertu með flug + gistingu + fararstjórn
Markhópurinn fyrir svona ferðaskrifstofuferðir er held ég helst fólk með börn og svo eldra fólk.
Eldra fólk því það er vanara þessu en að bóka sjálft, fólk með börn því að það er öryggi í að hafa fararstjórn, neyðarnúmer sem þú getur hringt í ef eitthvað kemur upp á, auk þess sem að þú getur spurt betur út í ferðirnar, hvernig sé með afþreyingu fyrir börnin á hótelinu o.s.frv.
Það sem kannski kom mér mest á óvart er hvað ferðirnar geta verið hagstæðar, þ.e. á réttu dagsetningunum og til réttu áfangastaðanna þá þarf þetta ekki að vera dýrara heldur en að bóka sjálfur flug og gistingu, sbr. að ódýrasta ferðin fyrir 2 er á innan við 50þús kall á haus með flugi og gistingu í viku
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 18:55
af nonesenze
væri fín viðbót að geta hakað í hálft fæði fullt fæði eða ekkert
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 22:47
af mundivalur
Snilld og ég er alveg að fara panta eina late sólarferð
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Fös 11. Ágú 2017 23:52
af Klemmi
nonesenze skrifaði:væri fín viðbót að geta hakað í hálft fæði fullt fæði eða ekkert
Get því miður ekki boðið upp á að haka við, þar sem að þetta kemur í alls kyns formatti frá ferðaskrifstofunum
Hins vegar er þessi reitur hugsaður fyrir það, getur þá skrifað "hálft fæði" eða "fullt fæði", eða "allt innifalið"/"all inclusive"... eða bara hvað sem þú vilt
- Capture.PNG (29.21 KiB) Skoðað 2532 sinnum
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Lau 12. Ágú 2017 01:08
af HalistaX
Held þetta sé eitthvað gallað, ég fæ allavegana ekkert þegar ég leita að því sem ég vil hafa í herberginu mínu....
- Ferðaleit Galla leit more like it..PNG (32.52 KiB) Skoðað 2512 sinnum
All joking aside samt, þá er þetta topp síða og frábært framtak! Go Klemmi! Hann ætti augljóslega að vera að fá annað hvort borgað eða borgað meira fyrir það sem hann gerir!
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Þri 03. Okt 2017 15:47
af Halli25
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Þri 03. Okt 2017 17:04
af lukkuláki
Algjörlega frábært framtak en hvar er Icelandair?
Þeir eru líka með pakkaferðir.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Þri 03. Okt 2017 17:29
af Klemmi
lukkuláki skrifaði:Algjörlega frábært framtak en hvar er Icelandair?
Þeir eru líka með pakkaferðir.
Takk fyrir!
Ég hafði ekki einu sinni skoðað þá, þar sem ég hélt að VITA (sem er dótturfyrirtæki þeirra og með eins bókunarvél) byði upp á sömu ferðir og þeir.
Sólarferðirnar sem eru í boði núna með IcelandAir eru sýnist mér eingöngu til Florida, og mjög erfitt að finna nokkuð
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Mið 08. Nóv 2017 02:48
af ZiRiuS
Ef ég skrifa "hjólastólaaðgengi" eða "aðgengi" eða eitthvað þannig í herbergi flipann fæ ég ekkert upp. Eru engar þannig upplýsingar frá ferðaskrifstofunum?
Annars mjög flott síða.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Mið 08. Nóv 2017 09:20
af Klemmi
ZiRiuS skrifaði:Ef ég skrifa "hjólastólaaðgengi" eða "aðgengi" eða eitthvað þannig í herbergi flipann fæ ég ekkert upp. Eru engar þannig upplýsingar frá ferðaskrifstofunum?
Annars mjög flott síða.
Mjög góður punktur, án þess að þora að fullyrða um það, þá virðist það aldrei koma fram í textalýsingu á herbergi hjá ferðaskrifstofunum að um herbergi með hjólastólaaðgengi sé að ræða, sbr. að jafn vel leit að "hjól" eða "aðg" skilar engu, en leitin leitar s.s. jafn vel að broti úr orði, hvar sem er í textalýsingu herbergisins.
Hins vegar þá kemur fram á Booking.com hvort að hótelið sé með "Facilities for disabled guests". Ég gæti auðveldlega bætt því við hjá mér að hægt sé að sía út og sjá einungis þau hótel, en ég ætla fyrst að heyra í ferðaskrifstofunum og sjá hvort að það að hótel sé merkt á þennan máta á Booking.com sé jafngilt því að einstaklingur í hjólastól geti bókað sér ferð og gert ráð fyrir að lenda hvorki í vandræðum í flugi eða á hóteli
- hotel.png (9.49 KiB) Skoðað 1888 sinnum
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Mið 08. Nóv 2017 14:13
af ZiRiuS
Klemmi skrifaði:ZiRiuS skrifaði:Ef ég skrifa "hjólastólaaðgengi" eða "aðgengi" eða eitthvað þannig í herbergi flipann fæ ég ekkert upp. Eru engar þannig upplýsingar frá ferðaskrifstofunum?
Annars mjög flott síða.
Mjög góður punktur, án þess að þora að fullyrða um það, þá virðist það aldrei koma fram í textalýsingu á herbergi hjá ferðaskrifstofunum að um herbergi með hjólastólaaðgengi sé að ræða, sbr. að jafn vel leit að "hjól" eða "aðg" skilar engu, en leitin leitar s.s. jafn vel að broti úr orði, hvar sem er í textalýsingu herbergisins.
Hins vegar þá kemur fram á Booking.com hvort að hótelið sé með "Facilities for disabled guests". Ég gæti auðveldlega bætt því við hjá mér að hægt sé að sía út og sjá einungis þau hótel, en ég ætla fyrst að heyra í ferðaskrifstofunum og sjá hvort að það að hótel sé merkt á þennan máta á Booking.com sé jafngilt því að einstaklingur í hjólastól geti bókað sér ferð og gert ráð fyrir að lenda hvorki í vandræðum í flugi eða á hóteli
hotel.png
Geggjað, hlakka til að sjá hvað þau segja.
Re: Ferðaleit.is - Leitarvél fyrir sólarlandaferðir
Sent: Mið 08. Nóv 2017 16:36
af rapport
Manni bregður smá að sjá ferðaskrifstofurnar nota sömu hótelin og birta sömu verðin...