Síða 1 af 1

Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 20:32
af Tiger
Er eðlilegt að maður þurfi að bíða í 2 vikur eða meira eftir að fá mann frá vetvangsþjónustu Mílu til að setja upp Ont-u hjá sér?? Engin alvöru svör þegar hringt er, engin svör þegar tölvupóstar eru sendir....bara sagt þetta sé að fara að gerast.

Einn að verða nett klikkaður að vera netlaus :mad

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 20:36
af Dúlli
Heppinn, tvær vikur er vel sloppið, hef séð fólk bíða í mánuð.

Getur óskað eftir flýti þjónustu þá er sett þig í forgang.

Veit þetta sökkar.....

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 20:38
af JohnnyRingo
Mjög vel sloppið bara, allir í sumarfríi.

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 20:38
af Tiger
Ekki sloppinnn enn...... still counting.

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 20:40
af Dúlli
Tiger skrifaði:Ekki sloppinnn enn...... still counting.

Virkar mjög vel að hringja og vera pirraður og sýna hversu ósáttur það er, þá er oft sett athugarsemd við þína kröfu og í sumum tilvikum flýtast þær kröfur fyrir.

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 21:07
af kjartanbj
Held það hafi tekið ca 3-4 daga hjá félaga mínum í síðustu viku að fá þetta uppsett hjá sér :)

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 21:12
af afrika
Tók mig tvo daga að fá einhvern til mín. Ég náði í gaurinn á ganginum og talaði hann til að koma til mín sem fyrst, sem hann gerði. Frábær náungi <3 Var með ljósleiðara hjá gagnaveituni í gömlu íbúðinni og það tók þá sirka mánuð að koma! blaarg

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 21:24
af Andriante
Tók mig ekki nema 2-3 daga að fá mann til mín frá ljósleiðaranum. Fín þjónusta. Sendu svo annan gæja strax til að laga smá vandamál sem kom upp. Mjög sáttur.

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Mið 02. Ágú 2017 00:04
af mercury
sendi beiðni um flutning á ljósleiðaraboxi á gagnaveituna fyrir rúmum mánuði. Ekkert heyrt frá þeim enn. fékk svo rúmlega 6 þús kr rukkun frá þeim núna um mánaðarmótin, bara átt þessa íbúð í 2 mánuðu og notað þjónustu frá þeim í mánuð. get ekki sagt annað en að mig hlakki til að fá mílu ljós.

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Mið 02. Ágú 2017 07:47
af Urri
Vertu feginn að þú getur fengið ljósleiðarann... það eru ekki allir sem fá einusinni möguleikann :mad

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Mið 02. Ágú 2017 08:32
af nonesenze
já þeir virðast passa sig á að ásbrú verði alveg seinasta svæðið á íslandi til að ljósvæða, adsl FTW jey! ... stoneage much

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Mið 02. Ágú 2017 08:51
af depill
Míla og GR eru mislengi að koma heim til manns eftir álagi. Mílu álagið virðist vera mjög mikið núna, þó ég veit að þeir setja fólk í forgang fyrir hluti eins og að fólk sé netlaust ( þegar fólk er að flytja ). Ef þú ert netlaus ættirðu að hringja í netfyrirtækið þitt, segja þeim það svo þeir geta sagt Mílu það og þeir setja þig í forgang.

Ásbrú er að fara fá ljósleiðara í sumar samkvæmt áætlun Mílu

https://www.mila.is/framkvaemdir/aaetla ... -ljosnets/
Staður Áætlað í sölu Eigandi Tengistaður Mílu
Ásbrú Reykjanesbæ Sumar 2017 Míla Símstöðin á Keflavíkurflugvelli

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Mið 02. Ágú 2017 09:11
af nonesenze
fór fyrst á áætlun 2015 ;)

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Mið 02. Ágú 2017 09:20
af Sallarólegur
Í útlöndum tekur margar vikur að fá svona þjónustuaðila á staðinn, kannski 1-2 mánuði.
Við Íslendingar erum allt of góðu vanir :fly

Re: Tvær +vikur að fá Mílu-mann heim, eðlilegt?

Sent: Mið 02. Ágú 2017 13:55
af Jón Ragnar
Þeir eru frekar fáir greyin sem eru í þessu.

Er að bíða eftir að Míla komi í götuna mína, Eru búnir að vera lengi í næstu götu við mig.