Síða 1 af 1

Samtal við tölvulistann ;D

Sent: Fös 03. Feb 2017 22:26
af steinarsaem
Sendi fyrirspurn á Tölvulistann um skjá:

Gætuð þið tekið þennan skjá til sölu?
http://aoc-europe.com/en/products/specification/ag271qg

Þessi AOC skjár er með sömu eða allavega mjög svipaða specca og ASUS PG279Q, er þetta eitthvað sem þið ætlið að taka til sölu, eða gætuð sérpantað ?

Svarið kom svo:
Sæll Steinar.

Það er ekki í kortunum að taka þennan skjá inn þar sem hann yrði dýrari en ASUS PG279Q. Sá skjár er líka ögn betri held ég þar sem hann er með IPS panel, 10bita liti og 100% SRGB (Standardized Red/Green/Blue) sem þýðir að allir litir séu frábærir og réttir.

PG279Q er væntanlegur aftur til okkar í lok febrúar, en framleiðandi hefur verið að lenda í einhverjum vandræðum.

Með bestu kveðju,
Starfsmaður
Tölvulistinn, Reykjavík

Ég svo svaraði þessu aftur, eftir mjög snögga yfirferð á google:

AOC skjárinn er líka með 100% sRGB og IPS panel, Asus skjárinn er 8bit eins og AOC en ekki 10 samkvæmt þessu https://www.asus.com/Monitors/ROG-SWIFT ... fications/
Og svo hefði maður haldið að AOC yrði ódýrari, þar sem það munar um 21 þúsund krónum á þeim á Amazon?

Fannst þetta spaugilegt verð ég að segja. :roll:

Re: Samtal við tölvulistann ;D

Sent: Fös 03. Feb 2017 22:58
af Dúlli
Finnst reyndar skrítið að þeir geti ekki boðið upp á þetta fyrst þeir selja nokkrar týpur af AOC skjáum auk þess hefði ég haldið að það ætti að vera lítið mál fyrir þá að fá verð og kannski sérpanta :-k

En það virðist vera að allt sem viðkemur TL eru á við geimvísindi að framkvæma. :megasmile

Bætt Við :

Prufaðu upp á gamanið að spurja Att hvort þeir gætu aðstoðað þig með þetta, þeir selja líka AOC skjái. Meira að segja ELKO er með AOC skjái og ég hef sérpantað í gegnum þá.

Re: Samtal við tölvulistann ;D

Sent: Lau 04. Feb 2017 02:51
af Nariur
Þeir eru að kaupa í miklu magni frá Asus og á þess vegna mikið betra verð.
Þú værir bara að fara að fá AOC skjáinn í sérpöntun - Afhverju ættu þeir að vilja sitja með tvo næstum því eins skjái á lager þegar annað merkið er mun þekktara og virtara?

Re: Samtal við tölvulistann ;D

Sent: Lau 04. Feb 2017 09:24
af steinarsaem
Nariur skrifaði:Þeir eru að kaupa í miklu magni frá Asus og á þess vegna mikið betra verð.
Þú værir bara að fara að fá AOC skjáinn í sérpöntun - Afhverju ættu þeir að vilja sitja með tvo næstum því eins skjái á lager þegar annað merkið er mun þekktara og virtara?
Var nú aðalega að benda á rangfærslurnar hjá þessum starfsmanni frekar en að bölvast yfir því að fá þetta ekki til sölu.
Hann lætur sRGB hljóma eins og einhyrningshorn, en það er nú bara standard á highend IPS skjám.

Re: Samtal við tölvulistann ;D

Sent: Lau 04. Feb 2017 12:55
af ASUStek
steinarsaem skrifaði:
Nariur skrifaði:Þeir eru að kaupa í miklu magni frá Asus og á þess vegna mikið betra verð.
Þú værir bara að fara að fá AOC skjáinn í sérpöntun - Afhverju ættu þeir að vilja sitja með tvo næstum því eins skjái á lager þegar annað merkið er mun þekktara og virtara?
Var nú aðalega að benda á rangfærslurnar hjá þessum starfsmanni frekar en að bölvast yfir því að fá þetta ekki til sölu.
Hann lætur sRGB hljóma eins og einhyrningshorn, en það er nú bara standard á highend IPS skjám.
ætli það séþá ekki bara einhyrningshorn, meina fyrst það er "bara" standard á high end IPS skjáum,