Síða 1 af 1

Verðmat: Thinkpad T440s

Sent: Mið 18. Jan 2017 00:07
af Skari
Hef verið að hugsa hvort ég ætti að selja fartölvuna mína þar sem ég nota hana svona lítið en hvað metiði að sanngjart verð væri fyrir hana ?

1. Keypti hana notaða í Noregi
2. Lét skipta út móðurborðinu hérna heima fyrir c.a 1 og hálfu - 2 árum síðan.
3. Hefur ekkert verið með vesen eftir að því var skipt
3. Hún er enn í ábyrgð til 13.maí
4. Vel með farin, sést ekkert á henni

Hérna eru speccarnir á henni:
afrit af speccum
afrit af speccum
fartölvan.jpg (68.43 KiB) Skoðað 619 sinnum


Hérna er afrit af ábyrgð:
afrit af ábyrgð
afrit af ábyrgð
fartölva ábyrgð.jpg (22.51 KiB) Skoðað 619 sinnum


Hvað væri sanngjart fyrir þessa vél ?

Re: Verðmat: Thinkpad T440s

Sent: Mið 18. Jan 2017 10:17
af Tish
Þetta eru flottar og góðar vélar, ég myndi giska á 80 - 100þ væri sanngjarnt.

Re: Verðmat: Thinkpad T440s

Sent: Mið 18. Jan 2017 11:03
af chaplin
Er með sömu vél nema með 12GB RAM, FullHD snertiskjá, íslenskt baklýst lyklaborð, SSD og M.2 disk (fyrir dual boot), 4G innbyggt netkort, 9-sellu rafhlöðu (sem er algjört möst) og 3 hleðslutæki.

Ég hugsa að ég fái 100-120, ef svo mikið, sem mér finnst einfaldlega ekki vera nóg til að selja hana. Endursölu verð á fartölvum sem eru ekki Apple er almennt ekki mjög hátt.

Ég myndi klárlega meta hana á um 100-120.000 kr, en hún er bara þess virði sem fólk er tilbúið að greiða fyrir hana en sjálfur myndi ég ekki vilja fá minna en 140 fyrir mína.

Re: Verðmat: Thinkpad T440s

Sent: Mið 18. Jan 2017 15:22
af Skari
Þakka ykkur báðum fyrir :)