Síða 1 af 1

Skipta um kælikrem fyrir CPU

Sent: Þri 18. Okt 2016 13:20
af C3PO
Sælir vaktara
Ég er að velta fyrir mér hversu lengi kælikrem er optimalt, eða hvenær missir kælikremið eiginleikana.
Sem sagt hversu oft ætti að skipta um kælikrem og hreinsa burt það gamla.
Er að pæla vegna þess að ég er að nota I7 2600K örgjörva sem hefur ekki verið hreyfður árum saman.

Kv. D

Re: Skipta um kælikrem fyrir CPU

Sent: Þri 18. Okt 2016 13:25
af Njall_L
Ég miða alltaf við rykhreinsun og útskipti a kælikremi á eins ars fresti. Kælikrem getur ennst lengur en það fer eftir hvaða kælikrem þú ert að nota, hversu heitur örgjörvin keyrir og hversu lengi tölvan er í gangi.

Re: Skipta um kælikrem fyrir CPU

Sent: Þri 18. Okt 2016 13:32
af C3PO
Njall_L skrifaði:Ég miða alltaf við rykhreinsun og útskipti a kælikremi á eins ars fresti. Kælikrem getur ennst lengur en það fer eftir hvaða kælikrem þú ert að nota, hversu heitur örgjörvin keyrir og hversu lengi tölvan er í gangi.
Ætli þetta ség ekki svona standard keyrsla. Leikir, bíómyndir og netið. Ekkert klukkað örrann.

Kv.

Re: Skipta um kælikrem fyrir CPU

Sent: Þri 18. Okt 2016 15:13
af Urri
Ég myndi segja það sama og Njall_L

Re: Skipta um kælikrem fyrir CPU

Sent: Þri 18. Okt 2016 18:01
af Njall_L
Njall_L skrifaði:Ég miða alltaf við rykhreinsun og útskipti a kælikremi á eins árs fresti. Kælikrem getur enst lengur en það fer eftir hvaða kælikrem þú ert að nota, hversu heitur örgjörvin keyrir og hversu lengi tölvan er í gangi.

Re: Skipta um kælikrem fyrir CPU

Sent: Þri 18. Okt 2016 18:31
af k0fuz
Fer líka eftir kælingunni og bara hve heitur örgjörvinn er í leikjum (eða hárri vinnslu). Held ég hafi ekki komið við mitt kælikrem í 4+ ár, en ég er líka með besta kælikremið sem var þá til og bestu kælinguna og hitinn er bara 60°c í leikjum eða eitthvað. Held að skipti á 1 árs fresti sé óttalegur perraskapur í mönnum bara :megasmile ég myndi segja 2-3 ára fresti kannski, ég er búin að teygja þetta svolítið hjá mér.

Re: Skipta um kælikrem fyrir CPU

Sent: Þri 18. Okt 2016 21:01
af jonsig
sérð þetta einfaldlega með að rykhreinsa viftuna á örgjörvanum þínum og punkta niður cpu hitann eftir 30min idle (24 gráður hjá mér ca). Óþarfi að eyða pening í krem ef gamla er í lagi.

Minn hefur haft artic silver í 4 ár . So far soo good. hitinn er sá sami eftir rykhreinsun.