Síða 1 af 1

SSD að beila?

Sent: Mán 08. Ágú 2016 23:39
af Danni V8
Er með innan við 2 ára gamlan SSD, Samsung 850 eða eitthvað þannig, man ekki alveg þar sem hann sést ekki í tölvunni núna.

Þetta byrjaði þannig að fyrir löööngu síðan var að koma random bluescreen í startup. Ekkert sem ég kippti mér upp við, gerðist bara af og til og restart var nóg og svo gerðist þetta ekkert aftur í nokkrar vikur.

Síðan stóð ég í flutningum í Maí og tölvan var ekki í sambandi í 3 vikur. Þegar ég tengdi hana aftur var hún lengi að kveikja á sér blue-screenaði í startup og ég restartaði. Nema núna var hún ennþá lengi að kveikja á sér og stærri SSD diskurinn dottinn út.

Mikið fikt, nýjar snúrur, önnur sata port og allur pakkinn, tölvan fór í lag.

Að vissu leiti.


Stundum kom SSD diskurinn ekki inn í startup (Bluescreen btw alveg hætt á þessum tímapunkti) og þá dugaði restart.

Síðan ákvað ég að slökkva á tölvunni áður en ég fór á tónleika á laugardaginn. Þegar ég kom heim og fór í tölvuna, ca 4-5 tímum seinna, kickaði stærri ssd-inn ekki inn.

Sama hvað ég restarta á fikta núna þá bara kemur hann ekki inn.

Ég gerði health-check og náði í Samsung Magician þegar þetta byrjaði og samkvæmt því öllu var health á disknum hærra en á þeim sem er í fína lagi!

Ég er algjörglega lost, getur einvher hjálpað mér? Nenni ekki að downloada GTA aftur, það tekur svo langan tíma á 12mbit!! :dissed

Re: SSD að beila?

Sent: Mán 08. Ágú 2016 23:41
af Njall_L
Búinn að prófa annað Sata Power tengi frá aflgjafanum, gæti verið sambandsleysi í því

Re: SSD að beila?

Sent: Mán 08. Ágú 2016 23:57
af Danni V8
Njall_L skrifaði:Búinn að prófa annað Sata Power tengi frá aflgjafanum, gæti verið sambandsleysi í því
Jamm. Þetta er modular aflgjafi og ég skipti algjörlega um power tengið. Báðir ssd og cd drifið í sömu snúru.


Núna tók það svona ca 5 endurræsingar til að fá diskinn inn aftur

Ef það eru einhver test sem ég get gert til meðan allt virkar, þá er ég opinn fyrir uppástangur!

Re: SSD að beila?

Sent: Þri 09. Ágú 2016 00:06
af Minuz1
í console
wmic
diskdrive get status

Re: SSD að beila?

Sent: Þri 09. Ágú 2016 01:33
af Danni V8
Minuz1 skrifaði:í console
wmic
diskdrive get status
diskstatus.PNG
diskstatus.PNG (4.93 KiB) Skoðað 916 sinnum
Þýðir þetta að það er í lagi með ssd-inn?

Re: SSD að beila?

Sent: Þri 09. Ágú 2016 08:09
af Njall_L
Danni V8 skrifaði:
Njall_L skrifaði:Búinn að prófa annað Sata Power tengi frá aflgjafanum, gæti verið sambandsleysi í því
Jamm. Þetta er modular aflgjafi og ég skipti algjörlega um power tengið. Báðir ssd og cd drifið í sömu snúru.


Núna tók það svona ca 5 endurræsingar til að fá diskinn inn aftur

Ef það eru einhver test sem ég get gert til meðan allt virkar, þá er ég opinn fyrir uppástangur!
Myndi benda þér á að sækja GSmartControl, checka S.M.AR.T villur og keyra diskinn í gegnum Extended Self Test
http://gsmartcontrol.sourceforge.net/home/

Re: SSD að beila?

Sent: Þri 09. Ágú 2016 13:48
af Moldvarpan
Hefuru tök á að tengja ssd í aðra tölvu?

Þá nærðu að útiloka hvort þetta sé controller-inn eða diskurinn.

Re: SSD að beila?

Sent: Þri 09. Ágú 2016 15:07
af Alfa
Ef þetta er samsung diskur, þá minnir mig að þú getir testað hann m.a smart og performance með Samsung Magician

http://www.samsung.com/semiconductor/mi ... tools.html

Úbbs hefði átt að lesa alveg niður hjá þér :)

Re: SSD að beila?

Sent: Mið 10. Ágú 2016 13:08
af Minuz1
Danni V8 skrifaði:
Minuz1 skrifaði:í console
wmic
diskdrive get status
diskstatus.PNG

Þýðir þetta að það er í lagi með ssd-inn?
Diskurinn segir að það er í lagi með hann.
alls ekki bulletproof.